Stjórnarandstöðuflokkarnir vilja fá formennsku í fjórum nefndum en þeim hefur verið boðin formennsku í þremur, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd.
Ef ekki næst sátt milli stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkanna, um þessi atriði, þá gæti farið svo að stjórnarandstöðuflokkarnir verði ekki með formennsku í neinni nefnd, af því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Nýtt þing kemur saman 14. desember og þá tekur við snörp umræða um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra. Hann segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann vilji sem minnst segja um útreikninga Samtaka atvinnulífsins, þar sem vikið er að kostnaði við stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna.
SA komst að því að hann yrði um 90 milljarðar króna, en Bjarni gefur lítið fyrir þær tölur í viðtali við Morgunblaðið og nefnir sérstaklega að hann átti sig ekki á því hvernig SA geti komist að því að árlegur útgjaldaauki ríkissjóðs vegna fjarskipta, samgangna og byggðamála verði 42,2 milljarðar króna.
Fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, gerði ráð fyrir 44 milljarða afgangi, en reikna má með því að hann verði eitthvað minni í frumvarpinu sem Bjarni leggur fram.