Sprotafyrirtækið Authenteq fær 135 milljóna erlenda fjármögnun

Stofnendur stefna nú á stækkun á alþjóðamörkuðum.

Authenteq
Auglýsing

Íslenska sprota­fyr­ir­tækið Aut­henteq sem hefur unnið í þróun á raf­rænum skil­ríkjum sem hægt er að nota hvar sem er á inter­net­inu hefur fengið fjár­fest­ingu frá stórum erlendum fjár­fest­um.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Á meðal fjár­fest­ana sem koma að félag­inu eru Tim Dra­per sem á fjár­fest­inga­fé­lagið Dra­per Associ­ates, en hann hefur fjár­fest í mörgum af þekkt­ustu tækni­fyr­ir­tækjum heims og var meðal fyrstu fjár­festa í Tesla, Skype, Box, Hot­mail og Twitch, ásamt kín­verska tækniris­anum Bai­du.

Auglýsing

Ini­tial Capi­tal sjóð­ur­inn í London fjár­festi einnig i fyrr­tæk­inu, en eig­endur þess stofn­uðu Playf­ish tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­ið. Þeir hafa verið umsvifa­miklir á tölvu­leikja­mark­aði og meðal ann­ars frum­fjár­festar í Supercell frá Fin­landi.

Einnig tóku þátt í fjár­mögn­unni þýski fjár­festir­inn Cavalry Ventures sem er í eigu stofn­anda m.a. Deli­very Hero og eru stað­settir í Berlín. 

Sam­tals nam hluta­fjár­aukn­ingin 135 millj­ónum króna, en stofn­endur Aut­henteq eru Kári Þór Rún­ars­son, Rúnar Karls­son og Adam H. Mart­in. „Við erum ótrú­lega sáttir við að ná þremur fjár­fest­um, frá þremur stærstu borgum tækni­sprota í heim­inum og hafa hund­ruð fyr­ir­tækja í sínu fjár­fest­inga­safni sem við höfum aðgang að. Við lögðum einnig mikla áherslu á að fá fjár­festa sem sjálfir hafa reynslu af því að stofna og reka sprota­fyr­ir­tæki og því að stækka hratt á alþjóð­legum mark­að­i,“ segir Kári Þór Rún­ars­son fram­kvæmda­stjóri og stofn­andi Aut­henteq.

Fyr­ir­tækið hefur hlotið styrki frá Tækni­þró­un­ar­sjóði og Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands, auk þess að taka þátt í við­skipta­hraðl­inum Startup Reykja­vik og var fyr­ir­tækið svo valið inn í Startup­bootcamp í fram­hald­inu.

Fjár­magnið verður nýtt til að stækka teymið og und­ir­búa útgáfu á lausn­inni fyrir alþjóð­legan markað en fjöl­mörg fyr­ir­tæki hafa sýnt lausn­inni áhuga. „Við höfum verið svo heppin að hingað til höfum við ekki þurft að sækja út á við til að selja þar sem fyr­ir­tæki hafa haft sam­band við okkur af fyrra bragði ólm í að nýta sér lausn­ina. Við munum þó nýta fjár­magnið í að bæta við mark­aðs- og sölu­fólki enda er núna lögð áhersla á að stækka og gera Aut­henteq að auð­kenn­ing­ar­staðli fyrir inter­net við­skipti og sam­skipti, segir Kári í frétta­til­kynn­ing­unni.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent