Geir vissi ekki af birtingunni – „Ólíðandi“ að vera tekinn upp óaðvitandi

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segist ekki hafa vitað af því að til stæði að birta samtal hans og Davíðs Oddssonar frá 6. október 2008.

Geir H. Haarde
Auglýsing

Birt­ing á afriti sam­tals Dav­íðs Odds­sonar og Geirs H. Haarde í Morg­un­blað­inu síð­ast­lið­inn laug­ar­dag var ekki borin undir Geir. Seðla­bank­inn hefur það nú til skoð­un­ar, hvort hann ætli sér að bregð­ast við með ein­hverjum hætti, vegna birt­ing­ar­inn­ar.

Í svari við fyr­ir­spurn Frétta­blaðs­ins og Vísis kemur fram, að Geir hafi ekki vitað af því að sam­tal hans og Dav­íðs hefði verið tekið upp, eins og hann hefur tjáð sig um áður. Hann segir það ólíð­andi fyrir for­sæt­is­ráð­herra að vera tek­inn upp án þess að vera upp­lýstur um það, til að nýta til birt­ingar síð­ar. „Inni­hald sam­tals­ins ber það með sér að það er ekki vegna efnis þess sem ég hef verið and­vígur birt­ingu þess heldur vegna þess að það er ólíð­andi fyrir for­sæt­is­ráð­herra, hver sem hann er, að sam­töl hans við emb­ætt­is­menn rík­is­ins séu hljóð­rituð án hans vit­undar til opin­berrar birt­ingar síð­ar. Fróð­legt gæti verið fyrir fjöl­miðla að velta fyrir sér hvernig for­verar mínir í emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra hefðu brugð­ist við slík­u,“ segir Geir í svar­inu.

Í sím­tal­inu ræða þeir neyð­­ar­lána­lán­veit­ingu til Kaup­­þings upp á 500 millj­­ónir evra, sem kost­aði íslenska skatt­greið­endur á end­­anum 35 millj­­arða króna í tap.

Auglýsing

Kjarn­inn mið­l­­­ar, móð­­­ur­­­fé­lag Kjarn­ans, stefndi í síð­­asta mán­uði Seðla­­­banka Íslands og fór fram á að ógilt yrði með dómi sú ákvörðun bank­ans að hafna kröfu Kjarn­ans um aðgang að hljóð­­­ritun og afritun af sím­tal­inu.

Seðla­bank­inn hefur síðan stað­fest að sam­tal­ið, sem birt­ist í Morg­un­blað­inu, væri rétt miðað við hljóð­upp­töku sím­tals­ins.

Sam­talið í heild sinni eins og það er birt í Morg­un­­blað­in­u: 

Davíð Odds­­son seðla­­banka­­stjóri: Halló.

Rit­­ari Geirs H. Haarde for­­sæt­is­ráð­herra: Gjörðu svo vel.

Dav­­íð: Halló.

Geir: Sæll vertu.

Dav­­íð: ­­Sæll það sem ég ætl­­aði að segja þér, sko, sko, við út af fyrir sig getum í dag skrapað saman 500 millj­­ónir evra en nátt­úr­­lega, en erum þá komnir inn að beini og þá gætum við hjálpað Kaup­­þingi í ein­hverja fjóra fimm daga en þá getum við ekki hjálpað Lands­­bank­­anum líka, sko.

Geir: ­­Nei.

Dav­­íð: Þú ert að tala um það að við eigum frekar að reyna að hjálpa Kaup­­þingi.

Geir: Það slær mig þannig sko og mér fannst þeir vera líka á þeirri línu í gær­­kvöldi alla­­vega þessir Morgan menn.

Dav­­íð: Ég býst við því að við fáum ekki þessa pen­inga til baka. Þeir segja að þeir muni borga okkur eftir fjóra fimm daga en ég held að það séu ósann­indi eða við skulum segja ósk­hyggja.

Geir: En eru þeir ekki með ein­hver veð?

Dav­­íð: Við myndum aldrei lána það og við ætlum að bjóða þetta gegn 100% veði í FIH banka.

Geir: Já.

Dav­­íð: Og þá verðum við að vita að sá banki sé veð­­banda­­laus.

Geir: Já.

Dav­­íð: Því þá við megum ekki, sko, við megum ekki setja íslenska ríkið á galeið­una.

Geir: Nei, nei þetta eru 100 millj­­arð­­ar, spít­­al­inn og Sunda­braut­in.

Dav­­íð: Já, já ert þú ekki sam­­mála því að við verðum að gera ýtr­­ustu kröf­­ur?

Geir: Jú, jú.

Dav­­íð: Já.

Geir: Ég held að þeir muni leggja mikið á sig til að reyna samt að að upp­­­fylla þær, sko.

Dav­­íð: Já, já, já, já það er bara eina hættan er sú að þeir séu búnir að veð­­setja bréfin og þá geta þeir ekki gert þetta, sko.

Geir: Já, já og hvað myndum við koma með í stað­inn?

Dav­­íð: Ja, það veit ég ekki, þá verðum við bara að horfa á það en það, við erum bara að tala um ýtr­­ustu veð, erum að fara með okkur inn að beini þannig að við verðum að vera algjör­­lega örugg­­ir.

