Kjörsókn í Reykjavík hefur verið góð í samanburði við Alþingiskosningarnar fyrir ári síðan, en klukkan 18:00 höfðu 52,89 prósent kosið af þeim sem eru á kjörskrá. Í fyrra var hlutfallið á sama tíma 50,52 prósent.
Mun fleiri kusu utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu í ár en í fyrra. Þegar utan kjörfundi var lokað í gærkvöld höfðu 22.493 kosið. Kvöldið fyrir kjördag alþingiskosninga í fyrra höfðu 19.222 kosið, eða ríflega 3.200 kjósendum færri.
Samtals eru 248.502 kjósendur á kjörskrá á landinu öllu. Þar af hafa 38.646 kosið utan kjörfundar. Kjósendur með lögheimili utan höfuðborgarsvæðis gátu kosið í Smáralind í dag til klukkan 17:00.
Auglýsing