Stærsti eigandi HS Orku seldur á 90 milljarða

Orkuver HS Orku og 30 prósent hlutur í Bláa lóninu er á meðal þess sem selt hefur verið til kanadíska fyrirtækisins Innergex Renewable Energy.

Á meðal verðmætustu eigna HS Orku er 30 prósent hlutur í Bláa lóninu.
Á meðal verðmætustu eigna HS Orku er 30 prósent hlutur í Bláa lóninu.
Auglýsing

Alt­erra Power, stærsti eig­andi HS Orku, hefur verið yfir­tekið af kanadíska fyr­ir­tæk­inu Inn­ergex Renewa­ble Energy í við­skiptum sem eru metin á 1,1 millj­arð kanadíska dali, eða um 90 millj­arða króna. Alt­erra á 53,9 pró­sent hlut í HS Orku í gegnum dótt­ur­fé­lag sitt Magma Energy Sweden. Aðrir eig­endur HS Orku eru félagið Jarð­varmi, sem er í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða.

Í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu Alt­erra og Inn­ergex kemur fram að allt hlutafé í Alt­erra skipti um hendur í við­skipt­un­um. Inn­ergex tekur einnig yfir allar skuldir Alt­erra. Því er ljóst að eina íslenska orku­fyr­ir­tækið sem er í eigu einka­að­ila er að skipta um eig­end­ur. HS Orka á og rekur orku­ver í Svarts­engi og á Reykja­nesi auk þess sem virkj­ana­kostir sem fyr­ir­tækið á eru í nýt­ing­ar­flokki ramma­á­ætl­un­ar.

HS Orka skil­aði 2,8 millj­arða króna hagn­aði í fyrra og eignir félags­ins voru metnar á um 45 millj­arða króna. Á meðal þeirra eigna er 30 pró­sent hlutur í Bláa lón­inu sem met­inn var á 1,8 millj­arð króna í síð­asta birta árs­reikn­ingi HS Orku. Fyrr á þessu ári bár­ust nokkur til­boð í þann hlut sem voru yfir ell­efu millj­örðum króna. Alt­erra vildi taka þeim til­boðum en Jarð­varmi hafn­aði því og for­svars­maður fyr­ir­tæk­is­ins sagði að til­boðin end­ur­spegl­uðu ekki verð­mæti Bláa Lóns­ins. Heild­­ar­virði Bláa lóns­ins sam­­kvæmt til­­­boð­unum sem fyrir lágu var 37 millj­­arðar króna.

Auglýsing

Ásgeir Margeirsson er forstjóri HS Orku. Mynd: Birgir Þór Harðarson.For­svars­menn Alt­erra voru ekki ánægðir með að til­boð­unum hafi ekki verið tek­ið. En minni­hluta­eig­end­urnir í HS Orku, Jarð­varmi sem er í eigu 14 íslenskra líf­eyr­is­sjóða, gátu hafnað þeim vegna hlut­hafa­­sam­komu­lags um minn­i­hluta­vernd sem gert var þegar Jarð­varmi keypti upp­­haf­­lega hlut í HS Orku sum­­­arið 2011.

Alt­erra, sem þá hét Magma Energy, keypti sig inn í HS Orku árið 2009. Við­skiptin voru mjög umdeild og þáver­andi stjórn­völdum hugn­að­ist þau ekki. Þrátt fyrir ítrek­aðar inn­grip­stil­raunir hélt Mag­ma/Alt­erra áfram að eign­ast hluti í HS Orku og átti vorið 2011 nán­ast allt hluta­féð í fyr­ir­tæk­in­u. 

Jarð­varmi keypti svo hlut í HS Orku í maí 2011 og nýtti kaup­rétt á við­bót­ar­hlut ári síð­ar. Sam­an­lagt á það félag núna 33,4 pró­sent hlut. Síðu­mars keypti svo fjár­fest­inga­sjóð­ur­inn Örk 12,7 pró­sent hlut, en Alt­erra á rest. Inn­lendir aðilar eiga því 46,1 pró­sent hlut í HS Orku.

Í upp­haf­legri frétt var sagt að salan hafi farið fram í Banda­ríkja­döl­um. Það er ekki rétt, heldur fór hún fram í kanadískum döl­um. Þetta hefur verið leið­rétt.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent