Stjórnandstöðuflokkarnir með meirihluta í þinginu

Framsóknarflokkurinn virðist í lykilstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar, þar sem erfitt er að mynda nýja ríkisstjórn án þátttöku hans.

sigurður ingi jóhannsson
Auglýsing

Þegar búið var að telja 155 þús­und atkvæði þá var Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stærstur flokka með um 25 pró­sent fylgi, en stjórn­ar­flokk­arnir - Við­reisn og Björt fram­tíð auk Sjálf­stæð­is­flokks­ins - höfðu misst 12 þing­menn. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem heldur sínum átta þing­mönn­um, gæti orðið í lyk­il­stöðu við myndun nýrrar rík­is­stjórn­ar, til hægri eða vinstri, en hann er með átta þing­menn. 

Loka­tölur eru byrj­aðar að ber­ast, þegar þetta var skrif­að, en voru ekki komnar úr öllum kjör­dæm­um.

Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn missir 5 þing­menn frá kosn­ing­unum í fyrra, Við­reisn þrjá og Björt fram­tíð þurrkast nær alveg út og missir alla sína fjóra þing­menn og er langt frá því að ná 5 pró­sent lág­mark­inu.

Flokkur fólks­ins, með Ingu Sæland í broddi fylk­ing­ar, og Mið­flokkur Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar,  eru sam­tals með ell­efu þing­menn, eins og mál standa nú, sam­kvæmt RÚV. Flokkur fólks­ins með 4 þing­menn og 6,9 pró­sent fylgi og Mið­flokk­ur­inn með 10,9 pró­sent fylgi og 7 þing­menn. 

Vinstri flokk­arn­ir, Vinstri græn og Sam­fylk­ing­in, bæta við sig sex þing­mönnum frá síð­ustu kosn­ing­um, miðað við þessar töl­ur. Vinstri græn fá 11 þing­menn, og bæta við sig einum manni, en Sam­fylk­ing­in, eins og áður seg­ir, 8 þing­menn og bæta við sig fimm mönn­um.

Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir á Alþingi eru með meiri­hluta þing­sæta - 32 af 63 - eins og staða mála er nú.

Píratar eru með 9,2 pró­sent fylgi og missa fjóra þing­menn frá síð­ustu kosn­ing­um, en halda 6 þing­mönnum engu að síð­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent