Trump: Við Pútín áttum gott samtal

Donald J. Trump Bandaríkjaforseti segir að andstæðingar hans þoli ekki að hann vilji eiga góð samskipti við Rússa.

DEI_SQ2XYAAYhto.jpg Donald Trump og Vladimír Pútín
Auglýsing

Don­ald J. Trump, Banda­ríkja­for­seti, segir að hann og Vladímir Pútín, for­seti Rúss­landi, hafi átt gott sam­tal í Asíu­ferð hans, en þeir tóku þátt í Apec-fund­inum í Víetnam. Á honum var meðal ann­ars rætt um efna­hags­legan upp­gang í Asíu og hvernig horf­urnar væru til fram­tíðar lit­ið, meðal ann­ars með til­liti til auk­innar þátt­töku erlendra fjár­festa.

Trump tjáði sig um sam­skipti sín við Pútín á Twitt­er, eins og við var að búast, og lét þar and­stæð­inga sína finna fyrir því með vel völdum orð­um. Sagði hann meðal ann­ars að and­stæð­ingar hans gætu ekki sætt sig við það, að hann vildi halda sam­band­inu við Pútín góðu. Fram kemur í umfjöllun BBC að Trump og Pútín hafi rætt um rann­sókn­ina á afskiptum Rússa af kosn­ing­unum í Banda­ríkj­unum og stöðu mála í Sýr­landi.

„Hann sagð­ist alls ekki hafa skipt sér af kosn­ing­un­um,“ sagði Trump meðal ann­ars um sam­tal sitt við Pútín. Hann ítrek­aði síð­an, engu að síð­ur, að hann hefði fullt traust á leyni­þjón­ustu­stofn­unum Banda­ríkj­anna. 

AuglýsingRobert Muell­er, sér­stakur sak­sókn­ari, stýrir nú rann­sókn á afskiptum Rússa af kosn­ing­unum í Banda­ríkj­unum í fyrra og einnig hvort fram­boð Trumps hafi með ein­hverjum hætti verið í sam­skiptum rúss­nesk yfir­völd. 

Nú þegar hafa fyrstu ákær­urnar birst, sem byggja á rann­sókn­inni, en þær bein­ast að Paul Mana­fort, sem var um tíma kosn­inga­stjóri Trumps, og við­skipta­fé­laga hans. Þeir eru ákærðir fyrir sam­særi og pen­inga­þvætti, með ann­ars með því að nýta aflands­fé­lög í tengslum við sam­starf við yfir­völd í Úkra­ín­u. 

Þá hefur Wall Street Journal greint frá því að teymi Muell­ers hafi nú Mich­ael Flynn, fyrr­ver­andi þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafa Trumps, til rann­sóknar og er talið að nægi­legar sann­anir liggir nú fyr­ir, til að ákæra hann og son hans, Mich­ael Flynn Jr.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent