Fjárfestar vilja kaupa Siggi's Skyr fyrir meira en 30 milljarða

JP Morgan leiðir söluferlið. Sigurður Kjartan Hilmarsson er stofnandi fyrirtækisins og hefur rekið það frá New York frá stofnun.

Siggi's
Auglýsing

Fyr­ir­tækið The Icelandic Milk and Skyr Cor­poration, sem var stofnað af Sig­urði Kjart­ani Hilm­ars­syni árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslend­inga, er langt komið í við­ræðum við áhuga­sama fjár­festa í Banda­ríkj­unum um sölu á öllu fyr­ir­tæk­inu fyrir tæp­lega 300 millj­ónir dala, jafn­virði um 30 millj­arða íslenskra króna.

Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag

Í októ­ber var frá því greint að JP Morgan bank­inn væri nú með fyr­ir­tækið til sölu, en gert er ráð fyrir að tekjur þess á næsta ári verði meiri en 200 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða um 22 millj­arðar króna, en vöxt­ur­inn framundan er áætl­aður um 50 pró­sent árlega, sam­kvæmt umfjöllun CNBC um sölu­ferl­ið.

AuglýsingVörur fyr­ir­tæk­is­ins, sem eru seldar undir vöru­merk­inu Sigg­i’s skyr, eru fáan­legar í um 25 þús­und versl­unum í öllum ríkjum Banda­ríkj­anna. Í Frétta­blað­inu kemur fram að fyr­ir­tækið sé að 75 pró­sent hluta í eigu Sig­urðar og ætt­ingja hans, vina og ann­arra sem þeim tengj­ast. 

„Sam­kvæmt heim­ildum Frétta­blaðs­ins nemur eign­ar­hlutur Sig­urðar um 25 pró­­sentum en aðrir Íslend­ingar sem eiga umtals­verðan hlut í fyr­ir­tæk­inu eru meðal ann­ars feðgarnir Ingi­mundur Sveins­son arki­tekt og Sveinn Ingi­mund­ar­son. Þá á sviss­neski mjólk­ur­fram­leið­and­inn Emni Group um fjórð­ungs­hlut sem félagið eign­að­ist í árs­lok 2013,“ segir í umfjöllun Frétta­blaðs­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent