„Stóra markmiðið að mínu viti er að horfa til þess að þær breytingar sem verði gerðar á skattkerfinu eigi að skila sér í einhverskonar réttlátara skattkerfi. Hækkun fjármagnstekjuskatti er liður í því.“
Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, í sjónvarpsþætti Kjarnans sem er á dagskrá Hringbrautar klukkan 21 í kvöld. Katrín er þar í ítarlegu viðtali þar sem hún ræðir meðal annars ríkisfjármál, skatta, skattaeftirlit, pólitíska ábyrgð, spillingu, misskiptingu og framtíð bankakerfisins.
Hægt er að horfa á stiklu úr þættinum hér að ofan.
Ný ríkisstjórn hennar ætlar að hækka fjármagnstekjuskatt úr 20 prósentum í 22 prósent um komandi áramót. Fáar aðrar skattahækkanir er að finna í stjórnarsáttmála stjórnarinnar.
Stóra markmiðið sé að horfa til þess að þær breytingar sem verði gerðar á skattkerfinu eigi að skila sér í einhverskonar réttlátara skattkerfi. „Hækkun fjármagnstekjuskatti er liður í því. Lækkun á lægra þrepi tekjuskattsins verður til umræðu í samræðum við aðila vinnumarkaðarins og útfærsla þess liggur auðvitað ekki fyrir.“