Meniga semur við einn stærsta banka Spánar

Meniga bætir um einni milljón manns við þær 50 milljónir sem hafa aðganga að hugbúnaði fyrirtækisins um allan heim með samningi við Ibercaja.

Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga.
Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga.
Auglýsing

Íslenska hug­bún­að­ar­fyr­ir­tækið Meniga hefur samið við Ibercaja bank­ann um að inn­leiða net­banka­lausnir fyr­ir­tæk­is­ins. Ibercaja er einn af stærstu bönkum Spán­ar. Yfir ein milljón hefur nú aðgang að húg­bún­aði Meniga í gegnum Ibercaja bank­ann. Hann hefur nú verið inn­leiddur hjá yfir 70 fjár­mála­stofn­unum víða um heim sem gerir það að verkum að um 50 milljón manns í 20 löndum er með aðgang að hon­um. Á meðal við­skipta­vina Meniga eru  margir stærstu banka heims, þeirra á meðal Sant­ander, Commerz­bank, ING Direct og Intesa San­pa­olo. Íslend­ingar geta hins vegar nýtt sér lausnir Meniga gjald­frjálst á vefnum meniga.is eða í Meniga app­inu.

[links]Í til­kynn­ingu frá Meniga segir að fyrsta skrefið í inn­leið­ing­una hjá Ibercaja muni leiða af sér nýja og end­ur­bætta snjall­síma­lausn. „Síðar mun bank­inn taka í notkun fleiri vörur Meniga þar sem við­skipta­vinir koma til með að geta sett upp sjálf­virkt bók­hald, borið sig saman við aðra áþekka ein­stak­lings­hópa, sett sér mark­mið í ákveðnum útgjalda­flokkum og þar með ein­faldað og haldið betur um heim­il­is­fjár­málin sín.“

[adspot]Ge­org Lúð­víks­son, for­stjóri og einn stofn­enda Meniga, segir að sam­skipti fyr­ir­tækja við við­skipta­vini fari í auknum mæli fram eftir staf­rænum boð­leiðum sem opnar á ný og spenn­andi tæki­færi. „Bankar eru þar engin und­an­tekn­ing. Með því að inn­leiða hug­búnað Meniga getur Ibercaja nú átt sam­skipti við við­skipta­vini sína á mun per­sónu­legri hátt. Á sama tíma geta þeir boðið við­skipta­vinum sínum upp á betri þjón­ustu, yfir­sýn og inn­sýn í fjár­málin sín og þar með gert við­skipta­sam­bandið mun traust­ara.“

Auglýsing

Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfs­menn í dag um 100. Fyr­ir­tækið þróar heim­il­is­fjár­­­mála­­lausnir fyrir banka og fjár­­­mála­­stofn­­anir sem not­aðar eru í næstu kyn­slóð net­­banka til að stór­bæta þjón­­ustu við við­­skipta­vini.

Skuldabréfaeigendur tilbúnir að leggja sitt af mörkum - Lítill tími til stefnu
Skuldabréfaeigendur WOW air eru tilbúnir að taka hlut í félaginu í skiptum fyrir niðurfellingu skulda.
Kjarninn 25. mars 2019
Aflýsa flugi frá London - Rauðglóandi síminn hjá Neytendasamtökunum
Forsvarsmenn WOW air reyna nú allt til að bjarga félaginu frá gjaldþroti.
Kjarninn 25. mars 2019
Ríkislögmaður neitar að afhenda gögn - Kjarninn kærir
Kjarninn óskaði eftir því frá forsætisráðuneytinu, að fá afhent sérfræðiálit og gögn frá þeim sem veittu Ríkislögmanni ráðgjöf í hinu svokallaða Landsréttarmáli.
Kjarninn 25. mars 2019
Þröstur Ólafsson
Samábyrgð og þau afétnu
Kjarninn 25. mars 2019
Bjarni Benediktsson
Ríkisstjórnin með tilbúnar áætlanir ef rekstur WOW air stöðvast
Fjármála- og efnahagsráðherra segir stjórnvöld vera viðbúin ef rekstur WOW air stöðvast. Hann segir þó ekki réttlætanlegt að setja skattfé inn í áhætturekstur sem þennan.
Kjarninn 25. mars 2019
Flestar áskriftir Alþingis eru að Morgunblaðinu
Alþingi er með 13 áskriftir að Morgunblaðinu auk netáskrifta, sem og aðgang að gagnasafni mbl.is.
Kjarninn 25. mars 2019
HS Orka á tvö orkuver, í Svartsengi og svo Reykjanesvirkjun.
Meirihlutinn í HS Orku seldur fyrir 37 milljarða króna
Búið er að skrifa undir kaupsamning á meirihluta hlutafjár í eina íslenska orkufyrirtækinu sem er í einkaeigu.
Kjarninn 25. mars 2019
Dauðastríðið hjá WOW air á lokametrunum
Það ætti að skýrast í dag eða í síðasta lagi á allra næstu dögum hvort flugfélagið WOW air verði áfram til. Forsvarsmenn þess eru nú í kappi við tímann að ná fram nýrri lausn eftir að bæði Indigo Partners og Icelandair ákváðu að fjárfesta ekki í félaginu.
Kjarninn 25. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent