Fjárfestar vilja kaupa Siggi's Skyr fyrir meira en 30 milljarða

JP Morgan leiðir söluferlið. Sigurður Kjartan Hilmarsson er stofnandi fyrirtækisins og hefur rekið það frá New York frá stofnun.

Siggi's
Auglýsing

Fyr­ir­tækið The Icelandic Milk and Skyr Cor­poration, sem var stofnað af Sig­urði Kjart­ani Hilm­ars­syni árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslend­inga, er langt komið í við­ræðum við áhuga­sama fjár­festa í Banda­ríkj­unum um sölu á öllu fyr­ir­tæk­inu fyrir tæp­lega 300 millj­ónir dala, jafn­virði um 30 millj­arða íslenskra króna.

Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag

Í októ­ber var frá því greint að JP Morgan bank­inn væri nú með fyr­ir­tækið til sölu, en gert er ráð fyrir að tekjur þess á næsta ári verði meiri en 200 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða um 22 millj­arðar króna, en vöxt­ur­inn framundan er áætl­aður um 50 pró­sent árlega, sam­kvæmt umfjöllun CNBC um sölu­ferl­ið.

AuglýsingVörur fyr­ir­tæk­is­ins, sem eru seldar undir vöru­merk­inu Sigg­i’s skyr, eru fáan­legar í um 25 þús­und versl­unum í öllum ríkjum Banda­ríkj­anna. Í Frétta­blað­inu kemur fram að fyr­ir­tækið sé að 75 pró­sent hluta í eigu Sig­urðar og ætt­ingja hans, vina og ann­arra sem þeim tengj­ast. 

„Sam­kvæmt heim­ildum Frétta­blaðs­ins nemur eign­ar­hlutur Sig­urðar um 25 pró­­sentum en aðrir Íslend­ingar sem eiga umtals­verðan hlut í fyr­ir­tæk­inu eru meðal ann­ars feðgarnir Ingi­mundur Sveins­son arki­tekt og Sveinn Ingi­mund­ar­son. Þá á sviss­neski mjólk­ur­fram­leið­and­inn Emni Group um fjórð­ungs­hlut sem félagið eign­að­ist í árs­lok 2013,“ segir í umfjöllun Frétta­blaðs­ins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins framkvæmdu ólögmæta breytingu á útreikningum á vöxtum á breytilegum verðtryggðum lánum í fyrra.
Sumir lántakar hjá sjóði verzlunarmanna að greiða vexti sem hafa ekki sést áður
Hópur lántakenda hjá næst stærsta lífeyrissjóði landsins, sem varð fyrir vaxtabreytingu, sem reyndist síðar óheimili fær brátt ofgreiddar greiðslur endurgreiddar. Vextir á lánum þeirra munu reiknast eftir fyrri reglu, og eru undir tveimur prósentum.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Eldri konur af erlendum uppruna „ósýnilegar“ í umræðunni og oft einangraðar
Eldri konur af erlendum uppruna hér á landi eru oft einangraðar og því lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft er að þær leiti sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent