Þegar búið var að telja 155 þúsund atkvæði þá var Sjálfstæðisflokkurinn stærstur flokka með um 25 prósent fylgi, en stjórnarflokkarnir - Viðreisn og Björt framtíð auk Sjálfstæðisflokksins - höfðu misst 12 þingmenn.
Framsóknarflokkurinn, sem heldur sínum átta þingmönnum, gæti orðið í lykilstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar, til hægri eða vinstri, en hann er með átta þingmenn.
Lokatölur eru byrjaðar að berast, þegar þetta var skrifað, en voru ekki komnar úr öllum kjördæmum.
Sjálfstæðisflokkurinn missir 5 þingmenn frá kosningunum í fyrra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð þurrkast nær alveg út og missir alla sína fjóra þingmenn og er langt frá því að ná 5 prósent lágmarkinu.
Flokkur fólksins, með Ingu Sæland í broddi fylkingar, og Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, eru samtals með ellefu þingmenn, eins og mál standa nú, samkvæmt RÚV. Flokkur fólksins með 4 þingmenn og 6,9 prósent fylgi og Miðflokkurinn með 10,9 prósent fylgi og 7 þingmenn.
Vinstri flokkarnir, Vinstri græn og Samfylkingin, bæta við sig sex þingmönnum frá síðustu kosningum, miðað við þessar tölur. Vinstri græn fá 11 þingmenn, og bæta við sig einum manni, en Samfylkingin, eins og áður segir, 8 þingmenn og bæta við sig fimm mönnum.
Stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi eru með meirihluta þingsæta - 32 af 63 - eins og staða mála er nú.
Píratar eru með 9,2 prósent fylgi og missa fjóra þingmenn frá síðustu kosningum, en halda 6 þingmönnum engu að síður.