Segir það þjóðarskömm að fólk þurfi að hafast við á tjaldstæði

Borgarstjórinn segir að borgin sé búin að kaupa alls 144 íbúðir og spyr sig hvort þörf sé á að ný ríkisstjórn setji fjölda félagslegra íbúða í sveitarfélögum í lög. Töluverð umræða hefur skapast síðustu daga um aðstæður fólks sem búa í tjöldum.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar.
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar, segir það þjóð­ar­skömm að fólk þurfi að haf­ast við á tjald­svæð­inu í Laug­ar­dal gegn sínum vilja vegna hús­næð­is­vanda.

Þetta kemur fram í færslu hans á Face­book í morg­un.

„Sú staða að tals­verður fjöldi fólks væri í miklum hús­næð­is­vanda hefur verið ljós frá í sumar og borgin hefur því á und­an­förnum vikum keypt fjölda íbúða og er jafn­framt að útbúa nokk­urs konar neyð­ar­hús­næði í Víði­nesi fyrir þá Reyk­vík­inga sem hafa ekki í önnur hús að venda,“ segir í færsl­unni.

Auglýsing

Dagur segir jafn­framt að 144 íbúðir og úrræði sé búið að kaupa og verið sé að stand­setja. „Könnun vett­vangsteymis Vel­ferð­ar­sviðs sem fór til fundar við íbúa tjald­svæð­is­ins í Laug­ar­dalnum leiddi hins vegar í ljós að umtals­verður hluti þess hóps sem hefst þar við er úr nágranna­sveit­ar­fé­lögum Reykja­víkur og af lands­byggð­inni vegna þess að þar hefur ekki verið hús­næði að fá - og tjald­svæðum jafn­vel lokað yfir vetr­ar­tím­ann. Þetta ætti kannski ekki að koma á óvart því flestir við­mæl­endur fjöl­miðla í Laug­ar­dalnum und­an­farna daga eru úr öðrum sveit­ar­fé­lög­um.“

Kjarn­inn fjall­aði um hús­næð­is­mál í síð­ustu viku en þar kom fram að um síð­ustu ára­mót átti Reykja­vík­ur­borg 2.445 félags­legar íbúð­ir. Ljóst er að þeim hefur fjölgað um á annað hund­rað í ár. Til sam­an­burðar áttu þau nágranna­sveita­fé­lög höf­uð­borg­ar­innar sem koma þar næst, Kópa­vogur (436 félags­legar íbúð­ir) og Hafn­ar­fjörður (245 félags­legar íbúð­ir) sam­tals 681 félags­lega íbúð í lok síð­asta árs. Í Garðabæ eru 35 slík­ar, 30 í Mos­fellsbæ og 16 á Sel­tjarn­ar­nesi. Því hefur Reykja­vík­ur­borg, ásamt Félags­bú­stöð­um, keypti næstum tvö­falt fleiri íbúðir á allra síð­ustu vikum sem munu nýt­ast þeim sem þurfa á félags­legu hús­næði að halda en Garða­bær, Mos­fells­bær og Sel­tjarn­ar­nes áttu sam­tals í heild um síð­ustu ára­mót.

Borg­inni ber sið­ferð­is­leg skylda til að hugsa um fólkið

Dagur telur að borg­inni beri sið­ferði­leg skylda til að líta líka til þessa fólks varð­andi neyð­ar­lausnir á þeirra vanda, sam­hliða því að trygga Reyk­vík­ingum öruggt húsa­skjól. „En frum­skyldan hlýtur að liggja heima fyrir og mér finnst reyndar full­kom­lega eðli­legt að vel­ferð­ar­svið borg­ar­innar sendi við­kom­andi sveit­ar­fé­lögum reikn­ing­inn,“ segir hann í færsl­unni.

Hann segir að Reykja­vík leggi allt kapp á að glíma við hús­næð­is­vand­ann og auka fram­boð félags­legs hús­næðis og hús­næðis á við­ráð­an­legu verði. En það sé jafn­ljóst að önnur sveit­ar­fé­lög verða að standa sig bet­ur. „Ég hef haft orð á því áður - en það er ótrú­lega lítið talað um þá stað­reynd - að þrátt fyrir mikla umræðu um hús­næð­is­mál og hús­næð­is­vanda fólks er það fyrst og fremst í Reykja­vík sem unnið er að því að fjölga félags­legum íbúð­um, leigu­í­búðum fyrir fólk með lítil efni, stúd­enta­í­búðum og íbúðum fyrir aldr­aða. Fyrir er Reykja­vík með lang hæst hlut­fall slíkra íbúða. Fjöl­mörg sveit­ar­fé­lög eru með allt of fáar íbúðir á sínum vegum og engar áætl­anir um að fjölga þeim.“

það er þjóðarskömm að fólk þurfi að haf­ast við á tjaldsvæðinu í Laug­ar­dal - gegn vilja sínum - vegna húsnæðisvanda. Sú...

Posted by Dagur B. Egg­erts­son on Wed­nes­day, Novem­ber 29, 2017


Biðlar til nýrrar rík­is­stjórnar að setja lög um skyldur sveit­ar­fé­laga

Hann spyr hvort ný rík­is­stjórn þurfi hugs­an­lega að leiða skyldu sveit­ar­fé­laga til að fjölga þessum íbúðum í lög, þannig að mun­ur­inn á milli Reykja­víkur og ann­arra haldi ekki bara áfram að aukast. „Ég vona alla vega að ræki­lega sé fjallað um hús­næð­is­mál í stjórn­ar­sátt­mála nýrrar rík­is­stjórnar því þau eru og verða eitt mik­il­væg­asta verk­efni stjórn­mál­anna,“ segir hann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent