Segir það þjóðarskömm að fólk þurfi að hafast við á tjaldstæði

Borgarstjórinn segir að borgin sé búin að kaupa alls 144 íbúðir og spyr sig hvort þörf sé á að ný ríkisstjórn setji fjölda félagslegra íbúða í sveitarfélögum í lög. Töluverð umræða hefur skapast síðustu daga um aðstæður fólks sem búa í tjöldum.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar.
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar, segir það þjóð­ar­skömm að fólk þurfi að haf­ast við á tjald­svæð­inu í Laug­ar­dal gegn sínum vilja vegna hús­næð­is­vanda.

Þetta kemur fram í færslu hans á Face­book í morg­un.

„Sú staða að tals­verður fjöldi fólks væri í miklum hús­næð­is­vanda hefur verið ljós frá í sumar og borgin hefur því á und­an­förnum vikum keypt fjölda íbúða og er jafn­framt að útbúa nokk­urs konar neyð­ar­hús­næði í Víði­nesi fyrir þá Reyk­vík­inga sem hafa ekki í önnur hús að venda,“ segir í færsl­unni.

Auglýsing

Dagur segir jafn­framt að 144 íbúðir og úrræði sé búið að kaupa og verið sé að stand­setja. „Könnun vett­vangsteymis Vel­ferð­ar­sviðs sem fór til fundar við íbúa tjald­svæð­is­ins í Laug­ar­dalnum leiddi hins vegar í ljós að umtals­verður hluti þess hóps sem hefst þar við er úr nágranna­sveit­ar­fé­lögum Reykja­víkur og af lands­byggð­inni vegna þess að þar hefur ekki verið hús­næði að fá - og tjald­svæðum jafn­vel lokað yfir vetr­ar­tím­ann. Þetta ætti kannski ekki að koma á óvart því flestir við­mæl­endur fjöl­miðla í Laug­ar­dalnum und­an­farna daga eru úr öðrum sveit­ar­fé­lög­um.“

Kjarn­inn fjall­aði um hús­næð­is­mál í síð­ustu viku en þar kom fram að um síð­ustu ára­mót átti Reykja­vík­ur­borg 2.445 félags­legar íbúð­ir. Ljóst er að þeim hefur fjölgað um á annað hund­rað í ár. Til sam­an­burðar áttu þau nágranna­sveita­fé­lög höf­uð­borg­ar­innar sem koma þar næst, Kópa­vogur (436 félags­legar íbúð­ir) og Hafn­ar­fjörður (245 félags­legar íbúð­ir) sam­tals 681 félags­lega íbúð í lok síð­asta árs. Í Garðabæ eru 35 slík­ar, 30 í Mos­fellsbæ og 16 á Sel­tjarn­ar­nesi. Því hefur Reykja­vík­ur­borg, ásamt Félags­bú­stöð­um, keypti næstum tvö­falt fleiri íbúðir á allra síð­ustu vikum sem munu nýt­ast þeim sem þurfa á félags­legu hús­næði að halda en Garða­bær, Mos­fells­bær og Sel­tjarn­ar­nes áttu sam­tals í heild um síð­ustu ára­mót.

Borg­inni ber sið­ferð­is­leg skylda til að hugsa um fólkið

Dagur telur að borg­inni beri sið­ferði­leg skylda til að líta líka til þessa fólks varð­andi neyð­ar­lausnir á þeirra vanda, sam­hliða því að trygga Reyk­vík­ingum öruggt húsa­skjól. „En frum­skyldan hlýtur að liggja heima fyrir og mér finnst reyndar full­kom­lega eðli­legt að vel­ferð­ar­svið borg­ar­innar sendi við­kom­andi sveit­ar­fé­lögum reikn­ing­inn,“ segir hann í færsl­unni.

Hann segir að Reykja­vík leggi allt kapp á að glíma við hús­næð­is­vand­ann og auka fram­boð félags­legs hús­næðis og hús­næðis á við­ráð­an­legu verði. En það sé jafn­ljóst að önnur sveit­ar­fé­lög verða að standa sig bet­ur. „Ég hef haft orð á því áður - en það er ótrú­lega lítið talað um þá stað­reynd - að þrátt fyrir mikla umræðu um hús­næð­is­mál og hús­næð­is­vanda fólks er það fyrst og fremst í Reykja­vík sem unnið er að því að fjölga félags­legum íbúð­um, leigu­í­búðum fyrir fólk með lítil efni, stúd­enta­í­búðum og íbúðum fyrir aldr­aða. Fyrir er Reykja­vík með lang hæst hlut­fall slíkra íbúða. Fjöl­mörg sveit­ar­fé­lög eru með allt of fáar íbúðir á sínum vegum og engar áætl­anir um að fjölga þeim.“

það er þjóðarskömm að fólk þurfi að haf­ast við á tjaldsvæðinu í Laug­ar­dal - gegn vilja sínum - vegna húsnæðisvanda. Sú...

Posted by Dagur B. Egg­erts­son on Wed­nes­day, Novem­ber 29, 2017


Biðlar til nýrrar rík­is­stjórnar að setja lög um skyldur sveit­ar­fé­laga

Hann spyr hvort ný rík­is­stjórn þurfi hugs­an­lega að leiða skyldu sveit­ar­fé­laga til að fjölga þessum íbúðum í lög, þannig að mun­ur­inn á milli Reykja­víkur og ann­arra haldi ekki bara áfram að aukast. „Ég vona alla vega að ræki­lega sé fjallað um hús­næð­is­mál í stjórn­ar­sátt­mála nýrrar rík­is­stjórnar því þau eru og verða eitt mik­il­væg­asta verk­efni stjórn­mál­anna,“ segir hann.

Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent