Samruni Kviku og Virðingar samþykktur af FME

Fjármálaeftirlitið samþykkti fyrir helgi samruna fjármálafyrirtækjanna tveggja. Samrunin tekur gildi 18. nóvember næstkomandi.

Ármann Þorvaldsson er forstjóri Kviku banka.
Ármann Þorvaldsson er forstjóri Kviku banka.
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið sam­þykkt 10. nóv­em­ber 2017 síð­ast­lið­inn sam­runa Kviku banka við Virð­ingu. Fjár­mála­fyr­ir­tækin verða sam­einuð undir nafni Kviku og sam­run­inn tekur gildi frá og með 18. nóv­em­ber 2017. Þetta kemur fram í frétt á vef Fjár­mála­eft­ir­lit­is­ins.

Í lok júní var greint frá því að eig­endur 96,69 pró­sent hluta­fjár í Virð­ingu hefðu sam­­þykkt til­­­boð stjórnar Kviku í hlutafé fyr­ir­tæk­is­ins, en skil­yrði var að til­­­boðið yrði sam­­þykkt af eig­endum meira en 90 pró­sent hluta­fjár. Kaup­verð nam 2.560 millj­­ónum króna og verður greitt með reið­u­­fé. Við­skiptin voru þó bundin fyr­ir­vara um sam­þykkt eft­ir­lits­að­ila.

Höfðu reynt áður

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem reynt er að sam­eina Virð­ingu og Kviku. Stjórnir Virð­ingar og Kviku und­ir­­­­­­rit­uðu í nóv­­­­­em­ber 2016 vilja­yf­­­­­­ir­lýs­ingu um að und­ir­­­­­­búa sam­runa félag­anna tveggja undir nafni Kviku. Í aðdrag­anda sam­ein­ingar átti að lækka eigið fé Kviku um 600 millj­­­­­­ónir króna og greiða lækk­­­­­­un­ina til hlut­hafa bank­ans. Hlut­hafar Kviku áttu eftir sam­runa að eiga 70 pró­­­­­­sent hlut í sam­ein­uðu félagi og hlut­hafar Virð­ingar 30 pró­­­­­­sent hlut. Við­ræð­­­urnar gengu hins vegar erf­ið­­­lega og í lok mars var til­­­kynnt að stjórnir Kviku og Virð­ingar hefðu tekið sam­eig­in­­­­lega ákvörðun um að slíta við­ræðum um sam­ein­ingu félag­anna. 

Auglýsing

Kvika banki hagn­að­ist um tæpa tvo millj­­­­­arða króna í fyrra eftir skatta og arð­­­­­semi eig­in­fjár hjá bank­­­­­anum var 34,7 pró­­­­­sent. Eignir Kviku dróg­ust saman á árinu um þrjú pró­­­­­sent og voru 59,5 millj­­­­­arðar króna um síð­­­­­­­­­ustu ára­­­­­mót. Eigið fé bank­ans var 7,3 millj­­­­­arðar króna og jókst á árinu þrátt fyrir að hlutafé hafi verið lækkað um millj­­­­­arð króna á fyrri hluta síð­­­­­asta árs. Eig­in­fjár­­­­­hlut­­­­­fallið var 20,6 pró­­­­­sent í lok árs 2016. 

Eig­andi Virð­ingar ráð­inn for­­stjóri Kviku

Ármann Þor­­­­valds­­­­son, fyrr­ver­andi fram­­­­kvæmda­­­­stjóri Kaup­­­­þings Sin­­­­ger & Fried­lander í Bret­landi og stjórn­­­­andi hjá Virð­ingu, var ráð­inn for­­­stjóri Kviku banka í byrjun maí. Hann tók við starf­inu af Sig­­­urði Atla Jóns­­­syni sem sagði starfi sínu lausu skömmu áður. Þá var Mar­inó Örn Tryggva­­­son ráð­inn aðstoð­­­ar­­­for­­­stjóri bank­ans.

Ármann hafði starfað hjá Virð­ingu í tvö ár, síð­­­­­­­ast sem fram­­­­kvæmda­­­­stjóri fyr­ir­tækja­ráð­gjaf­­­­ar. Ármann er ásamt með­­­fjár­­­­­festum sínum fimmti stærsti eig­andi Virð­ingar í gegnum félagið MBA Capi­­­tal ehf., en það á 4,66 pró­­­sent hlut í fyr­ir­tæk­in­u. 

Drónaárás skekur markaði um allan heim
Þegar olíuverð hækkar um 10 til 20 prósent yfir nótt þá myndast óhjákvæmilega skjálfti á mörkuðum. Hann náði til Íslands, og stóra spurningin er - hvað gerist næst, og hversu lengi verður framleiðsla Aramco í lamasessi?
Kjarninn 16. september 2019
Landsréttarmálið flutt í yfirdeild MDE 5. febrúar 2020
Ákveðið hefur verið hvaða dómarar muni sitja í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu þegar Landsréttarmálið svokallaða verður tekið þar fyrir snemma á næsta ári. Á meðal þeirra er Róbert Spanó, sem sat einnig í dómnum sem felldi áfellisdóm í mars.
Kjarninn 16. september 2019
Hallgrímur Hróðmarsson
Enn er von – Traust almennings til Alþingis mun aukast
Kjarninn 16. september 2019
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Óásættanlegt að þjóðkirkjuprestur hafi brotið á konum
Biskup Íslands og tveir vígslubiskupar hafa sent frá sé yfirlýsingu þar sem þau harma brot fyrrverandi sóknarprests gagnvart konum. Prestinum var meðal annars gefið að hafa sleikt eyrnasnepla konu sem vann með honum.
Kjarninn 16. september 2019
OECD vill að ríkið selja banka, létti á regluverki og setji á veggjöld
Lífskjör eru mikil á Íslandi og flestar breytur í efnahagslífi okkar eru jákvæðar. Hér ríkir jöfnuður og hagvöxtur sem sýni að það geti haldist í hendur. Ýmsar hættur eru þó til staðar og margt má laga. Þetta er mat OECD á íslensku efnahagslífi.
Kjarninn 16. september 2019
Kemur ekki til greina að gera starfslokasamning við Harald að svo stöddu
Ekki kemur til greina hjá dómsmálaráðherra að gera starfslokasamning við Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, að svo stöddu.
Kjarninn 16. september 2019
Hitler, Hekla og hindúismi: Nýaldarnasistinn Savitri Devi
Tungutak fasista er farið að sjást aftur. Savitri Devi er ein einkennilegasta persónan sem komið hefur fram í uppsprettu öfgahópa. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur, hefur kynnt sér sögu hennar.
Kjarninn 16. september 2019
Níu manns sækja um stöðu í Seðlabanka Íslands
Níu manns hafa sótt um stöðu framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs í Seðlabanka Íslands. Á meðal umsækjenda eru Ásdís Kristjánsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Bryndís Ásbjarnardóttir.
Kjarninn 16. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent