Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki brotið gegn Geir. H. Haarde þegar hann var dreginn fyrir Landsdóm og sakfelldur. Þetta kemur fram í frétt RÚV.
Dómur var kveðinn upp í dag en í honum segir að rétthöldin á sínum tíma hafi staðist þær kröfur eða skilyrði sem ætlast er til af sanngjörnum réttarhöldum.
Geir hefur þrjá mánuði til að óska eftir því að yfirdeild dómstólsins taki málið fyrir. Ef hann gerir það fer málið fyrir nefnd sem ákveður hvort ástæða sé fyrir yfirdeildina að taka málið upp að nýju.
Málið höfðaði Geir vegna þess að hann taldi málið höfðað á pólitískum rótum og að málatilbúnaður hefði verið í vegamiklum þáttum gallaður. Hann neitaði staðfastlega sök og hafnaði því með öllu, að hafa brotið af sér, eins og ákæra bar með sér.
Geir var fundinn sekur fyrir Landsdómi í apríl 2012 um að hafa í aðdraganda efnahagshrunsins brotið gegn 17. grein stjórnarskrárinnar þar sem kveðið er á um skyldu til að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Sýknað var í öllum vegamestu atriðunum, meðal annars þeim sem snéru að því hvers vegna Icesave reikningar Landsbankans voru ekki fluttir í dótturfélag.