Geir: En er Lands­­bank­inn ekki með neitt slíkt sem hann geti látið okkur hafa?

Dav­­íð: Já, en þá er að við erum ekki með pen­ing í þetta. Við erum að fara alveg niður að rass­gati og við ætlum meira að segja að draga á Dan­ina sem ég tal­aði við í gær og sagði að við myndum ekki gera.

Geir: Já.

Dav­­íð: En við erum búnir að tala við banka­­stjór­ana þar og þeir eru að íhuga að fara yfir þetta.

Geir: Um.

Dav­­íð: Það tekur tvo til þrjá daga að kom­­ast í gegn.

Geir: Já.

Dav­­íð: En við myndum skrapa, Kaup­­þing þarf þetta í dag til að fara ekki á haus­inn.

Geir: Já, en það er spurn­ing með þá, fer þá Lands­­bank­inn í dag?

Dav­­íð: Já, þá myndi hann fara í dag á haus­inn vænt­an­­lega.

Geir: Og Glitnir á morg­un?

Dav­­íð: Og Glitnir á morg­un.

Geir: Já.

Dav­­íð: Lands­­bank­­anum verður vænt­an­­lega lokað í dag bara.

Geir: Já.

Dav­­íð: Við vitum ekki, reyndar vitum við ekki hvort það er árás á Kaup­­þing Edge. Við gerum ráð fyrir því þeir hafa ekki sagt okkur það enn­þá.

Geir: Er það á Ices­a­ve?

Dav­­íð: Það eru farnar 380 millj­­ónir út af Ices­ave punda og það eru bara 80 millj­­arð­­ar.

Geir: Þeir ráða aldrei við það, sko.

Dav­­íð: Nei, þeir ráða aldrei við neitt af því, sko, en þetta er það besta leiðin ef við getum afskrifað allar skuldir þjóð­­ar­innar þó að það muni valda vand­ræðum í Evr­­ópu þá en þeir bara hjálp­­uðu okkur ekki neitt þannig að það er ha...

Geir: Já, já.

Dav­­íð: Þannig að þetta er nú...

Geir: Heyrðu, ég var að spá í að halda hérna fund klukkan eitt og ætl­­aði að biðja þig að koma þangað annað hvort einan eða með þeim sem þú vilt hafa með með öllum for­­mönnum stjórn­­­mála­­flokk­anna.

Dav­­íð: OK.

Geir: Og Fjár­­­mála­eft­ir­lit­inu?

Dav­­íð: Já.

Geir: Til að fara yfir þetta og...

Dav­­íð: En það, getur þú ekki haft það Jónas ekki Jón Sig­­urðs­­son það er óeðli­­legt að...

Geir: Jónas, hann var hjá okkur í morg­un.

Dav­­íð: Og hvað ertu að hugsa um að?

Geir: Ég myndi vilja að það yrði farið í fyrsta lagi yfir frum­varpið án þess kannski að afhenda þeim það en...

Dav­­íð: En hvað mega menn vera ein­lægir?

Geir: Ég er búinn að vera mjög ein­lægur við þá.

Dav­­íð: Já.

Geir: Ég er eig­in­­lega búinn að segja þeim þetta allt.

Dav­­íð: OK.

Geir: Ég segi bara að við erum bara hérna að tala hérna saman í fyllstu ein­lægni um alvar­­leg­­ustu vanda­­mál sem upp hafa komið í þjóð­­fé­lag­inu og ég treysti ykkur til að fara ekki með það.

Dav­­íð: Já, já.

Geir: Og það hafa þeir virt held ég enn­þá.

Dav­­íð: Ja, þeir hafa sagt ein­hverjum af örugg­­lega en það er bara, þú getur aldrei haldið lok­inu.

Geir: Nei.

Dav­­íð: Fast­­ara en þetta á.

Geir: Nei, en...

Dav­­íð: Klukkan eitt eða hvað?

Geir: Bara hérna hjá mér í rík­­is­­stjórn­­­ar­her­berg­inu.

Dav­­íð: Hérna niðri í stjórn­­­ar­ráði?

Geir: Já.

Dav­­íð: OK.

Geir: Spur­s­­málið er svo hérna...

Dav­­íð: Ég kem bara einn held ég, það er betra að vera þarna fámennt en fjöl­­mennt.

Geir: Já og þá myndum við fara almennt yfir heild­­ar­­mynd­ina.

Dav­­íð: Já.

Geir: Og af hverju þessi lög eru nauð­­syn­­leg.

Dav­­íð: Já, já.

Geir: Og svo er ég að plana það þannig að lögin verði orðin að lögum um sjöleyt­ið, mælt fyrir þeim klukkan fjög­­ur, þing­­flokks­fundir klukkan þrjú og það ætti að skapa okkur rými til þess að...

Dav­­íð: Mælt fyrir þeim klukkan fjög­­ur?

Geir: Já.

Dav­­íð: OK.

Geir: Já, er það ekki rétti tím­inn?

Dav­­íð: Jú, jú, jú, jú, jú, jú.

Geir: Ég er búinn að und­ir­­búa það að þetta geti fengið hraða afgreiðslu og þeir...

Dav­­íð: Já, já.

Geir: Hafa haft góð orð um það.

Dav­­íð: Fínt er.

Geir: OK bless, bless.

Dav­­íð: Bless.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent