Landsmenn ganga til kosninga í dag til Alþingis en síðast var kosið fyrir sléttu ári, 28. október. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sprakk í skjóli nætur, eins og frægt er orðið, eftir að stjórn Bjartar framtíðar ákvað að segja sig frá ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn.
Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók við sem formaður Viðreisnar eftir að Benedikt Jóhannesson ákvað að stíga til hliðar sem formaður flokksins, og segja má að mikill ákafi hafi einkennt kosningabaráttuna til þessa, enda óvenju stuttur fyrirvari og má segja að um hálfgert kosningaspretthlaup hafi verið að ræða.
Mikil þátttaka hefur verið í utankjörstaðaatkvæðagreiðslu í samanburði við utankjörfundaratkvæðagreiðslu í fyrra. Um fjögur þúsund fleiri hafa greitt atkvæði í utankjörfundaratkvæðagreiðslu heldur en í fyrra.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur þessi misserin, miðað við kosningaspána, en erfitt er að segja til um hvernig ríkisstjórnarsamstarf getur myndast þegar búið að telja upp úr kössunum.
Níu flokkar bjóða fram í öllum kjördæmum.
Listabókstafir þeirra eru eftirfarandi
- A-listi Bjartrar framtíðar.
- B-listi Framsóknarflokksins.
- C-listi Viðreisnar.
- D-listi Sjálfstæðisflokksins.
- F-listi Flokks fólksins.
- M-listi Miðflokksins.
- P-listi Pírata.
- S-listi Samfylkingarinnar.
- V-listi Vinstri grænna.