Forstjóri Skeljungs: Ákvarðanir miða að því einu að bæta reksturinn

Forstjóri Skeljungs hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna sölu stjórnenda Skeljungs á hlutabréfum.

bensin_olia_eldsneyti-2.jpg
Auglýsing

Hen­rik Egholm, for­stjóri Skelj­ungs, segir í yfir­lýs­ingu vegna sölu á hluta­brefum í Skelj­ungi, sem færðu honum og Johnni Poul­­sen for­­stjóra dótt­­ur­­fé­lags­ins P/F Magn tæp­lega 230 millj­óna króna hagn­að, að hans sýn á verk­efnið hjá Skelj­ungi sé það, að styrkja rekstur félags­ins eins og kostur er. 

Hann segir að kaup­réttir þeirra eigi sér rættur í samn­ingum frá árinu 2014, og að sala þeirra á bréf­unum teng­ist ekki með neinum hætti áherslu­breyt­ingum í rekstri. „Við­skipti mín með hluti í Skelj­ungi eru í sam­ræmi við kaup­rétt­ar­sam­komu­lag sem gert var í apr­íl­mán­uði árið 2014, og fjallað er um í skrán­ing­ar­lýs­ingu félags­ins frá nóv­em­ber 2016, og til­kynn­ingu til kaup­hall­ar­innar þann 22. febr­úar 2017. Tíma­setn­ing kaup­rétt­anna hefur því legið fyrir í langan tíma og mark­aðs­að­ilar hafa fengið aðgang að öllum verð­mót­andi upp­lýs­ingum sem fyrir liggja. Það skal árétt­að, að umtals­vert magn hlut­anna sem ég keypti í Skelj­ungi er enn í minni eigu – að mark­aðsvirði um  12 millj­ónir króna - og engin áform eru uppi um að selja þá. 

Í síð­ustu viku voru kynntar ákvarð­anir um breyt­ingar á skipu­lagi Skelj­ungs og hag­ræð­ingu í rekstr­in­um. Þeim breyt­ingum er ætlað að styrkja fyr­ir­tækið á hörðum sam­keppn­is­mark­aði, en einnig eru þær liður í því, að auka verð­mæti Skelj­ungs til lengri tíma. Stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins munu halda áfram að bæta rekst­ur­inn og festa Skelj­ung í sessi sem leið­andi afl á mark­aði sem er að breyt­ast. Tíma­setn­ing minna við­skipta með hluti í félag­inu hefur ekk­ert að gera með boð­aða hag­ræð­ingu, heldur stýr­ist hún af af ákvæðum í kaup­rétt­ar­samn­ing­i,“ segir for­stjór­inn í yfir­lýs­ingu. Sam­tals var 29 starfs­mönnum sagt upp störf­um, og boð­aðar frek­ari breyt­ing­ar.

Auglýsing

Hann ítrekar síðan að hans ábyrgð sé á rekstri félags­ins, í hörðu sam­keppn­isum­hverf­i. 

„Sem for­stjóri ber ég ábyrgð á rekstri Skelj­ungs. Allar rekstr­ar­á­kvarð­anir mínar miða að því einu, að bæta afkomu félags­ins, bregð­ast við breyt­ingum á mark­aði og tryggja sam­keppn­is­hæfni Skelj­ungs. Stefnu­legar ákvarð­anir mínar hafa ekk­ert að gera með kaup og sölu hluta­bréfa, hvorki  mín eigin né ann­arra.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump verður út um allt á Youtube á kjördegi
Framboð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur nú þegar keypt bróðurpartinn af auglýsingaplássi á Youtube, fyrir kjördag í Nóvember.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent