Rósa Björk Brynjólfsdóttir, annar þeirra þingmanna Vinstri grænna sem greiddi atkvæði gegn stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar, segir virða lýðræðislega niðurstöðu flokksráðsins og styður ráðherralista Vinstri grænna.
Andrés Ingi Jónsson, hinn þingmaður flokksins serm studdi ekki stjórnarsamstarfið, studdi einnig ráðherralistann á þingflokksfundi Vinstri grænna í morgun.
Rísa greinir frá því í stöðuuppfærslu á Facebook í dag þótt stjórnarsáttmálinn sé að mörgu leyti ágætur þá finnist henni að í hann vanti veigamikil atriði sem hafa verið í stefnu Vinstri grænna um árabil. „En allt snýst þetta um traust en mig skortir einfaldlega traust á fólki í samstarfsflokkinum til að styðja þetta verkefni eins og ég hef áður sagt. En þrátt fyrir skoðun mína og fleiri félaga í VG, þá virði ég lýðræðislega niðurstöður flokksráðsins. Á þingflokksfundi okkar í dag, studdi ég ráðherralista VG og fagna því í dag að í annað sinn í 99 ára sögu fullveldisins sest kona í forsætisráðherrastól og óska Katrínu innilega til hamingju með það.