Meniga semur við einn stærsta banka Spánar

Meniga bætir um einni milljón manns við þær 50 milljónir sem hafa aðganga að hugbúnaði fyrirtækisins um allan heim með samningi við Ibercaja.

Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga.
Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga.
Auglýsing

Íslenska hug­bún­að­ar­fyr­ir­tækið Meniga hefur samið við Ibercaja bank­ann um að inn­leiða net­banka­lausnir fyr­ir­tæk­is­ins. Ibercaja er einn af stærstu bönkum Spán­ar. Yfir ein milljón hefur nú aðgang að húg­bún­aði Meniga í gegnum Ibercaja bank­ann. Hann hefur nú verið inn­leiddur hjá yfir 70 fjár­mála­stofn­unum víða um heim sem gerir það að verkum að um 50 milljón manns í 20 löndum er með aðgang að hon­um. Á meðal við­skipta­vina Meniga eru  margir stærstu banka heims, þeirra á meðal Sant­ander, Commerz­bank, ING Direct og Intesa San­pa­olo. Íslend­ingar geta hins vegar nýtt sér lausnir Meniga gjald­frjálst á vefnum meniga.is eða í Meniga app­inu.

[links]Í til­kynn­ingu frá Meniga segir að fyrsta skrefið í inn­leið­ing­una hjá Ibercaja muni leiða af sér nýja og end­ur­bætta snjall­síma­lausn. „Síðar mun bank­inn taka í notkun fleiri vörur Meniga þar sem við­skipta­vinir koma til með að geta sett upp sjálf­virkt bók­hald, borið sig saman við aðra áþekka ein­stak­lings­hópa, sett sér mark­mið í ákveðnum útgjalda­flokkum og þar með ein­faldað og haldið betur um heim­il­is­fjár­málin sín.“

[adspot]Ge­org Lúð­víks­son, for­stjóri og einn stofn­enda Meniga, segir að sam­skipti fyr­ir­tækja við við­skipta­vini fari í auknum mæli fram eftir staf­rænum boð­leiðum sem opnar á ný og spenn­andi tæki­færi. „Bankar eru þar engin und­an­tekn­ing. Með því að inn­leiða hug­búnað Meniga getur Ibercaja nú átt sam­skipti við við­skipta­vini sína á mun per­sónu­legri hátt. Á sama tíma geta þeir boðið við­skipta­vinum sínum upp á betri þjón­ustu, yfir­sýn og inn­sýn í fjár­málin sín og þar með gert við­skipta­sam­bandið mun traust­ara.“

Auglýsing

Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfs­menn í dag um 100. Fyr­ir­tækið þróar heim­il­is­fjár­­­mála­­lausnir fyrir banka og fjár­­­mála­­stofn­­anir sem not­aðar eru í næstu kyn­slóð net­­banka til að stór­bæta þjón­­ustu við við­­skipta­vini.

CRIPSRi notað til að skoða erfðamengi baktería
Hvaða gen eru það sem bakteríur nýta sér til að verjast sýklalyfjum?
Kjarninn 19. janúar 2019
Viðar Freyr Guðmundsson
Máttlaus áhrif lækkunar hámarkshraða
Leslistinn 19. janúar 2019
Jóhann Bogason
Skömm sé Háskóla Íslands
Kjarninn 19. janúar 2019
Þolendur eiga ekki að þurfa að sitja undir Klausturmönnum
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að Ágúst Ólafur Ágústsson muni ekki koma aftur til starfa í næstu viku. Hún veit ekkert um hvort Bergþór Ólason eða Gunnar Bragi Sveinsson ætli að gera það.
Kjarninn 19. janúar 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Fyrirgefðu en má ég vera til?
Kjarninn 19. janúar 2019
Tæknispá 2019
Þroskaðra sprotaumhverfi, Elon Musk í kringum tunglið, mannlegar hliðar tækni, hæpheiðar og -dalir og frú Sirrý á íslensku. Þetta er meðal þess sem fram kemur í árlegri tæknispá Hjálmars Gíslasonar.
Kjarninn 19. janúar 2019
Jón Baldvin: Ásakanir „hreinn uppspuni“ eða „skrumskæling á veruleikanum“
Jón Baldvin hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna að undanförnu.
Kjarninn 19. janúar 2019
Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent