Veip dregur ekki úr sölu nikótínlyfja

Miklar rökræður hafa sprottið upp um gagnsemi rafretta þegar kemur að því að hætta að reykja og meintri skaðsemi þeirra. Samkvæmt söluaðilum nikótínlyfja hefur aukin notkun rafretta ekki haft áhrif á sölu þeirra.

Noktun rafretta hefur aukist til muna á síðastliðnum árum.
Noktun rafretta hefur aukist til muna á síðastliðnum árum.
Auglýsing

Aukin notkun hefur ekki áhrif á sölu nikótín­lyfja á Íslandi að sögn tals­manna lyfja­fyr­ir­tækja sem selja slík lyf. Meðal ástæðna sem þeir gefa upp er að mark­hóp­ur­inn sé ekki sá sami og að fólk sem veipi noti síður nikótín­lyf. 

Aukin rafrettu­væð­ing á Íslandi hefur margar hlið­ar. Sumir hafa litið á hana sem jákvæðan þátt í því að hjálpa fólki að hætta að reykja en aðrir hafa haft áhyggjur af því að neysla á nikó­tíni auk­ist hjá ungu fólki í stað­inn. 

Málið hefur verið umdeilt eins og sýndi sig þegar Ótt­arr Próppe, þáver­andi heil­brigð­is­ráð­herra, lagði fram frum­varp sitt um rafrettur síð­ast­liðið vor. 

Auglýsing

Mis­mun­andi reglur milli Norð­ur­land­anna

Viðar Jens­son, verk­efn­is­stjóri hjá Land­lækni, segir að mik­ill áhugi sé hjá emb­ætt­inu að skoða mál sem tengj­ast rafrettum frek­ar. Hann seg­ist fylgj­andi því að sett verði lög og reglu­gerðir varð­andi rafrett­ur, m.a. til að tryggja neyt­enda­vernd.

Hann bendir á að mis­mun­andi reglur séu á Norð­ur­lönd­unum og sé til að mynda eng­inn grein­ar­munur gerður á rafrettum og sígar­ettum í Finn­landi. Danir hafi verið fyrstir til að lög­leiða rafrettur en þar sé neyslan bönnuð á afmörk­uðum stöð­um.

Sam­dráttur ekki merkj­an­legur

Sam­kvæmt Báru Ein­ars­dótt­ur, mark­aðs­stjóra hjá lyfja­fyr­ir­tæk­inu Vistor, hefur aukin notkun rafretta und­an­farin miss­eri ekki haft áhrif á sölu nikótín­lyfja hjá fyr­ir­tæk­inu. Í byrjun októ­ber greindi hún stöð­una og athug­aði hvort sam­dráttur hefði orðið í sölu á nikótín­lyfj­um. Þau hafi verið hrædd um sam­drátt en að hann hefði ekki verið merkj­an­legur og sé það ekki eins og er. 

Hún segir að fyr­ir­tækið greini ekki sam­drátt nema milli lyfja. Til dæmis sé sam­dráttur í inn­sogslyfjum en skýr­ing­una telur hún vera að fólk hafi fært sig yfir í önnur vin­sælli nikótín­lyf. Einnig sé sam­dráttur í tungu­rót­art­öflum og telur hún að margir átti sig ekki á því að fleiri lyf séu til en nikótín­lyfjatyggjó. 

Ungt fólk notar frekar rafrettur

Hún telur að ekki sé um að ræða sama mark­hóp, þ.e. að unga fólkið sem notar rafrettur í mestu mæli sé ekki að versla nikótín­lyf ann­ars. Hún segir að vara­samt geti verið að nota rafrett­urnar fyrir þær sakir að fólk viti ekki hvað það sé að nota því erfitt sé að áætla nikótín­magn í vökvunum sem not­aðir eru í veipi. 

Þó er ekki hægt að úti­loka áhrif rafretta á sölu seinna meir, að hennar sögn, en eins og staðan er í dag er ekki sjá­an­legur munur á henni. Hún segir nikótín­lyf bráða­birgða­lausn þegar fólk sé að hætta að reykja eða nota nikótín og að ekki eigi að vera mikið lengur á þeim en í eitt ár. 

Nauð­syn­legt að setja reglur

Brynj­úlfur Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Artasan lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins, tekur í sama streng og Bára. „Við höfum ekki séð minnkun í sölu á nikótín­lyfj­u­m,“ segir hann í sam­tali við Kjarn­ann. Hann telur að þau séu ekki beinir sam­keppn­is­að­ilar rafretta og segir að ekk­ert sanni að rafrettur hjálpi fólki að reykja. Rann­sóknir hafi sýnt að átta af tíu sem nota rafrettur reyki einnig.

Hann segir að þau hafi ótt­ast að fólk myndi leita í rafrettur til að reyna að hætta að reykja en salan segi aðra sögu. Hann telur því rafrett­urnar vera í óbeinni sam­keppni við nikótín­lyf­in. Enn fremur telur hann að stjórn­sýslan sé van­hæf því engar reglur séu til um notkun rafretta og nikótín­vökva. 

Brynj­úlfur segir jafn­framt að ekki sé vitað hvaðan stór hluti nikótín­vökvans komi og að erfitt sé að vita styrk hans. Þess vegna sé nauð­syn­legt að koma á ein­hvers konar reglu­verki í kringum þetta. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent