Hæstiréttur Indlands úrskurðar kynlíf með eiginkonum undir lögaldri nauðgun

Hæstiréttur á Indlandi fellir niður lagaákvæði sem leyfir mönnum að stunda kynlíf með eiginkonum sínum undir lögaldri. Úrskurðinum hefur verið fagnað víðsvegar um heiminn af kvenréttindasamtökum.

Barnabrúðkaupum mótmælt á Indlandi.
Barnabrúðkaupum mótmælt á Indlandi.
Auglýsing

Hæsti­réttur á Ind­landi hefur fellt niður laga­á­kvæði sem leyfir mönnum að stunda kyn­líf með eig­in­konum sínum undir lög­aldri. Þetta kemur fram í frétt BBC

Laga­á­kvæðið sem um ræðir var hluti af lögum um nauðgun og kom fram í því að kyn­líf milli manns og konu væri leyfi­legt svo fram­ar­lega sem hún væri yfir 15 ára. Lög­ræð­is­aldur á Ind­landi er 18 ár, þannig að drengir og stúlkur þurfa að vera yfir 18 ára til að sam­þykkja kyn­líf. 

Úrskurð­inum hefur verið fagnað víðs­vegar um heim­inn af kven­rétt­inda­sam­tök­um. Þrátt fyrir jákvætt skref í átt að jafn­rétti á Ind­landi og mann­rétt­indum þá telja sumir sem þekkja til að erfitt verði að fram­fylgja þessum lög­um. 

Auglýsing

Í dómnum kemur fram að stúlkur undir 18 ára aldri geti kært eig­in­mann sinn fyrir nauðgun svo fram­ar­lega sem þær greini frá ofbeld­inu innan árs. 

Tals­maður hóps sem beitti sér fyrir breyt­ing­unni, Vikram Sri­vasta­va, segir að þetta sé tíma­móta­úr­skurður sem leið­rétti sögu­legt órétt­læti gegn stúlk­um. Ekki væri hægt að nota hjóna­band til að mis­muna stúlk­um. 

Í frétt­inni kemur fram að erfitt gæti reynst að fylgja lög­unum eft­ir. „Dóm­stólar og lög­regla getur ekki fylgst með hvað ger­ist í svefn­her­bergi fólks. Stúlka undir lög­aldri sem nú þegar er gift, nær alltaf með sam­þykki for­eldra, hefur venju­lega ekki hug­rekkið til að fara til lög­regl­unnar eða dóm­stóla og kæra eig­in­mann sinn,“ segir frétta­rit­ari BBC, Geeta Pand­ey, í Del­hi. 

Ind­versk stjórn­völd hafa sagt að barna­hjóna­bönd séu tíma­skekkja og að þau séu hindrun þess að ná þró­un­ar­mark­miðum lands­ins:  að útrými fátækt og hungri, að koma á almennri grunn­mennt­un, jafn­rétti, verndun barna og að bæta heilsu kvenna. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent