Aðeins mun hægja á hjólum efnahagslífsins á næsta ári

Hagvaxtarskeiðið mun halda áfram á næsta ári en aðeins mun hægja á því, sé miðað við nýjustu hagvaxtarspá Hagstofu Íslands.

verkamenn.jpg
Auglýsing

Útlit er fyrir kröftugan hagvöxt á þessu ári, eins og því síðasta, en að það hægi á gangi hagkerfisins á næstu árum. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands fyrir árin 2017 til 2023.

Gert er ráð fyrir að á þessu ári aukist landsframleiðslan um 4,9 prósent, einkaneysla um 7,8 prósent og fjárfesting um 8,8 prósent, sem telst mikið í sögulegum samanburði. 

Á næsta ári er hins vegar reiknað með því að það hægi á hjólum efnahagslífsins. Er reiknað með því að hagvöxtur verði 3,1 prósent, einkaneysla aukist um 5,3 prósent og fjárfesting um 3,1 prósent. 

Auglýsing

Talið er að samneysla aukist um 2,2 prósent á þessu ári og 1,3 prósent á næsta ári. Árin 2019–2023 er gert ráð fyrir að vöxtur landsframleiðslu verði í kringum 2,6 prósent, einkaneysluvöxtur minnki úr 3,6 prósent árið 2019 í 2,5 prósent árið 2023, fjárfesting aukist um 2,1–3,9 prósent og samneysla nálægt 1,8 prósent á ári.

Framlag til hagvaxtar, eins og það birtist í þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.Spáin gerir ráð fyrir miklum vexti í opinberri fjárfestingu og íbúðafjárfestingu, enda mikil þörf á því að auka framboð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu þar sem vöxturinn er mestur og eftirspurnin sömuleiðis. „Spáð er miklum vexti íbúða­fjárfestingar og opinberrar fjárfestingar en samdráttur verður meðal annars í stóriðjutengdri fjárfestingu árið 2018 og síðar. Viðskiptajöfnuður verður áfram jákvæður en versnar heldur þegar líður á spátímann. Gengi krónunnar styrktist framan af ári en gaf eftir þegar á leið. Tólf mánaða verðbólga er enn lág en búist er við að hún aukist nokkuð þegar áhrifa gengisstyrkingar hættir að gæta. Íbúðaverð hefur hækkað skarpt frá miðju ári 2016 en búist er við að aukið framboð fasteigna á næstu árum dragi úr spennu á íbúðamarkaði,“ segir í þjóðhagsspánni. 

Verðbólga mælist nú 1,9 prósent, en hún hefur verið undir 2,5 prósent verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands í á fjórða ár. Þá er atvinnuleysi með lægsta móti eða í kringum 3 til 4 prósent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent