Bjóst ekki við því að ríkisstjórnin lifði kjörtímabilið vegna hneykslismála

Björt Ólafsdóttir segist hafa gert ráð fyrir því að síðasta ríkisstjórn myndi ekki lifa af. Hún hafi því viljað ljúka sínum málum á tveimur árum. Hún var viss um að hneykslismál myndu koma upp og að Sjálfstæðisflokkur myndi ekki bregðast rétt við þeim.

Björt ÓIafsdóttir, starfandi umhverfis- og auðlindaráðherra.
Björt ÓIafsdóttir, starfandi umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

Björt Ólafs­dótt­ir, starf­andi umhverf­is­ráð­herra, segir að hún hafi viljað klárað sín verk í ráðu­neyt­inu á tveimur árum en ekki fjórum vegna þess að hún vissi að það yrðu hneyksl­is­mál sem erfitt yrði að takast á við. „Ég var í kapp­hlaupi við tím­ann því ég vissi að eitt­hvað mann­legt myndi koma uppá og ég vissi líka, því miður bara af reynsl­unni, að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi ekki bregð­ast rétt við.“ Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem hún setti á Face­book í gær.

Rík­is­stjórnin sem Björt sat í sprakk í sept­em­ber þegar flokkur henn­ar, Björt fram­tíð, ákvað að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu eftir átta mán­uði. Það gerð­ist í kjöl­far upp­reist æru-­máls­ins og opin­ber­unar á því að faðir Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem leiddi stjórn­ina, hefði skrifað með­mæli fyrir dæmdan barn­a­níð­ing sem sótt­ist eft­ir, og fékk, upp­reist æru. Sig­ríður And­er­sen dóms­mála­ráð­herra greindi Bjarna frá því að faðir hans hefði gert slíkt mörgum mán­uðum áður en að fjöl­miðl­ar, almenn­ing­ur, þing­nefndir og sam­starfs­flokkar Sjálf­stæð­is­flokks í rík­is­stjórn­inni fengu slíkar upp­lýs­ing­ar. Björt fram­tíð féll svo af þingi í þing­kosn­ing­unum sem haldnar voru í lok októ­ber.

„Það verða hneyksl­is­mál“

Í stöðu­upp­færsl­unni seg­ist Björk tengja við það sem Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, hefur sagt um stöð­una í stjórn­málum eins og hún sé í dag. „Djöf­ulli sem það skiptir mann máli, og maður verður sáttur við sjálfan sig sem póli­tíkus að taka ábyrgð á því að hafa verið kosin og koma þeirri stefnu til leiðar sem maður lof­aði. Hvers vegna erum við hérna ann­ars? Hugs­aði ég fyrir nákvæm­leg ári síðan þegar við Ótt­arr ræddum við Sjálf­stæð­is­flokk­inn um rík­is­stjórn­ar­mynd­un. Þá var flokk­ur­inn að sjálf­sögðu eins og alltaf með fjöl­margt í fartesk­inu. En ekki upp­reist æru. Það er mér enn til furðu að ein­hverjum geti fund­ist það létt­vægt mál.“

Auglýsing

Hún segir að stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­urnar sem leiddu til þess að rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar hafi verið mynduð hafi gengið vel þar sem flokkur Bjartrar sé í mörgum atriðum sam­mála Sjálf­stæð­is­flokkn­um, í það minnsta á papp­ír.

„En svo er það það sem að ekki er skrifað í neinar stefnur en allir auð­vitað vita. Það mun eitt­hvað koma uppá. Það lætur ein­hver eins og and­skot­inn. Það verða hneyksl­is­mál.

Í þessu sam­bandi verð ég að við­ur­kenna hér með illa með­ferð á mínum yfir­burða aðstoð­ar­mönnum í Umhverf­is­ráðu­neyt­inu. Ég var harður hús­bóndi því ég vildi klára mín verk á tveimur árum en ekki fjór­um. Ég var í kapp­hlaupi við tím­ann því ég vissi að eitt­hvað mann­legt myndi koma uppá og ég vissi líka, því miður bara af reynsl­unni, að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi ekki bregð­ast rétt við. Og það var það sem gerð­is­t.“

Bað Sjálf­stæð­is­flokk­inn að bregð­ast við

Björt segir að það hafi ekki bara verið ákveðið sí svona að slíta rík­is­stjórn­ar­sam­starfi á kvöld­fundi heima hjá Óttarri Proppé. Það hafi átt sér aðdrag­anda. Þau tvö hefðu til að mynda séð það fyrir að sam­starf­inu yrði slit­iði þegar fréttir í fjöl­miðlum bár­ust af stöðu Bjarna Bene­dikts­son­ar. „Ég hringdi og bað fólk hjá sam­starfs­flokknum um að bregð­ast við. En það var búið að ákveða að gera það ekki og þar við sat. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vissi það fyrir umrætt afdrifa­ríkt raf­rænt kosn­inga­kvöld hvað myndi ger­ast. Skeyt­inga­leysi og leynd­ar­hyggja gagn­vart ömur­legri stjórn­sýslu vegna kyn­ferð­is­glæpa myndi aldrei líð­ast hjá Bjartri Fram­tíð. Svo ein­falt var það í huga okk­ar- en svo flókið fyrir mörgum öðr­um.“

Björt seg­ist því vita hvað ferða­lag með Sjálf­stæð­is­flokknum kosti. Í til­felli hennar flokks hafi það kostað hann til­veru sína á Alþingi. „Núna er trú­verð­ug­leik­inn gef­inn eftir fyr­ir­fram. Ég er ekki pólitiskt með Vinstri Grænum fyrir fimmaur. Kaupi ekki græna talið því verkin hjá þeim vitna um ann­að, trúi ekki körlunum þegar þeir tala um fem­in­isma en gefa ekki þuml­ung eftir vegna sjálfs síns og 34 ára á Alþingi.

En það er þarna taug til Katrínar og ann­arra kvenna í VG sem ég hef unnið með á þingi.

Ég mun auð­vitað taka rimm­una við þær og þessa væntu rík­is­stjórn og það verður fínt fyrir mig og Bjarta Fram­tíð.

En ég óska þeim samt ekki að gera sömu mis­tök og við.“

Ég tengi við Katrínu Jak­obsdóttur og stöðuna sem hún er í dag. Djöfulli sem það skiptir mann máli, og maður verður sá...

Posted by Björt Ólafs­dóttir on Thurs­day, Novem­ber 23, 2017


Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent