Nikki R. Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur boðið fulltrúum þeirra ríkja sem ekki kusu gegn Bandaríkjunum í atkvæðagreiðslu í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, til veislu hinn 3. janúar.
Frá þessi greinir Reuters.
Eins og greint var frá fyrr í gær, þá greiddi yfirgnæfandi meirihluti aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna gegn ákvörðun Bandaríkjanna um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels, en ályktun þess efnis, sem borin var upp af frumkvæði Egypta, var samþykkt.
RT @USUN: “America will put our embassy in #Jerusalem...No vote in the United Nations will make any difference on that. But this vote will make a difference on how Americans look at the @UN, and on how we look at countries who disrespect us in the UN.” pic.twitter.com/UBLFXVyouY
— Nikki Haley (@nikkihaley) December 21, 2017
Samtals greiddu 128 ríki með henni, 9 stóðu með Bandaríkjunum, að þeim meðtöldum, og 35 voru hlutlaus og 21 þjóð tók ekki þátt í kosningunni. Samtals voru því 64 þjóðir sem ekki studdu tillöguna gegn Bandaríkjunum, en af þeim voru 35 hlutlausar og 21 þjóð kaus ekki.
Ísland kaus gegn ákvörðun Bandaríkjanna, og sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, að ekkert annað hefði komið til greina.
Þær níu þjóðir sem studdu Bandaríkin voru Gvatemala, Hondúras, Ísrael, Marshall-eyjar, Míkrónesía, Nárú, Palá og Tógó.
Haley sagði í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag, eftir að niðurstaðan lá fyrir, að „þessi dagur myndi ekki gleymast“.
Hún sagði Bandaríkin ekki ætla að endurskoða ákvörðun sína um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og að færa þangað sendiráð Bandaríkjanna. En það myndi koma í ljós hvernig þær þjóðir, sem ekki styddu ákvörðun Bandaríkjanna, myndu finna fyrir því að hafa kosið gegn Bandaríkjunum.