Þó Sjálfstæðisflokkurinn sé sigurvegari kosninganna, þegar horft er til heildarfylgis, þá er erfitt að greina einhverjar sérstakar pólitískar sveiflur í þeim tölum sem komið hafa upp kössunum á þessum tímapunkti.
Staðan er galopin og erfitt að segja hvaða flokkar gætu náð saman, en ekki er þó búið að telja allt ennþá brog eytingar geta vitaskuld komið fram alveg fram á síðustu stundu.
Sjálfstæðisflokkurinn er með 25,5 prósent, Vinstri græn 16,9 prósent, Samfylkingin 12,8, Framsókn 10,7, Miðflokkurinn 10,2, Píratar 8,8, Flokkur fólksins 7,5, Viðreisn 6,4 og Björ framtíð 1,1 prósent.
Flokkarnir sem mynduðu ríkisstjórn Bjarna Bendiktssonar hafa tapað 11 þingmönnum, eins og mál standa nú. Sjálfstæðismenn fjórum, Björt framtíð öllum fjórum og Viðreisn þremur.
Miðflokkurinn og Flokkur fólksins hafa fengið 11 samtals, miðað við stöðuna eins og hún er núna. Flokkur fólksins fimm, og Miðflokkurinn 6.
Meirihluti þeirra var eins manns meirihluti, 32 á móti 31 í stjórnarandstöðu.
Ómögulegt er að segja hvaða meirihluti mun myndast í ríkisstjórnarsamstarfi, og mátti glöggt heyra það á leiðtogum stjórnmálaflokkanna í sjónvarpssal.
Bjarni Benediktsson sagði meðal annars að staðan væri fordæmalaus, og nú þyrfti að anda rólega og skoða hvernig mætti koma á samstarfi flokka og koma saman ríkisstjórn.
Miðað við stöðuna núna fengi Sjálfstæðisflokkurinn 17 þingmenn, Vinstri græn 11, Samfylkingin 8, Miðflokkurinn 6, Framsóknarflokkurinn 7, Píratar 5 og Flokkur flokksins 5.