Fyrstu tölur úr öllum kjördæmum sýna góða útkomu Flokks fólksins, með Ingu Sæland í broddi fylkingar, og Miðflokksins, þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, er formaður.
Samtals fá þessir flokkar 11 þingmenn, samkvæmt fyrstu, tölum. Flokkur fólksins með fjóra þingmenn, og 6,8 prósent fylgi, og Miðflokkurinn með 7 þingmenn, og 10,8 prósent.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 26 prósent - og er afgerandi stærstur - Vinstri græn mælast með 17 prósent, Samfylkingin 12,7 prósent, Píratar 8,9 prósent, Framsóknarflokkurinn 10,1 prósent og Viðreisn 6,6 prósent. Aðrir ná ekki sæti á þingi, það er 5 prósent markinu. Björt framtíð er að þurrkast út, eða svo gott sem, og mælist með 1,1 prósent.
Útlit er fyrir flókna stöðu við stjórnarmyndun, ef lokaniðurstöður verða eitthvað nálægt þessum tölum.
Flokkur fólksins er sá flokkur sem er að mælast töluvert mikið frá því sem kannanir gáfu til kynna í aðdraganda kosninga.