Stjórnendur og stjórn Klakka geta fengið 550 milljóna króna bónus

Stjórnin lagði sjálf fram tillögu um kaupaaukakerfið.

lykillinn131217
Auglýsing

Stjórn­endur og stjórn­ar­menn Klakka, eign­ar­halds­fé­lags, áður Exista, sem heldur utan um 100 pró­senta hlut í eigna­leigu­fyr­ir­tæk­inu Lykli, áður Lýs­ing, geta fengið sam­an­lagt um 550 millj­ónir króna í bónus í tengslum við vænt­an­lega sölu á Lykli og vegna ann­arra eigna félags­ins sem hafa verið seldar á síð­ustu árum. 

Frá þessu er greint í Mark­aðn­um, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins, í dag.

Stærsti eig­andi Lyk­ils er banda­ríski vog­un­ar­sjóð­ur­inn Dav­id­son Kempner en íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir, einkum LSR, Gildi, Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna og Birta, eiga einnig sam­tals um sex pró­senta hlut í Klakka.

Auglýsing

Í Mark­aðnum segir að hlut­hafa­fundur Klakka hafi sam­þykkt, síð­ast­lið­inn mánu­dag, til­lögu að kaupauka­kerfi sem lögð var fram af stjórn félags­ins, sem nær til þriggja starfs­manna Klakka og sex manna stjórnar félags­ins, en í henni eiga sæti fjórir Íslend­ing­ar. Stjórnin var því sjálf að skammta sér bón­usum, sam­kvæmt þessu. Full­trúi líf­eyr­is­sjóð­anna var ekki við­staddur á fund­in­um, en Krist­ján B. Thor­laci­us, hæsta­rétt­ar­lög­maður og einn stjórn­ar­manna Klakka, hefur ver­ið studdur af sjóð­unum í stjórn félags­ins en hann er á meðal þeirra sem bónus­kerfið nær til.

Auk Magn­úsar Schev­ing Thor­steins­sonar for­stjóra eru starfs­menn Klakka þau Jón Örn Guð­munds­son fjár­mála­stjóri og Brynja Dögg Stein­sen rekstr­ar­stjóri. 

Stjórn­ar­for­maður Klakka til margra ára er Pétur J. Eiríks­son en aðrir Íslend­ing­ar, fyrir utan Krist­ján, sem sitja í stjórn­inni eru Steinn Logi Björns­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Skipta og Húsa­smiðj­unn­ar, og Gunnar Þór Þór­ar­ins­son, lög­maður hjá Logos. 

„Gangi til­teknar for­sendur eftir sem kaupauka­kerfið grund­vall­ast á, en upp­hafs­dagur þess mið­ast við 17. mars 2016, gætu heild­ar­bón­us­greiðslur til þess­ara níu stjórn­enda félags­ins numið allt að 4,42 millj­ónum evra, jafn­virði tæp­lega 550 millj­óna íslenskra króna. Stjórn­endur Klakka gætu því fengið að með­al­tali yfir 60 millj­ónir króna á mann í sinn hlut í bón­us,“ segir í umfjöllun Mark­að­ar­ins.

Leið­rétt­ing: Jón Örn Guð­munds­son og Brynja Dögg Stein­sen voru sögð starfs­menn Lyk­ils en hið rétta er að þau eru starfs­menn Klakka. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót
Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.
Kjarninn 16. október 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían
Kjarninn 16. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ofurstéttin sem er að eignast Ísland
Kjarninn 16. október 2019
Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins
Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 16. október 2019
Flokkar Bjarna Benediktssonar og Loga Einarssonar mælast nánast jafn stórir í nýrri könnun Zenter.
Samfylkingin mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkur
Frjálslyndu miðjuflokkarnir þrír í stjórnarandstöðu mælast með meira samanlagt fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir þrír í nýrri könnun. Fylgisaukning Miðflokksins, sem mældist í könnun MMR í síðustu viku, er hvergi sjáanleg.
Kjarninn 16. október 2019
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent