Katrín: Bylting kvenna rýfur „aldalanga þögn“

Forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að ábyrg stjórn efnahagsmála væri lykillinn að því að tryggja sjálfbært samfélag. Hún gerði #Metoo byltinguna að umtalsefni og sagði hana hvergi nærri komna á endastöð.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, sagði í stefnu­ræðu sinni á Alþingi í kvöld að ábyrg efn­hags­stjórn væri lyk­ill­inn að því að búa til sjálf­bært sam­fé­lag. Hún sagði stefnu rík­is­stjórn­ar­innar mið­ast við þetta, og með þetta að leið­ar­ljósi yrði traustið aukið á Alþingi.

Þá gerði hún sér­stak­lega að umtals­efni, #Metoo bylt­ingu kvenna að und­an­förnu, sem hefði ekki síst byrst á sam­fé­lags­miðl­um. „Bylt­ing kvenna á sam­fé­lags­miðlum und­an­farin miss­eri rýfur alda­langa þögn. Þar erum við hvergi nærri komin á enda­stöð.  Lang­tíma­verk­efnið snýst um að breyta við­teknum skoð­unum sem við­haldið hafa lak­ari stöðu kvenna um ald­ir. Eitt kjör­tíma­bil mun ein­ungis vera eitt örstutt spor í þeirri veg­ferð,“ sagði Katrín, og nefndi sér­stak­lega að aðgerða­á­ætlun verði ýtt úr vör sem á að leiða til úrbóta og styrkja inn­viði rétt­ar­vörslu­kerf­is­ins. „Lögð verður áhersla á fræðslu og for­varnir og bættar aðstæður til að styðja brota­þola um land allt innan heil­brigð­is­kerf­is­ins. En jafn­rétti snýst um margt fleira. Sátt­máli rík­is­stjórn­ar­innar leggur ríka áherslu á jöfn tæki­færi – Ísland á að vera land tæki­fær­anna fyrir alla. Það kallar á marg­vís­legar aðgerðir sem lúta að því að berj­ast gegn launa­mun kynj­anna, gera betur í mál­efnum hinsegin fólks, tryggja sam­fé­lags­lega þátt­töku allra og að efna­hag­ur, búseta, aldur eða fötlun hindri fólk ekki að nýta þau tæki­færi sem íslenskt sam­fé­lag hefur upp á að bjóða,“ sagði Katrín. 

Í ræðu sinni sagð­ist hún hafa nýtt tím­ann til að hitta for­ystu­fólk á vinnu­mark­aði að und­an­förnu, og að það væri hennar trú, að eitt mik­il­væg­asta verk­efnið framundan væri að auka sam­starf og styrkja efna­hags­legan stöð­ug­leika. Þrótt­mikið efna­hags­líf bygg­ist á fjöl­breyttu atvinnu­lífi þar sem áhersla er lögð á aukna þekk­ingu og verð­mæta­sköpun og sjálf­bæra þró­un. Und­ir­stöð­urnar þurfa að vera traustar; sjálf­bær sjáv­ar­út­vegur og ferða­þjón­usta, umhverf­is­vænn land­bún­að­ur, traust og heil­brigt fjár­mála­kerfi og öfl­ugt rann­sókna- og nýsköp­un­ar­starf. Þrótt­mikið efna­hags­líf er nauð­syn­legt til að sam­fé­lagið geti búið sig undir að mæta þeim áskor­unum og nýta þau tæki­færi sem fel­ast í sífellt örari tækni­breyt­ingum en í fram­tíð­inni mun vel­megun á Íslandi þurfa að grund­vall­ast á hug­viti, sköpun og þekk­ingu. „Ég hef nú á fyrstu dögum mínum sem for­sæt­is­ráð­herra hitt for­ystu­menn heild­ar­sam­taka á vinnu­mark­aði en far­sælt sam­starf stjórn­valda og aðila vinnu­mark­að­ar­ins er for­senda þess að byggja hér upp félags­legan og efna­hags­legan stöð­ug­leika. Kom­andi kjara­samn­ingar munu ráða miklu um efna­hags­lega þróun kom­andi miss­era og ára en þar leggja stjórn­völd áherslu á að til að tryggja megi efna­hags­legan stöð­ug­leika sé um leið mik­il­vægt að treysta hinar félags­legu stoðir og vinna með sem flestum að ábyrgum vinnu­mark­aði. Meðal ann­ars þarf að end­ur­skoða hús­næð­is­stuðn­ing hins opin­bera og stefna að því að lengja fæð­ing­ar­or­lof og hækka greiðsl­ur, og sömu­leiðis er til skoð­unar að lækka lægra skatt­þrep tekju­skatts­kerf­is­ins við kom­andi kjara­samn­inga­gerð til að bæta kjörin í land­inu,“ sagði Katrín.

Auglýsing

Hún lauk ræðu sinni á því að vitna í Stefán Þor­leifs­son, 101 árs, sem var fyrsti mað­ur­inn til að aka í gegnum ný Norð­fjarð­ar­göng. „Að hugsa um fram­tíð­ina, það eiga allir að gera. Það er skylda hvers manns. Að reyna að skilja þannig við þjóð­fé­lagið að það sé gott fyrir þá sem taka við.“ Höfum þessi orð í huga, nú þegar við hefjum störf okkar á nýju kjör­tíma­bil­i,“ sagði Katrín.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent