Veip dregur ekki úr sölu nikótínlyfja

Miklar rökræður hafa sprottið upp um gagnsemi rafretta þegar kemur að því að hætta að reykja og meintri skaðsemi þeirra. Samkvæmt söluaðilum nikótínlyfja hefur aukin notkun rafretta ekki haft áhrif á sölu þeirra.

Noktun rafretta hefur aukist til muna á síðastliðnum árum.
Noktun rafretta hefur aukist til muna á síðastliðnum árum.
Auglýsing

Aukin notkun hefur ekki áhrif á sölu nikótín­lyfja á Íslandi að sögn tals­manna lyfja­fyr­ir­tækja sem selja slík lyf. Meðal ástæðna sem þeir gefa upp er að mark­hóp­ur­inn sé ekki sá sami og að fólk sem veipi noti síður nikótín­lyf. 

Aukin rafrettu­væð­ing á Íslandi hefur margar hlið­ar. Sumir hafa litið á hana sem jákvæðan þátt í því að hjálpa fólki að hætta að reykja en aðrir hafa haft áhyggjur af því að neysla á nikó­tíni auk­ist hjá ungu fólki í stað­inn. 

Málið hefur verið umdeilt eins og sýndi sig þegar Ótt­arr Próppe, þáver­andi heil­brigð­is­ráð­herra, lagði fram frum­varp sitt um rafrettur síð­ast­liðið vor. 

Auglýsing

Mis­mun­andi reglur milli Norð­ur­land­anna

Viðar Jens­son, verk­efn­is­stjóri hjá Land­lækni, segir að mik­ill áhugi sé hjá emb­ætt­inu að skoða mál sem tengj­ast rafrettum frek­ar. Hann seg­ist fylgj­andi því að sett verði lög og reglu­gerðir varð­andi rafrett­ur, m.a. til að tryggja neyt­enda­vernd.

Hann bendir á að mis­mun­andi reglur séu á Norð­ur­lönd­unum og sé til að mynda eng­inn grein­ar­munur gerður á rafrettum og sígar­ettum í Finn­landi. Danir hafi verið fyrstir til að lög­leiða rafrettur en þar sé neyslan bönnuð á afmörk­uðum stöð­um.

Sam­dráttur ekki merkj­an­legur

Sam­kvæmt Báru Ein­ars­dótt­ur, mark­aðs­stjóra hjá lyfja­fyr­ir­tæk­inu Vistor, hefur aukin notkun rafretta und­an­farin miss­eri ekki haft áhrif á sölu nikótín­lyfja hjá fyr­ir­tæk­inu. Í byrjun októ­ber greindi hún stöð­una og athug­aði hvort sam­dráttur hefði orðið í sölu á nikótín­lyfj­um. Þau hafi verið hrædd um sam­drátt en að hann hefði ekki verið merkj­an­legur og sé það ekki eins og er. 

Hún segir að fyr­ir­tækið greini ekki sam­drátt nema milli lyfja. Til dæmis sé sam­dráttur í inn­sogslyfjum en skýr­ing­una telur hún vera að fólk hafi fært sig yfir í önnur vin­sælli nikótín­lyf. Einnig sé sam­dráttur í tungu­rót­art­öflum og telur hún að margir átti sig ekki á því að fleiri lyf séu til en nikótín­lyfjatyggjó. 

Ungt fólk notar frekar rafrettur

Hún telur að ekki sé um að ræða sama mark­hóp, þ.e. að unga fólkið sem notar rafrettur í mestu mæli sé ekki að versla nikótín­lyf ann­ars. Hún segir að vara­samt geti verið að nota rafrett­urnar fyrir þær sakir að fólk viti ekki hvað það sé að nota því erfitt sé að áætla nikótín­magn í vökvunum sem not­aðir eru í veipi. 

Þó er ekki hægt að úti­loka áhrif rafretta á sölu seinna meir, að hennar sögn, en eins og staðan er í dag er ekki sjá­an­legur munur á henni. Hún segir nikótín­lyf bráða­birgða­lausn þegar fólk sé að hætta að reykja eða nota nikótín og að ekki eigi að vera mikið lengur á þeim en í eitt ár. 

Nauð­syn­legt að setja reglur

Brynj­úlfur Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Artasan lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins, tekur í sama streng og Bára. „Við höfum ekki séð minnkun í sölu á nikótín­lyfj­u­m,“ segir hann í sam­tali við Kjarn­ann. Hann telur að þau séu ekki beinir sam­keppn­is­að­ilar rafretta og segir að ekk­ert sanni að rafrettur hjálpi fólki að reykja. Rann­sóknir hafi sýnt að átta af tíu sem nota rafrettur reyki einnig.

Hann segir að þau hafi ótt­ast að fólk myndi leita í rafrettur til að reyna að hætta að reykja en salan segi aðra sögu. Hann telur því rafrett­urnar vera í óbeinni sam­keppni við nikótín­lyf­in. Enn fremur telur hann að stjórn­sýslan sé van­hæf því engar reglur séu til um notkun rafretta og nikótín­vökva. 

Brynj­úlfur segir jafn­framt að ekki sé vitað hvaðan stór hluti nikótín­vökvans komi og að erfitt sé að vita styrk hans. Þess vegna sé nauð­syn­legt að koma á ein­hvers konar reglu­verki í kringum þetta. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent