Stærsti eigandi HS Orku seldur á 90 milljarða

Orkuver HS Orku og 30 prósent hlutur í Bláa lóninu er á meðal þess sem selt hefur verið til kanadíska fyrirtækisins Innergex Renewable Energy.

Á meðal verðmætustu eigna HS Orku er 30 prósent hlutur í Bláa lóninu.
Á meðal verðmætustu eigna HS Orku er 30 prósent hlutur í Bláa lóninu.
Auglýsing

Alt­erra Power, stærsti eig­andi HS Orku, hefur verið yfir­tekið af kanadíska fyr­ir­tæk­inu Inn­ergex Renewa­ble Energy í við­skiptum sem eru metin á 1,1 millj­arð kanadíska dali, eða um 90 millj­arða króna. Alt­erra á 53,9 pró­sent hlut í HS Orku í gegnum dótt­ur­fé­lag sitt Magma Energy Sweden. Aðrir eig­endur HS Orku eru félagið Jarð­varmi, sem er í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða.

Í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu Alt­erra og Inn­ergex kemur fram að allt hlutafé í Alt­erra skipti um hendur í við­skipt­un­um. Inn­ergex tekur einnig yfir allar skuldir Alt­erra. Því er ljóst að eina íslenska orku­fyr­ir­tækið sem er í eigu einka­að­ila er að skipta um eig­end­ur. HS Orka á og rekur orku­ver í Svarts­engi og á Reykja­nesi auk þess sem virkj­ana­kostir sem fyr­ir­tækið á eru í nýt­ing­ar­flokki ramma­á­ætl­un­ar.

HS Orka skil­aði 2,8 millj­arða króna hagn­aði í fyrra og eignir félags­ins voru metnar á um 45 millj­arða króna. Á meðal þeirra eigna er 30 pró­sent hlutur í Bláa lón­inu sem met­inn var á 1,8 millj­arð króna í síð­asta birta árs­reikn­ingi HS Orku. Fyrr á þessu ári bár­ust nokkur til­boð í þann hlut sem voru yfir ell­efu millj­örðum króna. Alt­erra vildi taka þeim til­boðum en Jarð­varmi hafn­aði því og for­svars­maður fyr­ir­tæk­is­ins sagði að til­boðin end­ur­spegl­uðu ekki verð­mæti Bláa Lóns­ins. Heild­­ar­virði Bláa lóns­ins sam­­kvæmt til­­­boð­unum sem fyrir lágu var 37 millj­­arðar króna.

Auglýsing

Ásgeir Margeirsson er forstjóri HS Orku. Mynd: Birgir Þór Harðarson.For­svars­menn Alt­erra voru ekki ánægðir með að til­boð­unum hafi ekki verið tek­ið. En minni­hluta­eig­end­urnir í HS Orku, Jarð­varmi sem er í eigu 14 íslenskra líf­eyr­is­sjóða, gátu hafnað þeim vegna hlut­hafa­­sam­komu­lags um minn­i­hluta­vernd sem gert var þegar Jarð­varmi keypti upp­­haf­­lega hlut í HS Orku sum­­­arið 2011.

Alt­erra, sem þá hét Magma Energy, keypti sig inn í HS Orku árið 2009. Við­skiptin voru mjög umdeild og þáver­andi stjórn­völdum hugn­að­ist þau ekki. Þrátt fyrir ítrek­aðar inn­grip­stil­raunir hélt Mag­ma/Alt­erra áfram að eign­ast hluti í HS Orku og átti vorið 2011 nán­ast allt hluta­féð í fyr­ir­tæk­in­u. 

Jarð­varmi keypti svo hlut í HS Orku í maí 2011 og nýtti kaup­rétt á við­bót­ar­hlut ári síð­ar. Sam­an­lagt á það félag núna 33,4 pró­sent hlut. Síðu­mars keypti svo fjár­fest­inga­sjóð­ur­inn Örk 12,7 pró­sent hlut, en Alt­erra á rest. Inn­lendir aðilar eiga því 46,1 pró­sent hlut í HS Orku.

Í upp­haf­legri frétt var sagt að salan hafi farið fram í Banda­ríkja­döl­um. Það er ekki rétt, heldur fór hún fram í kanadískum döl­um. Þetta hefur verið leið­rétt.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent