Veip dregur ekki úr sölu nikótínlyfja

Miklar rökræður hafa sprottið upp um gagnsemi rafretta þegar kemur að því að hætta að reykja og meintri skaðsemi þeirra. Samkvæmt söluaðilum nikótínlyfja hefur aukin notkun rafretta ekki haft áhrif á sölu þeirra.

Noktun rafretta hefur aukist til muna á síðastliðnum árum.
Noktun rafretta hefur aukist til muna á síðastliðnum árum.
Auglýsing

Aukin notkun hefur ekki áhrif á sölu nikótín­lyfja á Íslandi að sögn tals­manna lyfja­fyr­ir­tækja sem selja slík lyf. Meðal ástæðna sem þeir gefa upp er að mark­hóp­ur­inn sé ekki sá sami og að fólk sem veipi noti síður nikótín­lyf. 

Aukin rafrettu­væð­ing á Íslandi hefur margar hlið­ar. Sumir hafa litið á hana sem jákvæðan þátt í því að hjálpa fólki að hætta að reykja en aðrir hafa haft áhyggjur af því að neysla á nikó­tíni auk­ist hjá ungu fólki í stað­inn. 

Málið hefur verið umdeilt eins og sýndi sig þegar Ótt­arr Próppe, þáver­andi heil­brigð­is­ráð­herra, lagði fram frum­varp sitt um rafrettur síð­ast­liðið vor. 

Auglýsing

Mis­mun­andi reglur milli Norð­ur­land­anna

Viðar Jens­son, verk­efn­is­stjóri hjá Land­lækni, segir að mik­ill áhugi sé hjá emb­ætt­inu að skoða mál sem tengj­ast rafrettum frek­ar. Hann seg­ist fylgj­andi því að sett verði lög og reglu­gerðir varð­andi rafrett­ur, m.a. til að tryggja neyt­enda­vernd.

Hann bendir á að mis­mun­andi reglur séu á Norð­ur­lönd­unum og sé til að mynda eng­inn grein­ar­munur gerður á rafrettum og sígar­ettum í Finn­landi. Danir hafi verið fyrstir til að lög­leiða rafrettur en þar sé neyslan bönnuð á afmörk­uðum stöð­um.

Sam­dráttur ekki merkj­an­legur

Sam­kvæmt Báru Ein­ars­dótt­ur, mark­aðs­stjóra hjá lyfja­fyr­ir­tæk­inu Vistor, hefur aukin notkun rafretta und­an­farin miss­eri ekki haft áhrif á sölu nikótín­lyfja hjá fyr­ir­tæk­inu. Í byrjun októ­ber greindi hún stöð­una og athug­aði hvort sam­dráttur hefði orðið í sölu á nikótín­lyfj­um. Þau hafi verið hrædd um sam­drátt en að hann hefði ekki verið merkj­an­legur og sé það ekki eins og er. 

Hún segir að fyr­ir­tækið greini ekki sam­drátt nema milli lyfja. Til dæmis sé sam­dráttur í inn­sogslyfjum en skýr­ing­una telur hún vera að fólk hafi fært sig yfir í önnur vin­sælli nikótín­lyf. Einnig sé sam­dráttur í tungu­rót­art­öflum og telur hún að margir átti sig ekki á því að fleiri lyf séu til en nikótín­lyfjatyggjó. 

Ungt fólk notar frekar rafrettur

Hún telur að ekki sé um að ræða sama mark­hóp, þ.e. að unga fólkið sem notar rafrettur í mestu mæli sé ekki að versla nikótín­lyf ann­ars. Hún segir að vara­samt geti verið að nota rafrett­urnar fyrir þær sakir að fólk viti ekki hvað það sé að nota því erfitt sé að áætla nikótín­magn í vökvunum sem not­aðir eru í veipi. 

Þó er ekki hægt að úti­loka áhrif rafretta á sölu seinna meir, að hennar sögn, en eins og staðan er í dag er ekki sjá­an­legur munur á henni. Hún segir nikótín­lyf bráða­birgða­lausn þegar fólk sé að hætta að reykja eða nota nikótín og að ekki eigi að vera mikið lengur á þeim en í eitt ár. 

Nauð­syn­legt að setja reglur

Brynj­úlfur Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Artasan lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins, tekur í sama streng og Bára. „Við höfum ekki séð minnkun í sölu á nikótín­lyfj­u­m,“ segir hann í sam­tali við Kjarn­ann. Hann telur að þau séu ekki beinir sam­keppn­is­að­ilar rafretta og segir að ekk­ert sanni að rafrettur hjálpi fólki að reykja. Rann­sóknir hafi sýnt að átta af tíu sem nota rafrettur reyki einnig.

Hann segir að þau hafi ótt­ast að fólk myndi leita í rafrettur til að reyna að hætta að reykja en salan segi aðra sögu. Hann telur því rafrett­urnar vera í óbeinni sam­keppni við nikótín­lyf­in. Enn fremur telur hann að stjórn­sýslan sé van­hæf því engar reglur séu til um notkun rafretta og nikótín­vökva. 

Brynj­úlfur segir jafn­framt að ekki sé vitað hvaðan stór hluti nikótín­vökvans komi og að erfitt sé að vita styrk hans. Þess vegna sé nauð­syn­legt að koma á ein­hvers konar reglu­verki í kringum þetta. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent