Stjórnendur og stjórn Klakka geta fengið 550 milljóna króna bónus

Stjórnin lagði sjálf fram tillögu um kaupaaukakerfið.

lykillinn131217
Auglýsing

Stjórn­endur og stjórn­ar­menn Klakka, eign­ar­halds­fé­lags, áður Exista, sem heldur utan um 100 pró­senta hlut í eigna­leigu­fyr­ir­tæk­inu Lykli, áður Lýs­ing, geta fengið sam­an­lagt um 550 millj­ónir króna í bónus í tengslum við vænt­an­lega sölu á Lykli og vegna ann­arra eigna félags­ins sem hafa verið seldar á síð­ustu árum. 

Frá þessu er greint í Mark­aðn­um, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins, í dag.

Stærsti eig­andi Lyk­ils er banda­ríski vog­un­ar­sjóð­ur­inn Dav­id­son Kempner en íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir, einkum LSR, Gildi, Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna og Birta, eiga einnig sam­tals um sex pró­senta hlut í Klakka.

Auglýsing

Í Mark­aðnum segir að hlut­hafa­fundur Klakka hafi sam­þykkt, síð­ast­lið­inn mánu­dag, til­lögu að kaupauka­kerfi sem lögð var fram af stjórn félags­ins, sem nær til þriggja starfs­manna Klakka og sex manna stjórnar félags­ins, en í henni eiga sæti fjórir Íslend­ing­ar. Stjórnin var því sjálf að skammta sér bón­usum, sam­kvæmt þessu. Full­trúi líf­eyr­is­sjóð­anna var ekki við­staddur á fund­in­um, en Krist­ján B. Thor­laci­us, hæsta­rétt­ar­lög­maður og einn stjórn­ar­manna Klakka, hefur ver­ið studdur af sjóð­unum í stjórn félags­ins en hann er á meðal þeirra sem bónus­kerfið nær til.

Auk Magn­úsar Schev­ing Thor­steins­sonar for­stjóra eru starfs­menn Klakka þau Jón Örn Guð­munds­son fjár­mála­stjóri og Brynja Dögg Stein­sen rekstr­ar­stjóri. 

Stjórn­ar­for­maður Klakka til margra ára er Pétur J. Eiríks­son en aðrir Íslend­ing­ar, fyrir utan Krist­ján, sem sitja í stjórn­inni eru Steinn Logi Björns­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Skipta og Húsa­smiðj­unn­ar, og Gunnar Þór Þór­ar­ins­son, lög­maður hjá Logos. 

„Gangi til­teknar for­sendur eftir sem kaupauka­kerfið grund­vall­ast á, en upp­hafs­dagur þess mið­ast við 17. mars 2016, gætu heild­ar­bón­us­greiðslur til þess­ara níu stjórn­enda félags­ins numið allt að 4,42 millj­ónum evra, jafn­virði tæp­lega 550 millj­óna íslenskra króna. Stjórn­endur Klakka gætu því fengið að með­al­tali yfir 60 millj­ónir króna á mann í sinn hlut í bón­us,“ segir í umfjöllun Mark­að­ar­ins.

Leið­rétt­ing: Jón Örn Guð­munds­son og Brynja Dögg Stein­sen voru sögð starfs­menn Lyk­ils en hið rétta er að þau eru starfs­menn Klakka. 

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent