Veip dregur ekki úr sölu nikótínlyfja

Miklar rökræður hafa sprottið upp um gagnsemi rafretta þegar kemur að því að hætta að reykja og meintri skaðsemi þeirra. Samkvæmt söluaðilum nikótínlyfja hefur aukin notkun rafretta ekki haft áhrif á sölu þeirra.

Noktun rafretta hefur aukist til muna á síðastliðnum árum.
Noktun rafretta hefur aukist til muna á síðastliðnum árum.
Auglýsing

Aukin notkun hefur ekki áhrif á sölu nikótín­lyfja á Íslandi að sögn tals­manna lyfja­fyr­ir­tækja sem selja slík lyf. Meðal ástæðna sem þeir gefa upp er að mark­hóp­ur­inn sé ekki sá sami og að fólk sem veipi noti síður nikótín­lyf. 

Aukin rafrettu­væð­ing á Íslandi hefur margar hlið­ar. Sumir hafa litið á hana sem jákvæðan þátt í því að hjálpa fólki að hætta að reykja en aðrir hafa haft áhyggjur af því að neysla á nikó­tíni auk­ist hjá ungu fólki í stað­inn. 

Málið hefur verið umdeilt eins og sýndi sig þegar Ótt­arr Próppe, þáver­andi heil­brigð­is­ráð­herra, lagði fram frum­varp sitt um rafrettur síð­ast­liðið vor. 

Auglýsing

Mis­mun­andi reglur milli Norð­ur­land­anna

Viðar Jens­son, verk­efn­is­stjóri hjá Land­lækni, segir að mik­ill áhugi sé hjá emb­ætt­inu að skoða mál sem tengj­ast rafrettum frek­ar. Hann seg­ist fylgj­andi því að sett verði lög og reglu­gerðir varð­andi rafrett­ur, m.a. til að tryggja neyt­enda­vernd.

Hann bendir á að mis­mun­andi reglur séu á Norð­ur­lönd­unum og sé til að mynda eng­inn grein­ar­munur gerður á rafrettum og sígar­ettum í Finn­landi. Danir hafi verið fyrstir til að lög­leiða rafrettur en þar sé neyslan bönnuð á afmörk­uðum stöð­um.

Sam­dráttur ekki merkj­an­legur

Sam­kvæmt Báru Ein­ars­dótt­ur, mark­aðs­stjóra hjá lyfja­fyr­ir­tæk­inu Vistor, hefur aukin notkun rafretta und­an­farin miss­eri ekki haft áhrif á sölu nikótín­lyfja hjá fyr­ir­tæk­inu. Í byrjun októ­ber greindi hún stöð­una og athug­aði hvort sam­dráttur hefði orðið í sölu á nikótín­lyfj­um. Þau hafi verið hrædd um sam­drátt en að hann hefði ekki verið merkj­an­legur og sé það ekki eins og er. 

Hún segir að fyr­ir­tækið greini ekki sam­drátt nema milli lyfja. Til dæmis sé sam­dráttur í inn­sogslyfjum en skýr­ing­una telur hún vera að fólk hafi fært sig yfir í önnur vin­sælli nikótín­lyf. Einnig sé sam­dráttur í tungu­rót­art­öflum og telur hún að margir átti sig ekki á því að fleiri lyf séu til en nikótín­lyfjatyggjó. 

Ungt fólk notar frekar rafrettur

Hún telur að ekki sé um að ræða sama mark­hóp, þ.e. að unga fólkið sem notar rafrettur í mestu mæli sé ekki að versla nikótín­lyf ann­ars. Hún segir að vara­samt geti verið að nota rafrett­urnar fyrir þær sakir að fólk viti ekki hvað það sé að nota því erfitt sé að áætla nikótín­magn í vökvunum sem not­aðir eru í veipi. 

Þó er ekki hægt að úti­loka áhrif rafretta á sölu seinna meir, að hennar sögn, en eins og staðan er í dag er ekki sjá­an­legur munur á henni. Hún segir nikótín­lyf bráða­birgða­lausn þegar fólk sé að hætta að reykja eða nota nikótín og að ekki eigi að vera mikið lengur á þeim en í eitt ár. 

Nauð­syn­legt að setja reglur

Brynj­úlfur Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Artasan lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins, tekur í sama streng og Bára. „Við höfum ekki séð minnkun í sölu á nikótín­lyfj­u­m,“ segir hann í sam­tali við Kjarn­ann. Hann telur að þau séu ekki beinir sam­keppn­is­að­ilar rafretta og segir að ekk­ert sanni að rafrettur hjálpi fólki að reykja. Rann­sóknir hafi sýnt að átta af tíu sem nota rafrettur reyki einnig.

Hann segir að þau hafi ótt­ast að fólk myndi leita í rafrettur til að reyna að hætta að reykja en salan segi aðra sögu. Hann telur því rafrett­urnar vera í óbeinni sam­keppni við nikótín­lyf­in. Enn fremur telur hann að stjórn­sýslan sé van­hæf því engar reglur séu til um notkun rafretta og nikótín­vökva. 

Brynj­úlfur segir jafn­framt að ekki sé vitað hvaðan stór hluti nikótín­vökvans komi og að erfitt sé að vita styrk hans. Þess vegna sé nauð­syn­legt að koma á ein­hvers konar reglu­verki í kringum þetta. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent