Er ástæða til að opna karlamóttöku?

Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði og lektor í samfélagslækningum við Karólinsku stofnunina í Svíþjóð og HR veltir því fyrir sér hvort ef til vill sé tími til kominn að huga að því hvort opna eigi móttöku fyrir karlmenn við stærri sjúkrahús.

landspitalinn_16034618821_o.jpg
Auglýsing

Lík­am­leg og sál­fé­lags­leg heilsa karl­manna, kyn­lífs­hegð­un, frjó­semi og til­finn­ingar eru sam­an­flétt­uð. Hegðun og til­finn­ingatján­ing karla er um margt ólík hegðun kvenna. Þó fjöldi rann­sókna hafi verið birtur á und­an­förnum ára­tugum á þessu sviði vantar enn vett­vang í heil­brigð­is­kerf­inu þar sem tekið er á þessum málum á heild­rænan hátt.

Þetta segir Ásgeir R. Helga­son, dós­ent í sál­fræði og lektor í sam­fé­lags­lækn­ingum við Kar­ól­insku stofn­un­ina í Sví­þjóð og Háskól­ann í Reykja­vík, í pistli í Lækna­blað­inu sem ber nafnið Karl­sjúk­dóma­lækn­ingar.

Hann bendir á að víða hafi vaxið fram sér­stakar mót­tökur fyrir karl­menn en þar snú­ist starf­semin oftar en ekki um afbrigði­lega hegðun tak­mark­aðs hóps karl­manna. Karl­mað­ur­inn sé þar skil­greindur sem vanda­mál, einkum fyrir konur og börn.

Auglýsing

Ásgeir R. Helgason Mynd: Vefsíða ÁsgeirsAð hans mat­i vantar mót­tökur þar sem vanda­mál karl­mann­anna sjálfra eru í brennid­epli. „Sér­tæk vanda­mál karla eru af mörgum toga. Karl­menn lifa skemur en kon­ur, eru áhættu­sækn­ari og marg­vís­legir sjúk­dómar leggj­ast frekar á karl­menn. Karl­menn taka oftar eigið líf og eykst tíðni sjálfs­víga með hækk­andi aldri. Karl­menn glíma oft við ófrjó­semi og horm­óna­tengd vanda­mál. Margir karl­menn líða vegna ris­vanda­mála sem geta átt sér sál­ræn­ar, félags­legar og lík­am­legar skýr­ing­ar. Ris­vanda­mál eru algeng­asta auka­verkun með­ferðar við krabba­meini í blöðru­háls­kirt­li, sem er algeng­asta krabba­mein karla. Lífs­gæði karla með ris­vanda­mál eru veru­lega skert og skiptir þá litlu hver orsökin er,“ segir hann og bætir við að einnig sé til­finn­inga­leg ein­angrun mun algeng­ari meðal karla en kvenna.

Til­finn­inga­leg ein­angrun

Ásgeir segir jafn­framt að sum vanda­mál karla eigi sér lík­lega frekar rætur í karl­mennsku­hlut­verk­inu en karl­kyn­inu. Þó til­finn­inga­leg ein­angrun sé mun algeng­ari hjá körlum sé hún líka þekkt hjá kon­um. Það bendi til þess að tak­mörkuð djúp til­finn­inga­tengsl geti verið afsprengi mis­mun­andi kynja­hlut­verka frekan en gena. Heilt fræða­svið „kynja­fræð­i“, hafi verið að ryðja sér til rúms á und­an­förnum ára­tug­um. Þar sé þó höf­uð­á­herslan lögð á rann­sóknir á konum og kven­hlut­verk­inu. Kynja­fræðin eigi því mikið óunnið á sviði karla­rann­sókna.

„Einn af hverjum 5 karl­mönnum sem eru 50 ára og eldri eru til­finn­inga­lega ein­angr­aðir og þeir sem hafa ein­hvern að deila erf­iðum til­finn­ingum með, deila þeim aðeins með maka sín­um. Séu karl­menn ekki í föstu sam­bandi eru 7 af hverjum 10 alger­lega til­finn­inga­lega ein­angr­að­ir. Þessar tölur gilda líka fyrir karl­menn sem eru að glíma við lífs­hættu­lega sjúk­dóma,“ segir hann. Þannig væri engin munur á svörum heil­brigðra karla og þeirra sem greinst höfðu með krabba­mein. Rann­sóknir hafi leitt í ljós að til­finn­inga­leg ein­angrun dregur úr lífs­gæð­um. Eins sé lík­legt að til­finn­inga­leg ein­angrun geti ýtt undir óheil­brigð­ari lífs­stíl, jafn­vel sjálfs­víg, og að ofsa­fengin til­finn­inga­við­brögð í aðdrag­anda og kjöl­far skiln­aðar megi að hluta rekja til ótta við til­finn­inga­lega ein­angr­un.

Hann segir í pistl­inum að honum vit­an­lega sé ekk­ert íslenskt orð til fyrir enska orðið andrology. „Í ensku WikiPedia er það skil­greint sem það svið innan lækn­is­fræð­innar sem fæst við heilsu karl­manna, einkum vanda­mál tengd æxl­un­ar, kyn- og þvag­fær­um. Í nýrri sænskri kennslu­bók um karl­sjúk­dóma­fræði fyrir lækna­nema er sál­fé­lags­legum og til­finn­inga­legum vanda­málum sem eru algeng­ari hjá karl­mönn­um, bætt við sem mik­il­vægum þætti í karl­sjúk­dóma­lækn­ing­um. Ólíkt kven­sjúk­dóma­lækn­ing­um, sem eru sér­grein innan lækn­is­fræð­inn­ar, hafa karl­sjúk­dóma­lækn­ingar ekki enn skapað sér sess sem sér­fræði­grein,“ segir hann og bætir við að þær séu ýmist skil­greindar sem und­ir­grein þvag­færa­lækn­inga eða inn­kirtla­fræði. Hvor­ugt þess­ara sviða rúmi þó öll þau fjöl­þættu verk­efni sem falla undir hug­tak­ið. Í dag starfi nokkrir læknar á Norð­ur­löndum á sviði karl­sjúk­dóma­lækn­inga, en enn sé engin form­leg skil­grein­ing til sem lýsir verk­svið­inu.

Sál­fé­lags­legur stuðn­ingur

Ásgeir bendir á að karlar nýti illa þann sál­fé­lags­lega stuðn­ing sem boðið er uppá á stærri sjúkra­húsum þegar glímt er við erf­iða sjúk­dóma. Þeir treysti áfram aðal­lega á þann stuðn­ing sem þeir fá frá sam­býl­is­konum sín­um. Þetta skapi mikið álag fyrir kon­una sem þarf bæði að styðja maka sinn og glíma við eigin áhyggj­ur. Á síð­ari árum hafi ítrekað verið reynt að fá fleiri karl­menn til að nýta betur sál­fé­lags­legan stuðn­ing, meðal ann­ars með því að kalla starf­sem­ina eitt­hvað annað en stuðn­ing t.d. „hag­nýta ráð­gjöf“ eða „nám­skeið“.

„Jafn­vel þó nám­skeiðin inni­haldi að stórum hluta það sama og sál­fé­lags­legi stuðn­ing­ur­inn virð­ast karlar frekar mæta sé stuðn­ing­ur­inn kall­aður hag­nýt ráð. Það skiptir sem sagt máli hvað við köllum hlut­ina. Karl­menn vilja frekar lausn­a­mið­aðan stuðn­ing þar sem þeir leita svara við ein­hverju til­teknu vanda­máli. Klínísk reynsla sýnir einnig að karl­menn sem taka þátt í slíkum nám­skeiðum taka því yfir­leitt mjög vel þegar sam­talið berst að sál­fé­lags­legum stuðn­ingi og kunna þrátt fyrir allt vel að meta þann þátt nám­skeiðs­ins,“ segir hann í pistl­in­um. 

Hann telur enn fremur að karl­menn nálgist vanda­mál á lausn­a­mið­aðan hátt og það eigi jafn­vel við um dauð­ann. Þeir hefji sjaldan sjálfir umræður við fag­fólk á sjúkra­stofn­unum varð­andi áhyggjur tengdar eigin yfir­vof­andi dauða. Hins vegar taki þeir því oft­ast vel ef þeir fá tæki­færi til að ræða mál­ið. Þá skipti meg­in­máli að sá sem þeir tala við hafi lag á því að bjóða uppá slíkt sam­tal, án þess að þröngva því uppá við­kom­andi og ganga yfir per­són­u­mörk hans. Karl­menn syrgi líka oft á annan hátt en kon­ur. Þeir loki sig af og reyni að leita lausna til að halda áfram að lifa þrátt fyrir sorg­ina. Í stuttu máli eigi karl­menn oft erfitt með að tjá til­finn­ingar sín­ar, en rann­sóknir hafi þó sýnt að það er hægt að kom­ast inn fyrir skel­ina með réttu við­móti.

Karla­mót­taka

Að end­ingu veltir Ásgeir því fyrir sér hvort ef til vill sé tími til kom­inn að huga að því að hvort opna eigi mót­töku fyrir karl­menn við stærri sjúkra­hús. „Mót­töku þar sem karl­menn fengju eðli­legan vett­vang innan heil­brigð­is­kerf­is­ins sem væri eðli­legur inn­gangur fyrir karl­mann­inn inn í heil­brigð­is­kerf­ið. Þar sem stundað væri for­varna­starf sem tekur mið af sér­þörfum karla og körlum mætt á þann hátt sem tekur mið af karllægri hegðun og tján­ing­ar­máta karla,“ segir hann. 

Hann telur að oft þurfi ekki að gera flóknar og viða­miklar breyt­ingar til að aðlaga stuðn­ing að karllægri hegðun og gild­um. En að því sögðu krefj­ist það bæði þekk­ingar og reynslu að veita stuðn­ing og ráð­gjöf. Það sé alls ekki á allra færi að hefja sam­tal um dauð­ann, kyn­líf, kyn­hegðun og erf­iðar til­finn­ing­ar. Til þess þurfi bæði þekk­ingu, þjálfun, klíníska reynslu og ekki síst lífs­reynslu. Þjálfun í sam­tals­færni taki tíma og krefst virkrar hand­leiðslu. Til að tryggja það að slík þekk­ing og reynsla þró­ist og flytj­ist milli kyn­slóða, þurfi að skapa vett­vang innan heil­brigð­is­kerf­is­ins sem sinnir körlum á for­sendum karla.   

Hægt er að lesa pistil Ásgeirs á vef­síðu Lækna­blaðs­ins en þar er einnig að finna þær heim­ildir sem hann notar við skrif­in. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kveikur
Kveikur sendir frá sér yfirlýsingu
Ritstjóri Kveiks segir að vinnubrögð RÚV og sá tími sem Samherja gafst til andsvara sé fyllilega í samræmi við lögbundar skyldur samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið og reglum sem hvíla á blaða- og fréttamönnum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Verkalýðsforystunni ekki skemmt
Ekki stendur á viðbrögðum í samfélaginu eftir afhjúpanir fréttaskýringaþáttarins Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi. Forysta stærstu verkalýðsfélaganna lætur ekki sitt eftir liggja í umræðunni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís: Mynd af græðgi sem fór úr böndunum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að þær ávirðingar sem fram komu í umfjöllun Kveiks um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu séu stórmál. Hún segir að sú mynd sem dregin var upp í þættinum sé mynd af græðgi sem fór úr böndunum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri fékk nýlega gögn frá namibískum yfirvöldum
Embætti skattrannsóknarstjóra hefur bæst í hóp fjölmargra annarra rannsóknaraðila, hérlendis og erlendis, sem eru að skoða gögn um möguleg íslensk lögbrot í Namibíu. Opinberað var í gær að Samherji liggi undir grun um að hafa framið lögbrot.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Nýi Seðlabankastormurinn hófst eftir að Kveikur nálgaðist Þorstein Má
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur frá því í lok síðasta mánaðar ítrekað ásakað RÚV og Helga Seljan um hafa verið gerendur í rannsókn á Samherja sem hófst 2012. Þegar ásakanirnar hófust hafði Þorsteini þegar verið greint frá umfjöllunarefni Kveiks.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Segir Kristján Þór Júlíusson hafa hitt „hákarlana“ frá Namibíu
Í Stundinni segir að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafi kynnt Kristján Þór Júlíusson sem „sinn mann“ í ríkisstjórninni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent