Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins, segir að til þess að mynda ríkisstjórn sem hafi breiða skírskotun frá hægri til vinstri yfir miðju sé einfaldast að mynda slíka stjórn með Vinstri grænum, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. „Þetta eru þrír flokkar og stærstu flokkarnir á þingi í dag. Ég held að þessum flokkum myndi una að búa til þessa sátt, það er að segja alveg frá hægri til vinstri.“ Þetta kom fram í viðtali við Sigurð Inga í útvarpsþættinum í Harmageddon í morgun.
Þar sagðist hann hafa hvatt Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, til að halda stjórnarmyndunarumboðinu sem hún var með eftir að það slitnaði upp úr viðræðum núverandi stjórnarandstöðuflokka á mánudag og bað hana um að „taka Sjálfstæðisflokkinn með í viðræðurnar.“
Sigurði Inga virðist ekki lítast vel á hugmyndina um að mynda ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks Fólksins. Hann segir slíka ríkisstjórn ekki hafa nægilega breiðu skírskotun og að hann sé ekki viss um að hún myndi skapa mikinn frið eða sátt í samfélaginu.