Bjóst ekki við því að ríkisstjórnin lifði kjörtímabilið vegna hneykslismála

Björt Ólafsdóttir segist hafa gert ráð fyrir því að síðasta ríkisstjórn myndi ekki lifa af. Hún hafi því viljað ljúka sínum málum á tveimur árum. Hún var viss um að hneykslismál myndu koma upp og að Sjálfstæðisflokkur myndi ekki bregðast rétt við þeim.

Björt ÓIafsdóttir, starfandi umhverfis- og auðlindaráðherra.
Björt ÓIafsdóttir, starfandi umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

Björt Ólafs­dótt­ir, starf­andi umhverf­is­ráð­herra, segir að hún hafi viljað klárað sín verk í ráðu­neyt­inu á tveimur árum en ekki fjórum vegna þess að hún vissi að það yrðu hneyksl­is­mál sem erfitt yrði að takast á við. „Ég var í kapp­hlaupi við tím­ann því ég vissi að eitt­hvað mann­legt myndi koma uppá og ég vissi líka, því miður bara af reynsl­unni, að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi ekki bregð­ast rétt við.“ Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem hún setti á Face­book í gær.

Rík­is­stjórnin sem Björt sat í sprakk í sept­em­ber þegar flokkur henn­ar, Björt fram­tíð, ákvað að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu eftir átta mán­uði. Það gerð­ist í kjöl­far upp­reist æru-­máls­ins og opin­ber­unar á því að faðir Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem leiddi stjórn­ina, hefði skrifað með­mæli fyrir dæmdan barn­a­níð­ing sem sótt­ist eft­ir, og fékk, upp­reist æru. Sig­ríður And­er­sen dóms­mála­ráð­herra greindi Bjarna frá því að faðir hans hefði gert slíkt mörgum mán­uðum áður en að fjöl­miðl­ar, almenn­ing­ur, þing­nefndir og sam­starfs­flokkar Sjálf­stæð­is­flokks í rík­is­stjórn­inni fengu slíkar upp­lýs­ing­ar. Björt fram­tíð féll svo af þingi í þing­kosn­ing­unum sem haldnar voru í lok októ­ber.

„Það verða hneyksl­is­mál“

Í stöðu­upp­færsl­unni seg­ist Björk tengja við það sem Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, hefur sagt um stöð­una í stjórn­málum eins og hún sé í dag. „Djöf­ulli sem það skiptir mann máli, og maður verður sáttur við sjálfan sig sem póli­tíkus að taka ábyrgð á því að hafa verið kosin og koma þeirri stefnu til leiðar sem maður lof­aði. Hvers vegna erum við hérna ann­ars? Hugs­aði ég fyrir nákvæm­leg ári síðan þegar við Ótt­arr ræddum við Sjálf­stæð­is­flokk­inn um rík­is­stjórn­ar­mynd­un. Þá var flokk­ur­inn að sjálf­sögðu eins og alltaf með fjöl­margt í fartesk­inu. En ekki upp­reist æru. Það er mér enn til furðu að ein­hverjum geti fund­ist það létt­vægt mál.“

Auglýsing

Hún segir að stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­urnar sem leiddu til þess að rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar hafi verið mynduð hafi gengið vel þar sem flokkur Bjartrar sé í mörgum atriðum sam­mála Sjálf­stæð­is­flokkn­um, í það minnsta á papp­ír.

„En svo er það það sem að ekki er skrifað í neinar stefnur en allir auð­vitað vita. Það mun eitt­hvað koma uppá. Það lætur ein­hver eins og and­skot­inn. Það verða hneyksl­is­mál.

Í þessu sam­bandi verð ég að við­ur­kenna hér með illa með­ferð á mínum yfir­burða aðstoð­ar­mönnum í Umhverf­is­ráðu­neyt­inu. Ég var harður hús­bóndi því ég vildi klára mín verk á tveimur árum en ekki fjór­um. Ég var í kapp­hlaupi við tím­ann því ég vissi að eitt­hvað mann­legt myndi koma uppá og ég vissi líka, því miður bara af reynsl­unni, að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi ekki bregð­ast rétt við. Og það var það sem gerð­is­t.“

Bað Sjálf­stæð­is­flokk­inn að bregð­ast við

Björt segir að það hafi ekki bara verið ákveðið sí svona að slíta rík­is­stjórn­ar­sam­starfi á kvöld­fundi heima hjá Óttarri Proppé. Það hafi átt sér aðdrag­anda. Þau tvö hefðu til að mynda séð það fyrir að sam­starf­inu yrði slit­iði þegar fréttir í fjöl­miðlum bár­ust af stöðu Bjarna Bene­dikts­son­ar. „Ég hringdi og bað fólk hjá sam­starfs­flokknum um að bregð­ast við. En það var búið að ákveða að gera það ekki og þar við sat. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vissi það fyrir umrætt afdrifa­ríkt raf­rænt kosn­inga­kvöld hvað myndi ger­ast. Skeyt­inga­leysi og leynd­ar­hyggja gagn­vart ömur­legri stjórn­sýslu vegna kyn­ferð­is­glæpa myndi aldrei líð­ast hjá Bjartri Fram­tíð. Svo ein­falt var það í huga okk­ar- en svo flókið fyrir mörgum öðr­um.“

Björt seg­ist því vita hvað ferða­lag með Sjálf­stæð­is­flokknum kosti. Í til­felli hennar flokks hafi það kostað hann til­veru sína á Alþingi. „Núna er trú­verð­ug­leik­inn gef­inn eftir fyr­ir­fram. Ég er ekki pólitiskt með Vinstri Grænum fyrir fimmaur. Kaupi ekki græna talið því verkin hjá þeim vitna um ann­að, trúi ekki körlunum þegar þeir tala um fem­in­isma en gefa ekki þuml­ung eftir vegna sjálfs síns og 34 ára á Alþingi.

En það er þarna taug til Katrínar og ann­arra kvenna í VG sem ég hef unnið með á þingi.

Ég mun auð­vitað taka rimm­una við þær og þessa væntu rík­is­stjórn og það verður fínt fyrir mig og Bjarta Fram­tíð.

En ég óska þeim samt ekki að gera sömu mis­tök og við.“

Ég tengi við Katrínu Jak­obsdóttur og stöðuna sem hún er í dag. Djöfulli sem það skiptir mann máli, og maður verður sá...

Posted by Björt Ólafs­dóttir on Thurs­day, Novem­ber 23, 2017


Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Eldri konur af erlendum uppruna „ósýnilegar“ í umræðunni og oft einangraðar
Eldri konur af erlendum uppruna hér á landi eru oft einangraðar og því lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft er að þær leiti sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent