Talið er líklegt að stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ljúki á hádegi á morgun. Vinna við gerð stjórnarsáttmála er langt komin og vonast er til þess að henni ljúki í kvöld, samkvæmt heimildum Kjarnans.
En standa nokkur atriði út af sem flokksformennirnir þrír þurfa að afgreiða í kvöld eða fyrri part dags á morgun. Katrín Jakobsdóttir verður forsætisráðherra í ríkisstjórninni ef af myndun hennar verður.
Gangi allt ofangreint eftir mun stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar verða borin undir flokksstofnanir flokkanna þriggja um miðja komandi viku.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sagði í fréttum RÚV að þing gæti komið saman snemma í desember.