Íslenskir unglingar dreifa frekar lyfjunum sínum

Samkvæmt nýrri rannsókn ástunda íslenskir unglingar í 10. bekk, sem hafa fengið ávísað örvandi lyfjum, frekar lyfjaflakk en þekkist erlendis.

lyf
Auglýsing

Lyfjaflakk örvandi lyfja á meðal 10. bekk­inga á Íslandi er algengt miðað við erlendar rann­sókn­ir. Sam­kvæmt nið­ur­stöðum nýrrar rann­sóknar höfðu tæp­lega 18 pró­sent þeirra ung­linga í 10. bekk sem hafa fengið ávísað örvandi lyfjum ástundað lyfjaflakk á örvandi lyfj­unum sín­um. Hlut­fallið erlendis er nær 5 til 10 pró­sent­um.

Þetta kemur fram í rann­sókn sem Lækna­blaðið birti í vik­unni.

Kemur fram í Lækna­blað­inu að af 2306 nem­endum sem tóku þátt í könn­unni sögð­ust 91 pró­sent aldrei hafa fengið slík lyf upp­á­skrifuð en 9 pró­sent sögðu svo vera. Strákar voru rúm­lega helm­ingi lík­legri til að hafa fengið örvandi lyf upp­á­skrifuð en stúlk­ur. Þeir ung­lingar sem kváð­ust hafa dreift lyfj­unum sínum til ann­arra með ein­hverjum hætti eru einnig marg­falt lík­legri til að sýna af sér ann­ars konar áhættu­hegð­un, sam­kvæmt rann­sókn­inn­i. 

Auglýsing

Verður að vanda til verka

Segir í rann­sókn­inni að athygl­is­brestur og ofvirkni (AD­HD) sé tauga­þroska­röskun sem kemur yfir­leitt fram fyrir 7 ára ald­ur. Örvandi lyf séu mikið notuð til með­höndl­unar á þessum kvilla hér á landi en feli í sér hættu á ávana­bind­ingu, mis­notkun og lyfjaflakki, það er að þau séu notuð af öðrum ein­stak­lingi en þeim sem læknir skrif­aði lyf­seðil fyr­ir. Þess­ari rann­sókn hafi verið ætlað að svara því hversu algengt slíkt lyfjaflakk væri meðal ung­linga á Íslandi.

Sam­kvæmt rann­sókn­ar­að­ilum sýna nið­ur­stöð­urnar fram á mik­il­vægi þess að vandað sé til verka hvað varðar aðbúnað og umgjörð slíkar notk­unar því til mik­ils sé að vinna, bæði fyrir barnið sjálft og þá sem kom­ast á ólög­legan hátt yfir lyfin og neyta þeirra.

Í nið­ur­stöð­unum á nem­endum 10. bekkjar á Íslandi sögð­ust um 9 pró­sent þeirra fá örvandi lyf gegn lyf­seðli. Segir í rann­sókn­inni að þetta passi vel við inn­lendar tölur um sölu örvandi lyfja en sé eilítið hærra en það sem far­alds­fræði­legar rann­sóknir gefa til kynna að sé tíðni ADHD í 15 ára gömlum börn­um.

Jafn­vel þó miðað væri við hæstu hugs­an­legu tíðni ADHD í börnum sem fram hefur komið í far­alds­fræði­legum rann­sókn­um, megi líta svo á að verið sé að með­höndla nær öll 15 ára börn sem hafa þessa röskun með örvandi lyfjum hér á landi. Það gefi ann­að­hvort til kynna afskap­lega skil­virkt grein­ing­ar- og með­ferð­ar­kerfi ADHD í börnum á Íslandi eða mögu­lega ofgrein­ingu og ofmeð­höndl­un, eftir því hvernig á það er lit­ið.

Lyfjaflakk teng­ist áhættu­hegðun

Um það bil 13 pró­sent drengja í 10. bekk var ávísað örvandi lyfjum og rúm­lega 5 pró­sent stúlkna en segir jafn­framt í rann­sókn­inni þessi kynja­munur sé í sam­ræmi við nið­ur­stöður erlendra rann­sókna á tíðni ADHD á þessu ald­urs­bili, þó vissu­lega megi finna bæði hærri og lægri tölur eftir því hvaða aðferða­fræði sé beitt hverju sinni.

Nokkur munur fannst á ávís­unum og lyfjaflakki örvandi lyfja eftir kynjum en hlut­fall lyfjaflakks er eilítið hærra hjá stúlkum en hjá drengj­um. Rann­sak­endur benda þó á að athuga beri að miklu færri stúlkur fá örvandi lyf gegn lyf­seðli en drengir, þannig að pró­sentu­tala stúlkna sé fljót­ari að breyt­ast en hjá drengj­un­um.

Aug­ljóst þykir að lyfjaflakk teng­ist annarri áhættu­hegðun eins og reyk­ing­um, áfeng­is­neyslu og annarri vímu­efna­notk­un, því jafn­vel þó þeir ung­lingar sem fá upp­á­skrifuð örvandi lyf virð­ist lík­legri til að nota vímu­efni, séu þeir ein­stak­lingar sem dreifa sínum lyfjum í marg­falt meiri áhættu. Nið­ur­stöð­urnar sýna einnig að lítil til­finn­inga­leg tengsl við for­eldra hafi sterk tengsl við það að ung­lingar dreifi örvandi lyfj­um.

For­eldrar og kenn­arar verða að vera vak­andi

Þetta gefur til­efni til áfram­hald­andi áherslu á að styrkja tengsl for­eldra og barna í æsku­lýðs- og for­varn­ar­starfi, sér­lega hjá þeim börnum sem glíma við ADHD, segir í rann­sókn­inni. Einnig að for­eldr­ar, for­ráða­menn, kenn­arar og aðrir sem hafa umsjón með börnum á slíkum lyfjum séu vak­andi fyrir þeim mögu­leika að barni sé ekki treystandi til að bera sjálft ábyrgð á lyfj­unum vegna freist­ingar um skjót­feng­inn gróða, félags­legs þrýst­ings eða jafn­vel þjófn­aðar og hót­ana frá utan­að­kom­andi aðil­um.

Spurn­inga­lista­rann­sókn sem þessi felur í sér nokkrar aug­ljósar tak­mark­anir eins og kemur fram í Lækna­blað­inu. Í fyrsta lagi sé hætta á því að nem­endur svari ekki sann­leik­anum sam­kvæmt. Í ein­hverjum til­fellum teng­ist slík svörun því hvað er talið æski­legt innan ákveð­ins sam­fé­lags og geti bæði leitt til þess að svarað er á ýkju­kenndan hátt en einnig að dregið sé úr.

Sú stað­reynd að hér er spurt um ólög­mætt athæfi feli einnig í sér þá hættu að skekkja komi í svör­in. Rann­sóknir á rétt­mæti ESPAD-­spurn­inga­list­ans, sem meðal ann­ars hafa verið gerðar með þátt­töku íslenskra ung­linga, bendi hins vegar til að lík­urnar á svar­skekkju hér séu óveru­legar og að lang­flestir svari eins heið­ar­lega og þeim er unnt. Önnur tak­mörkun snúi að fjölda þátt­tak­enda þar sem til­tölu­lega fámennur hópur dreifir lyfj­unum sínum til ann­arra og því vara­samt að draga allt of afger­andi álykt­anir af nið­ur­stöð­un­um.

Mik­il­vægt að vanda til verka

Að end­ingu segir í rann­sókn­inni að nið­ur­stöður þess­arar könn­unar skyldi ekki nota til að gera lítið úr þeirri hjálp sem örvandi lyf geta veitt börnum sem glíma við ADHD á þessum aldri. Á sama tíma sýni nið­ur­stöð­urnar fram á mik­il­vægi þess að vandað sé til verka hvað varðar aðbúnað og umgjörð slíkar notk­un­ar, til dæmis aðgengi barna að lyfj­un­um, sjálf­stæði þeirra til að skammta sér sjálf lyfin og notkun reglu­legra þvagprufa til að sann­reyna að barn sé að taka lyfið ef grunur leikur á lyfjaflakki. Ljóst sé að til mik­ils er að vinna, bæði fyrir barnið sjálft og þá sem á ólög­legan hátt kom­ast yfir og neyta lyfj­anna sem um ræð­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent