Stjórnandstöðuflokkarnir með meirihluta í þinginu

Framsóknarflokkurinn virðist í lykilstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar, þar sem erfitt er að mynda nýja ríkisstjórn án þátttöku hans.

sigurður ingi jóhannsson
Auglýsing

Þegar búið var að telja 155 þús­und atkvæði þá var Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stærstur flokka með um 25 pró­sent fylgi, en stjórn­ar­flokk­arnir - Við­reisn og Björt fram­tíð auk Sjálf­stæð­is­flokks­ins - höfðu misst 12 þing­menn. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem heldur sínum átta þing­mönn­um, gæti orðið í lyk­il­stöðu við myndun nýrrar rík­is­stjórn­ar, til hægri eða vinstri, en hann er með átta þing­menn. 

Loka­tölur eru byrj­aðar að ber­ast, þegar þetta var skrif­að, en voru ekki komnar úr öllum kjör­dæm­um.

Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn missir 5 þing­menn frá kosn­ing­unum í fyrra, Við­reisn þrjá og Björt fram­tíð þurrkast nær alveg út og missir alla sína fjóra þing­menn og er langt frá því að ná 5 pró­sent lág­mark­inu.

Flokkur fólks­ins, með Ingu Sæland í broddi fylk­ing­ar, og Mið­flokkur Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar,  eru sam­tals með ell­efu þing­menn, eins og mál standa nú, sam­kvæmt RÚV. Flokkur fólks­ins með 4 þing­menn og 6,9 pró­sent fylgi og Mið­flokk­ur­inn með 10,9 pró­sent fylgi og 7 þing­menn. 

Vinstri flokk­arn­ir, Vinstri græn og Sam­fylk­ing­in, bæta við sig sex þing­mönnum frá síð­ustu kosn­ing­um, miðað við þessar töl­ur. Vinstri græn fá 11 þing­menn, og bæta við sig einum manni, en Sam­fylk­ing­in, eins og áður seg­ir, 8 þing­menn og bæta við sig fimm mönn­um.

Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir á Alþingi eru með meiri­hluta þing­sæta - 32 af 63 - eins og staða mála er nú.

Píratar eru með 9,2 pró­sent fylgi og missa fjóra þing­menn frá síð­ustu kosn­ing­um, en halda 6 þing­mönnum engu að síð­ur.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent