Vinna við stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kláraðist að mestu um helgina og er stefnt að því að kynna hann fyrir þingflokkum flokkanna á fundum sem hefjast klukkan 13:00.
Það síðasta sem rætt var, eftir tímafreka málaefnavinnu í starfshópum, var skipting ráðuneyta milli flokkanna en forsætisráðherra verður Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Gangi allt ofangreint eftir mun stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar verða borin undir flokksstofnanir flokkanna þriggja á morgun eða miðvikudag.
Formenn flokkanna, Katrín, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, funduðu í gær, og var þá ljóst að stjórnarsáttmálinn var að smella saman og málefnastarfi í stjórnarmyndunarviðræðunum formlega að ljúka.
Var spurð hvers vegna ég skrifaði ekki undir #metoo stjórnmálakvenna. Ég vissi ekki að það ætti að skrifa undir (hef ekki verið mikið á fb að undanförnu) en hefði annars að sjálfsögðu gert það.
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) November 26, 2017
Í fréttum RÚV í gærkvöldi var greint frá því að freyðivínsflaska hefði verið opnuð í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Það voru þó ekki formennirnir sem það gerðu heldur aðrir flokksmenn sem tekið höfðu þátt í viðræðunum, en þeirra vinnu er nú að mestu lokið.