Stærsti eigandi HS Orku seldur á 90 milljarða

Orkuver HS Orku og 30 prósent hlutur í Bláa lóninu er á meðal þess sem selt hefur verið til kanadíska fyrirtækisins Innergex Renewable Energy.

Á meðal verðmætustu eigna HS Orku er 30 prósent hlutur í Bláa lóninu.
Á meðal verðmætustu eigna HS Orku er 30 prósent hlutur í Bláa lóninu.
Auglýsing

Alt­erra Power, stærsti eig­andi HS Orku, hefur verið yfir­tekið af kanadíska fyr­ir­tæk­inu Inn­ergex Renewa­ble Energy í við­skiptum sem eru metin á 1,1 millj­arð kanadíska dali, eða um 90 millj­arða króna. Alt­erra á 53,9 pró­sent hlut í HS Orku í gegnum dótt­ur­fé­lag sitt Magma Energy Sweden. Aðrir eig­endur HS Orku eru félagið Jarð­varmi, sem er í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða.

Í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu Alt­erra og Inn­ergex kemur fram að allt hlutafé í Alt­erra skipti um hendur í við­skipt­un­um. Inn­ergex tekur einnig yfir allar skuldir Alt­erra. Því er ljóst að eina íslenska orku­fyr­ir­tækið sem er í eigu einka­að­ila er að skipta um eig­end­ur. HS Orka á og rekur orku­ver í Svarts­engi og á Reykja­nesi auk þess sem virkj­ana­kostir sem fyr­ir­tækið á eru í nýt­ing­ar­flokki ramma­á­ætl­un­ar.

HS Orka skil­aði 2,8 millj­arða króna hagn­aði í fyrra og eignir félags­ins voru metnar á um 45 millj­arða króna. Á meðal þeirra eigna er 30 pró­sent hlutur í Bláa lón­inu sem met­inn var á 1,8 millj­arð króna í síð­asta birta árs­reikn­ingi HS Orku. Fyrr á þessu ári bár­ust nokkur til­boð í þann hlut sem voru yfir ell­efu millj­örðum króna. Alt­erra vildi taka þeim til­boðum en Jarð­varmi hafn­aði því og for­svars­maður fyr­ir­tæk­is­ins sagði að til­boðin end­ur­spegl­uðu ekki verð­mæti Bláa Lóns­ins. Heild­­ar­virði Bláa lóns­ins sam­­kvæmt til­­­boð­unum sem fyrir lágu var 37 millj­­arðar króna.

Auglýsing

Ásgeir Margeirsson er forstjóri HS Orku. Mynd: Birgir Þór Harðarson.For­svars­menn Alt­erra voru ekki ánægðir með að til­boð­unum hafi ekki verið tek­ið. En minni­hluta­eig­end­urnir í HS Orku, Jarð­varmi sem er í eigu 14 íslenskra líf­eyr­is­sjóða, gátu hafnað þeim vegna hlut­hafa­­sam­komu­lags um minn­i­hluta­vernd sem gert var þegar Jarð­varmi keypti upp­­haf­­lega hlut í HS Orku sum­­­arið 2011.

Alt­erra, sem þá hét Magma Energy, keypti sig inn í HS Orku árið 2009. Við­skiptin voru mjög umdeild og þáver­andi stjórn­völdum hugn­að­ist þau ekki. Þrátt fyrir ítrek­aðar inn­grip­stil­raunir hélt Mag­ma/Alt­erra áfram að eign­ast hluti í HS Orku og átti vorið 2011 nán­ast allt hluta­féð í fyr­ir­tæk­in­u. 

Jarð­varmi keypti svo hlut í HS Orku í maí 2011 og nýtti kaup­rétt á við­bót­ar­hlut ári síð­ar. Sam­an­lagt á það félag núna 33,4 pró­sent hlut. Síðu­mars keypti svo fjár­fest­inga­sjóð­ur­inn Örk 12,7 pró­sent hlut, en Alt­erra á rest. Inn­lendir aðilar eiga því 46,1 pró­sent hlut í HS Orku.

Í upp­haf­legri frétt var sagt að salan hafi farið fram í Banda­ríkja­döl­um. Það er ekki rétt, heldur fór hún fram í kanadískum döl­um. Þetta hefur verið leið­rétt.

Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu
Nokkur skjálftavirkni hefur verið í eldstöðinni að undanförnu.
Kjarninn 24. febrúar 2019
Segir ríkasta hlutann kerfisbundið nýta sér glufur til að borga ekki skatta
Formaður VR segir að grunnstefið í baráttu verkalýðsfélaganna sé að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum saman. Það þurfi kerfisbreytingar og hægt sé að búa til svigrúm til aðgerða með því að koma í veg fyrir 100 milljarða króna skattsvik.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hallgerður Hauksdóttir
Óverjandi herferð gegn hvölum
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hæfileikar eru alls staðar en tækifærin ekki
Fjöldi alþjóðlegra samtaka og einstaklinga hefur barist fyrir því að auka fjölbreytni og sýnileika minnihlutahópa innan hugbúnaðar- og tæknigeirans. Ein þeirra er Sheree Atcheson en hún hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi fyrir frumkvöðlavinnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hefur ekki orðið var við mikla eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum á alþjóðavettvangi
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðsfélögin geta bent á hinar miklu hækkanir sem ráðamenn og bankastjórar hafi tekið sér þegar þeir ræða við sína félagsmenn um átök á vinnumarkaði.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Klikkið
Klikkið
Réttindi fatlaðs fólks - Viðtal við Sigurjón Unnar Sveinsson
Kjarninn 23. febrúar 2019
„Líkamar intersex fólks eru ekki mistök sem þarf að leiðrétta“
Samtökin Amnesty International skora á íslensk stjórnvöld að tryggja og vernda jafna meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, bæði í lögum og framkvæmd. Yfir 68 börn fæðast hér á landi með ódæmigerð kyneinkenni á hverju ári.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Óútskýrt hvers vegna aðalfundi Íslandspósts var frestað
Íslandspóstur er í eigu ríkisins, en rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega að undanförnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent