Að duga eða drepast - Verkfall flugvirkja hefst á morgun að óbreyttu

Reynt verður til þrautar í dag að semja í kjaradeilu flugvirkja.

7DM_4140_raw_1609.JPG
Auglýsing

„Við skulum ekki alveg gefa þetta upp á bát­inn,“ segir Óskar Ein­ars­son, for­mað­ur­ Flug­virkja­fé­lags Íslands, við­Morg­un­blað­ið, í dag en rætt varð við hann ná tíunda tím­anum í gær­kvöldi.

Samn­inga­fundi flug­virkja og Sam­taka atvinnu­lífs­ins lauk um það leyti án nið­ur­stöðu, en verk­fall hefst á morgun ef ekki tekst að semja. Fram hefur komið að flug­virkjar vilji um 20 pró­sent launa­hækk­un, en kröf­urnar hafa þó ekki verið stað­festar af flug­virkjum eða Sam­tökum atvinnu­lífs­ins.

Fyrir liggur að verk­fall flug­virkja getur haft mikil áhrif á flug­sam­göng­ur. Á hverjum degi getur það haft áhrif á um 10 þús­und far­þega. Í yfir­lýs­ingu Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar kemur fram að verk­falls­hótun flug­virkja hef­ur ­valdið miklum óróa meðal fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ust­u. 

Auglýsing

Í yfir­lýs­ing­unni kemur fram að nú þegar hafi verk­falls­hót­unin haft tölu­verð áhrif á mörg fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu. Fyr­ir­sjá­an­legt sé að verk­fallið geti haft gíf­ur­lega mikil áhrif á sam­göngur til lands­ins, og þar með grafið undan ferða­þjón­ust­unn­i. 

Meira úr sama flokkiInnlent