Geir sendir frá sér yfirlýsingu

Í kjölfar úrskurðar Mannréttindadómstóls Evrópu sendir Geir H. Haarde frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist virða niðurstöðuna.

Geir H. Haarde
Geir H. Haarde
Auglýsing

Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu þar sem hann segir að nið­ur­staða Lands­dóms að sýkna hann af alvar­leg­ustu sök­unum sem á hann voru bornar skipti mestu máli fyrir hann. 

Hann seg­ist hafa unnið lands­dóms­málið efn­is­lega en í ljósi þess að hann hafi verið sak­felldur án refs­ingar fyrir eitt minni háttar atriði í mál­inu hafi hann talið sér skylt að fá úr því skorið hjá Mann­rétt­inda­dóm­stólnum hvort Alþingi hefði með máls­með­ferð sinni og máls­höfðun brotið gegn mann­rétt­inda­sátt­mál­an­um. 

Einkum hafi hann talið mik­il­vægt að láta reyna á hvort það stæð­ist nútíma­kröfur um rétt­ar­far að þing­menn færu með ákæru­vald og að meiri­hluti dóm­ara væri kos­inn póli­tískri kosn­ingu.

Geir seg­ist jafn­framt virða þá nið­ur­stöðu að íslenska ríkið hafi ekki gerst brot­legt við ákvæði í Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

Auglýsing

Yfir­lýs­ing í til­efni af nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu 

Í morgun barst nið­ur­staða Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í máli sem ég bar undir dóm­stól­inn vegna máls­höfð­unar naums meiri­hluta Alþingis gegn mér fyrir Lands­dómi haustið 2010. Upp­haf­leg ákæru­at­riði voru sex tals­ins en Lands­dómur vís­aði tveimur ákæru­liðum frá dómi og sýkn­aði mig vorið 2012 af alvar­leg­ustu ákæru­at­rið­un­um. Níu dóm­arar af fimmtán sak­felldu mig hins vegar án refs­ingar fyrir að hafa ekki rætt vanda bank­anna í aðdrag­anda banka­hruns­ins 2008 nægi­lega í rík­is­stjórn. Máls­kostn­aður var felldur á rík­is­sjóð.

Sú nið­ur­staða Lands­dóms að sýkna mig af alvar­leg­ustu sök­unum sem á mig voru bornar skiptir mestu máli fyrir mig. Ég vann lands­dóms­málið efn­is­lega. En í ljósi þess að ég var sak­felldur án refs­ingar fyrir eitt minni háttar atriði í mál­inu taldi ég mér skylt að fá úr því skorið hjá Mann­rétt­inda­dóm­stólnum hvort Alþingi hefði með máls­með­ferð sinni og máls­höfðun brotið gegn mann­rétt­inda­sátt­mál­an­um. Einkum taldi ég mik­il­vægt að láta reyna á hvort það stæð­ist nútíma­kröfur um rétt­ar­far að þing­menn færu með ákæru­vald og að meiri­hluti dóm­ara væri kos­inn póli­tískri kosn­ingu.

Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn komst að þeirri nið­ur­stöðu að íslenska ríkið hafi ekki gerst brot­legt við ákvæði í Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Ég virði þá nið­ur­stöðu.

Sagan og sam­an­burður við önnur lönd hefur leitt í ljós að margar þær ákvarð­anir sem ég bar ábyrgð á og mestu skiptu í aðdrag­anda og kjöl­far banka­hruns­ins voru þjóð­inni til gæfu og forð­uðu henni frá því að sog­ast inn í gjald­þrot bank­anna, sem ég var­aði við í ávarpi til þjóð­ar­innar dag­inn sem neyð­ar­lögin voru sett.

Allt orkar tví­mælis þá gert er og eðli­legt að ákvarð­anir ráða­manna á erf­iðum tímum séu rýndar og end­ur­metn­ar. Ég hef alltaf verið til­bú­inn til að svara fyrir mín störf í aðdrag­anda banka­hruns­ins og ekki skor­ast undan póli­tískri ábyrgð. Ég var hins vegar ekki til­bú­inn til þess að una mót­báru­laust þeim mála­til­bún­aði sem lá að baki lands­dóms­mál­inu þar sem efnt var til refsi­máls á flokkspóli­tískum for­sendum vegna póli­tískra ákvarð­ana. Ég vona inni­lega að íslenskir stjórn­mála­menn feti þann veg aldrei aft­ur.

Ákæran á hendur mér var vissu­lega áfall á sínum tíma. Ýmsir þeirra sem að ákærunni stóðu hafa hins vegar ýmist opin­ber­lega eða í einka­sam­tölum lýst eft­ir­sjá yfir þátt­töku sinni í þeim póli­tíska leik eða beðist afsök­un­ar. Mér þykir vænt um þau við­brögð. Ég er sömu­leiðis þakk­látur þeim fjöl­mörgu sem hafa lagt mér lið í þessu máli und­an­farin sjö ár. Stuðn­ingur þeirra hefur verið mér og fjöl­skyldu minni ómet­an­leg­ur.

Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn hefur haft mál mitt til með­ferðar í fimm ár, sjö ár eru liðin frá ákæru Alþingis og níu ár frá banka­hrun­inu. Langt ferli er því að baki.

Ýmsa lær­dóma má draga af þessu ferli og verður von­andi gert, m.a. á Alþingi. Í stjórn­málum eiga menn að gera út um ágrein­ing á hinum póli­tíska vett­vangi, á þingi og í kosn­ing­um. Um það ályktaði þing Evr­ópu­ráðs­ins sér­stak­lega vorið 2013 og vís­aði m.a. til lands­dóms­máls­ins. Von­andi getur náðst víð­tæk sam­staða á Íslandi um þetta grund­vall­ar­at­rið­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent