Rannsóknarskýrsla um plastbarkamálið birt á mánudag

Landspítalinn og Háskóli Íslands skipuðu nefndina, sem dr. Páll Hreinsson fer fyrir sem formaður.

Paolo Maccharini, prófessor við Karolinska-stofnunina.
Auglýsing

Rann­sókn­ar­nefnd sem for­seti Land­spít­ala og rektor Háskóla Íslands skip­uðu í fyrra til að rann­saka plast­barka­málið birtir skýrslu sína á mánu­dag á fundi í Nor­ræna hús­inu. Þetta kemur fram í pistli Páls Matth­í­as­son­ar, for­stjóra Land­spít­al­ans.

For­maður nefnd­ar­innar er dr. Páll Hreins­son ­dóm­ari við EFTA-­dóm­stól­inn. Páll var áður dóm­ari við Hæsta­rétt Íslands, for­maður stjórnar Per­sónu­verndar og pró­fessor við HÍ. Hann hefur gegnt marg­vís­legum trún­að­ar­störfum á vett­vangi hins opin­bera, og var meðal ann­ars for­maður rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um aðdrag­anda og orsakir falls íslensku bank­anna árið 2008.

Í nefnd­inni eiga einnig sæti María Sig­ur­jóns­dótt­ir, sér­fræð­ingur í geð­lækn­ingum við rétt­ar­geð­deild­ina í Dike­mark í Nor­egi. Auk geð­lækn­is­starfa er María með BA-gráðu í heim­speki. Þá á Georg Bjarna­son, krabba­meins­læknir og vís­inda­maður við Sunn­y­brook-­stofn­un­ina í Toronto í Kana­da, einnig sæti í nefnd­inni. Georg er virtur vís­inda­maður á sínu sviði á alþjóða­vett­vangi og hefur mikla reynslu af krabba­meins­lækn­ingum og vís­inda­rann­sóknum þeim tengd­um.

Auglýsing

Niðurstöður rannsóknarnefndar verða kynntar í Norræna húsinu á mánudaginn.

Siða­nefnd í Sví­þjóð komst að þeirri nið­ur­stöðu og birti fyrir síð­ustu helgi að ítalski skurð­lækn­ir­inn Paolo Macchi­ar­ini hefði gerst sekur um vís­inda­legt mis­ferli við rann­sóknir sínar á plast­barka­ígræðslum á mönn­um. 

Nefndin komst meðal ann­ars að því að lækn­arnir Tómas Guð­bjarts­son og Óskar Ein­ars­son, sem skráðir voru með­höf­undar að grein Macchi­ar­inis um fyrstu plast­barka­að­gerð­ina, væru sekir um vís­inda­legt mis­ferli eins og raunar allir með­höf­undar Macchi­ar­in­is.

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow”
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent