Trump: Við Pútín áttum gott samtal

Donald J. Trump Bandaríkjaforseti segir að andstæðingar hans þoli ekki að hann vilji eiga góð samskipti við Rússa.

DEI_SQ2XYAAYhto.jpg Donald Trump og Vladimír Pútín
Auglýsing

Don­ald J. Trump, Banda­ríkja­for­seti, segir að hann og Vladímir Pútín, for­seti Rúss­landi, hafi átt gott sam­tal í Asíu­ferð hans, en þeir tóku þátt í Apec-fund­inum í Víetnam. Á honum var meðal ann­ars rætt um efna­hags­legan upp­gang í Asíu og hvernig horf­urnar væru til fram­tíðar lit­ið, meðal ann­ars með til­liti til auk­innar þátt­töku erlendra fjár­festa.

Trump tjáði sig um sam­skipti sín við Pútín á Twitt­er, eins og við var að búast, og lét þar and­stæð­inga sína finna fyrir því með vel völdum orð­um. Sagði hann meðal ann­ars að and­stæð­ingar hans gætu ekki sætt sig við það, að hann vildi halda sam­band­inu við Pútín góðu. Fram kemur í umfjöllun BBC að Trump og Pútín hafi rætt um rann­sókn­ina á afskiptum Rússa af kosn­ing­unum í Banda­ríkj­unum og stöðu mála í Sýr­landi.

„Hann sagð­ist alls ekki hafa skipt sér af kosn­ing­un­um,“ sagði Trump meðal ann­ars um sam­tal sitt við Pútín. Hann ítrek­aði síð­an, engu að síð­ur, að hann hefði fullt traust á leyni­þjón­ustu­stofn­unum Banda­ríkj­anna. 

AuglýsingRobert Muell­er, sér­stakur sak­sókn­ari, stýrir nú rann­sókn á afskiptum Rússa af kosn­ing­unum í Banda­ríkj­unum í fyrra og einnig hvort fram­boð Trumps hafi með ein­hverjum hætti verið í sam­skiptum rúss­nesk yfir­völd. 

Nú þegar hafa fyrstu ákær­urnar birst, sem byggja á rann­sókn­inni, en þær bein­ast að Paul Mana­fort, sem var um tíma kosn­inga­stjóri Trumps, og við­skipta­fé­laga hans. Þeir eru ákærðir fyrir sam­særi og pen­inga­þvætti, með ann­ars með því að nýta aflands­fé­lög í tengslum við sam­starf við yfir­völd í Úkra­ín­u. 

Þá hefur Wall Street Journal greint frá því að teymi Muell­ers hafi nú Mich­ael Flynn, fyrr­ver­andi þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafa Trumps, til rann­sóknar og er talið að nægi­legar sann­anir liggir nú fyr­ir, til að ákæra hann og son hans, Mich­ael Flynn Jr.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent