Er ástæða til að opna karlamóttöku?

Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði og lektor í samfélagslækningum við Karólinsku stofnunina í Svíþjóð og HR veltir því fyrir sér hvort ef til vill sé tími til kominn að huga að því hvort opna eigi móttöku fyrir karlmenn við stærri sjúkrahús.

landspitalinn_16034618821_o.jpg
Auglýsing

Lík­am­leg og sál­fé­lags­leg heilsa karl­manna, kyn­lífs­hegð­un, frjó­semi og til­finn­ingar eru sam­an­flétt­uð. Hegðun og til­finn­ingatján­ing karla er um margt ólík hegðun kvenna. Þó fjöldi rann­sókna hafi verið birtur á und­an­förnum ára­tugum á þessu sviði vantar enn vett­vang í heil­brigð­is­kerf­inu þar sem tekið er á þessum málum á heild­rænan hátt.

Þetta segir Ásgeir R. Helga­son, dós­ent í sál­fræði og lektor í sam­fé­lags­lækn­ingum við Kar­ól­insku stofn­un­ina í Sví­þjóð og Háskól­ann í Reykja­vík, í pistli í Lækna­blað­inu sem ber nafnið Karl­sjúk­dóma­lækn­ingar.

Hann bendir á að víða hafi vaxið fram sér­stakar mót­tökur fyrir karl­menn en þar snú­ist starf­semin oftar en ekki um afbrigði­lega hegðun tak­mark­aðs hóps karl­manna. Karl­mað­ur­inn sé þar skil­greindur sem vanda­mál, einkum fyrir konur og börn.

Auglýsing

Ásgeir R. Helgason Mynd: Vefsíða ÁsgeirsAð hans mat­i vantar mót­tökur þar sem vanda­mál karl­mann­anna sjálfra eru í brennid­epli. „Sér­tæk vanda­mál karla eru af mörgum toga. Karl­menn lifa skemur en kon­ur, eru áhættu­sækn­ari og marg­vís­legir sjúk­dómar leggj­ast frekar á karl­menn. Karl­menn taka oftar eigið líf og eykst tíðni sjálfs­víga með hækk­andi aldri. Karl­menn glíma oft við ófrjó­semi og horm­óna­tengd vanda­mál. Margir karl­menn líða vegna ris­vanda­mála sem geta átt sér sál­ræn­ar, félags­legar og lík­am­legar skýr­ing­ar. Ris­vanda­mál eru algeng­asta auka­verkun með­ferðar við krabba­meini í blöðru­háls­kirt­li, sem er algeng­asta krabba­mein karla. Lífs­gæði karla með ris­vanda­mál eru veru­lega skert og skiptir þá litlu hver orsökin er,“ segir hann og bætir við að einnig sé til­finn­inga­leg ein­angrun mun algeng­ari meðal karla en kvenna.

Til­finn­inga­leg ein­angrun

Ásgeir segir jafn­framt að sum vanda­mál karla eigi sér lík­lega frekar rætur í karl­mennsku­hlut­verk­inu en karl­kyn­inu. Þó til­finn­inga­leg ein­angrun sé mun algeng­ari hjá körlum sé hún líka þekkt hjá kon­um. Það bendi til þess að tak­mörkuð djúp til­finn­inga­tengsl geti verið afsprengi mis­mun­andi kynja­hlut­verka frekan en gena. Heilt fræða­svið „kynja­fræð­i“, hafi verið að ryðja sér til rúms á und­an­förnum ára­tug­um. Þar sé þó höf­uð­á­herslan lögð á rann­sóknir á konum og kven­hlut­verk­inu. Kynja­fræðin eigi því mikið óunnið á sviði karla­rann­sókna.

„Einn af hverjum 5 karl­mönnum sem eru 50 ára og eldri eru til­finn­inga­lega ein­angr­aðir og þeir sem hafa ein­hvern að deila erf­iðum til­finn­ingum með, deila þeim aðeins með maka sín­um. Séu karl­menn ekki í föstu sam­bandi eru 7 af hverjum 10 alger­lega til­finn­inga­lega ein­angr­að­ir. Þessar tölur gilda líka fyrir karl­menn sem eru að glíma við lífs­hættu­lega sjúk­dóma,“ segir hann. Þannig væri engin munur á svörum heil­brigðra karla og þeirra sem greinst höfðu með krabba­mein. Rann­sóknir hafi leitt í ljós að til­finn­inga­leg ein­angrun dregur úr lífs­gæð­um. Eins sé lík­legt að til­finn­inga­leg ein­angrun geti ýtt undir óheil­brigð­ari lífs­stíl, jafn­vel sjálfs­víg, og að ofsa­fengin til­finn­inga­við­brögð í aðdrag­anda og kjöl­far skiln­aðar megi að hluta rekja til ótta við til­finn­inga­lega ein­angr­un.

Hann segir í pistl­inum að honum vit­an­lega sé ekk­ert íslenskt orð til fyrir enska orðið andrology. „Í ensku WikiPedia er það skil­greint sem það svið innan lækn­is­fræð­innar sem fæst við heilsu karl­manna, einkum vanda­mál tengd æxl­un­ar, kyn- og þvag­fær­um. Í nýrri sænskri kennslu­bók um karl­sjúk­dóma­fræði fyrir lækna­nema er sál­fé­lags­legum og til­finn­inga­legum vanda­málum sem eru algeng­ari hjá karl­mönn­um, bætt við sem mik­il­vægum þætti í karl­sjúk­dóma­lækn­ing­um. Ólíkt kven­sjúk­dóma­lækn­ing­um, sem eru sér­grein innan lækn­is­fræð­inn­ar, hafa karl­sjúk­dóma­lækn­ingar ekki enn skapað sér sess sem sér­fræði­grein,“ segir hann og bætir við að þær séu ýmist skil­greindar sem und­ir­grein þvag­færa­lækn­inga eða inn­kirtla­fræði. Hvor­ugt þess­ara sviða rúmi þó öll þau fjöl­þættu verk­efni sem falla undir hug­tak­ið. Í dag starfi nokkrir læknar á Norð­ur­löndum á sviði karl­sjúk­dóma­lækn­inga, en enn sé engin form­leg skil­grein­ing til sem lýsir verk­svið­inu.

Sál­fé­lags­legur stuðn­ingur

Ásgeir bendir á að karlar nýti illa þann sál­fé­lags­lega stuðn­ing sem boðið er uppá á stærri sjúkra­húsum þegar glímt er við erf­iða sjúk­dóma. Þeir treysti áfram aðal­lega á þann stuðn­ing sem þeir fá frá sam­býl­is­konum sín­um. Þetta skapi mikið álag fyrir kon­una sem þarf bæði að styðja maka sinn og glíma við eigin áhyggj­ur. Á síð­ari árum hafi ítrekað verið reynt að fá fleiri karl­menn til að nýta betur sál­fé­lags­legan stuðn­ing, meðal ann­ars með því að kalla starf­sem­ina eitt­hvað annað en stuðn­ing t.d. „hag­nýta ráð­gjöf“ eða „nám­skeið“.

„Jafn­vel þó nám­skeiðin inni­haldi að stórum hluta það sama og sál­fé­lags­legi stuðn­ing­ur­inn virð­ast karlar frekar mæta sé stuðn­ing­ur­inn kall­aður hag­nýt ráð. Það skiptir sem sagt máli hvað við köllum hlut­ina. Karl­menn vilja frekar lausn­a­mið­aðan stuðn­ing þar sem þeir leita svara við ein­hverju til­teknu vanda­máli. Klínísk reynsla sýnir einnig að karl­menn sem taka þátt í slíkum nám­skeiðum taka því yfir­leitt mjög vel þegar sam­talið berst að sál­fé­lags­legum stuðn­ingi og kunna þrátt fyrir allt vel að meta þann þátt nám­skeiðs­ins,“ segir hann í pistl­in­um. 

Hann telur enn fremur að karl­menn nálgist vanda­mál á lausn­a­mið­aðan hátt og það eigi jafn­vel við um dauð­ann. Þeir hefji sjaldan sjálfir umræður við fag­fólk á sjúkra­stofn­unum varð­andi áhyggjur tengdar eigin yfir­vof­andi dauða. Hins vegar taki þeir því oft­ast vel ef þeir fá tæki­færi til að ræða mál­ið. Þá skipti meg­in­máli að sá sem þeir tala við hafi lag á því að bjóða uppá slíkt sam­tal, án þess að þröngva því uppá við­kom­andi og ganga yfir per­són­u­mörk hans. Karl­menn syrgi líka oft á annan hátt en kon­ur. Þeir loki sig af og reyni að leita lausna til að halda áfram að lifa þrátt fyrir sorg­ina. Í stuttu máli eigi karl­menn oft erfitt með að tjá til­finn­ingar sín­ar, en rann­sóknir hafi þó sýnt að það er hægt að kom­ast inn fyrir skel­ina með réttu við­móti.

Karla­mót­taka

Að end­ingu veltir Ásgeir því fyrir sér hvort ef til vill sé tími til kom­inn að huga að því að hvort opna eigi mót­töku fyrir karl­menn við stærri sjúkra­hús. „Mót­töku þar sem karl­menn fengju eðli­legan vett­vang innan heil­brigð­is­kerf­is­ins sem væri eðli­legur inn­gangur fyrir karl­mann­inn inn í heil­brigð­is­kerf­ið. Þar sem stundað væri for­varna­starf sem tekur mið af sér­þörfum karla og körlum mætt á þann hátt sem tekur mið af karllægri hegðun og tján­ing­ar­máta karla,“ segir hann. 

Hann telur að oft þurfi ekki að gera flóknar og viða­miklar breyt­ingar til að aðlaga stuðn­ing að karllægri hegðun og gild­um. En að því sögðu krefj­ist það bæði þekk­ingar og reynslu að veita stuðn­ing og ráð­gjöf. Það sé alls ekki á allra færi að hefja sam­tal um dauð­ann, kyn­líf, kyn­hegðun og erf­iðar til­finn­ing­ar. Til þess þurfi bæði þekk­ingu, þjálfun, klíníska reynslu og ekki síst lífs­reynslu. Þjálfun í sam­tals­færni taki tíma og krefst virkrar hand­leiðslu. Til að tryggja það að slík þekk­ing og reynsla þró­ist og flytj­ist milli kyn­slóða, þurfi að skapa vett­vang innan heil­brigð­is­kerf­is­ins sem sinnir körlum á for­sendum karla.   

Hægt er að lesa pistil Ásgeirs á vef­síðu Lækna­blaðs­ins en þar er einnig að finna þær heim­ildir sem hann notar við skrif­in. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent