Vill fá að vita hver aksturskostnaður dýrustu þingmannanna er

Óskað er eftir því að fá upplýsingar um hver mánaðarlegur og árlegur aksturskostnaður þeirra þriggja þingmanna sem fengu hæstu greiðslurnar samkvæmt akstursskýrslu á árunum 2013–2016 í hverju kjördæmi.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
AuglýsingBjörn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, hefur lagt fram
fyr­ir­spurn til for­seta Alþingis um akst­urs­kostnað þing­manna. Hann vill fá að vita hver mán­að­ar­legur og árlegur akst­urs­kostn­aður sér­hvers þeirra þriggja þing­manna sem fengu hæstu greiðsl­urnar sam­kvæmt akst­urs­skýrslu á árunum 2013–2016 í hverju kjör­dæmi var.

Í stuttri grein­ar­gerð sem fylgir fyr­ir­spurn­inni er sér­stak­lega tekið fram að þess sé ekki óskað að við­kom­andi þing­menn séu nafn­greind­ir, ein­ungis er spurt um upp­hæð­irnar sem eru und­ir.  

Björn Leví spurði út í akst­urs­kostnað þing­manna á síð­asta þingi. Í svari þáver­andi for­seta Alþing­is, Unnar Brár Kon­ráðs­dótt­ur, við fyr­ir­spurn­inni, sem var birt í byrjun nóv­em­ber, kom fram að frá byrjun árs 2013 og til loka árs 2016 hafi þing­menn fengið greiddar 163 millj­ónir króna vegna akst­urs eigin bif­reiða. Þing­mönnum er heim­ilt að halda akst­urs­dag­bækur og fá kostnað end­ur­greiddan frá þing­inu. Á árinu 2016 fóru tvær af hverjum þremur krónum sem voru end­ur­greiddar vegna akst­urs­kostn­aðar til þing­manna Suð­ur­kjör­dæm­is. Þrátt fyrir margar fyr­ir­spurn­ir, frá þing­mönnum og fjöl­miðl­um, þá hefur Alþingi ætið neitað að greina frá því hvað hver þing­maður hefur fengið í akst­urs­greiðsl­ur.

Auglýsing

Þingið hefur hvatt þing­menn til að nýta sér bíla­leigu­bíla í meiri mæli í stað þess að nota eigin bíla og fá greidda akst­ur­s­pen­inga, til að svara kostn­að. Þessi til­mæli hafa skilað því að end­ur­greiðslur til þing­manna í Norð­vest­ur­kjör­dæmi hafa dreg­ist veru­lega sam­an.

Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, var spurður af því af Frétta­blað­inu í nóv­em­ber hvort hann vildi upp­lýsa um hversu mikið hann hefði fengið greitt vegna akst­urs á árinu 2016. Hann vildi ekki greina frá því. Þess í stað spurði hann blaða­mann: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lög­fræð­ing­arnir frá Rauða kross­inum eru að fá fyrir að senda bréf til inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins vegna hæl­is­leit­enda, er það? Þið viljið ekki að þeir missi spón úr aski sín­um?“

Ásmundur baðst síðar afsök­unar á orðum sínum í við­tal­inu og sagð­ist hafa verið argur og þreyttur þegar við­talið var tek­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Mótmælendur komu saman á Austurvelli skömmu eftir að fjölmiðlar greindu frá innihaldi Samherjaskjalanna í nóvember síðastliðnum. Nú virðist sjávarútvegsfyrirtækið vera að mæla almenningsálitið.
Spurt hvað fólki finnist um viðbrögð Samherja við Namibíumálinu
Gallup spurði viðhorfahóp sinn í vikunni um álit á aðgerðum Samherja „í kjölfar ásakana um mútur í Namibíu“. Sjávarútvegsfyrirtækið virðist vera að taka stöðuna á almenningsálitinu, áður en það ræðist í að svara ásökunum í auknum mæli opinberlega.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent