Skeljungur kaupir hlut í Hópkaup, Heimkaup og Bland

Markaðsvirði Skeljungs nemur nú ríflega 14 milljörðum króna.

Skeljungurskráning
Auglýsing

Skelj­ungur hefur fest kaup á þriðj­ungs­hlut í Wedo ehf. sem á og rekur vef­versl­an­irnar Heim­kaup.is, Hóp­kaup.is og Bland.­is. 

Í til­kynn­ingu, sem greint var frá á vef RÚV, kemur fram að hluta­fjár­aukn­ingin nemi 280 millj­ónum króna og að fjár­magnið verði notað til að styðja við frek­ari vöxt hjá félag­inu.

Þá fær Skelj­ungur sam­hliða kaup­unum rétt til að skrá sig fyrir 17 pró­senta hlut til við­bótar á næstu þremur árum. Nýti Skelj­ungur rétt sinn til kaupanna þá tryggir hann sér 51 pró­sents eign­ar­hlut í Wedo ehf. 

Auglýsing

Mark­aðsvirði Skelj­ungs er nú ríf­lega 14 millj­arðar króna en hagn­aður félags­ins nam 1,2 millj­örðum króna í fyrra, en félagið er skráð á aðal­l­ista kaup­hallar Íslands. Gildi líf­eyr­is­sjóður er stærsti hlut­hafi félags­ins með 9,2 pró­sent hlut og Arion banki næst stærstur með 8,45 pró­sent hlut.

Stærstu hluthafar Skeljungs. Mynd: Keldan.Í til­kynn­ing­unni er haft eft­ir Hend­rik Egholm, for­stjóra Skelj­ungs, að net­verslun sé sú teg­und við­skipta sem vex hvað hrað­ast í heim­in­um. „Við teljum tæki­færi fel­ast í sam­starfi Skelj­ungs og Wedo, sem komi báðum aðilum til góða. Skelj­ungur er sífellt að leita leiða til að mæta þörfum við­skipta­vina sinna og styrkja sölu­staði félags­ins.“

Guð­mundur Magna­son, for­stjóri Wedo, segir að vöxtur félags­ins hafi verið mik­ill að und­an­förnu. „Fjár­fest­ing Skelj­ungs og aðkoma félags­ins að Wedo kemur sér vel í þeirri upp­bygg­ingu sem stendur fyrir dyrum og gerir okkur kleift að gera enn betur í sam­keppni um hylli neyt­enda.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Sacky Shanghala.
Esau og Shanghala báðir búnir að segja af sér ráðherraembætti
Þeir tveir ráðherrar Namibíu sem sagðir eru hafa þegið háar mútugreiðslur frá Samherja í skiptum fyrir að úthluta þeim kvóta hafa báðir sagt af sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór: Ábyrgðin í svona málum liggur hjá fyrirtækinu sjálfu
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að hann hafi fyrir rúmum fimm árum rétt rekið inn nefið á skrifstofu Samherja og heilsað þremenningunum frá Namibíu og átt við þá spjall um daginn og veginn.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Hage Geingob, forseti Namibíu.
Forsetinn sagður vilja reka ráðherrana úr starfi
Forseti Namibíu er sagður vilja víkja Sacky Shanghala dómsmálaráðherra og Bernhardt Esau sjávarútvegráðherra úr starfi í kjölfar umfjöllunar um samskipti þeirra við forsvarsmenn Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent