Trump: Við Pútín áttum gott samtal

Donald J. Trump Bandaríkjaforseti segir að andstæðingar hans þoli ekki að hann vilji eiga góð samskipti við Rússa.

DEI_SQ2XYAAYhto.jpg Donald Trump og Vladimír Pútín
Auglýsing

Don­ald J. Trump, Banda­ríkja­for­seti, segir að hann og Vladímir Pútín, for­seti Rúss­landi, hafi átt gott sam­tal í Asíu­ferð hans, en þeir tóku þátt í Apec-fund­inum í Víetnam. Á honum var meðal ann­ars rætt um efna­hags­legan upp­gang í Asíu og hvernig horf­urnar væru til fram­tíðar lit­ið, meðal ann­ars með til­liti til auk­innar þátt­töku erlendra fjár­festa.

Trump tjáði sig um sam­skipti sín við Pútín á Twitt­er, eins og við var að búast, og lét þar and­stæð­inga sína finna fyrir því með vel völdum orð­um. Sagði hann meðal ann­ars að and­stæð­ingar hans gætu ekki sætt sig við það, að hann vildi halda sam­band­inu við Pútín góðu. Fram kemur í umfjöllun BBC að Trump og Pútín hafi rætt um rann­sókn­ina á afskiptum Rússa af kosn­ing­unum í Banda­ríkj­unum og stöðu mála í Sýr­landi.

„Hann sagð­ist alls ekki hafa skipt sér af kosn­ing­un­um,“ sagði Trump meðal ann­ars um sam­tal sitt við Pútín. Hann ítrek­aði síð­an, engu að síð­ur, að hann hefði fullt traust á leyni­þjón­ustu­stofn­unum Banda­ríkj­anna. 

AuglýsingRobert Muell­er, sér­stakur sak­sókn­ari, stýrir nú rann­sókn á afskiptum Rússa af kosn­ing­unum í Banda­ríkj­unum í fyrra og einnig hvort fram­boð Trumps hafi með ein­hverjum hætti verið í sam­skiptum rúss­nesk yfir­völd. 

Nú þegar hafa fyrstu ákær­urnar birst, sem byggja á rann­sókn­inni, en þær bein­ast að Paul Mana­fort, sem var um tíma kosn­inga­stjóri Trumps, og við­skipta­fé­laga hans. Þeir eru ákærðir fyrir sam­særi og pen­inga­þvætti, með ann­ars með því að nýta aflands­fé­lög í tengslum við sam­starf við yfir­völd í Úkra­ín­u. 

Þá hefur Wall Street Journal greint frá því að teymi Muell­ers hafi nú Mich­ael Flynn, fyrr­ver­andi þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafa Trumps, til rann­sóknar og er talið að nægi­legar sann­anir liggir nú fyr­ir, til að ákæra hann og son hans, Mich­ael Flynn Jr.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent