Lífslíkur í Bandaríkjunum lækkuðu um 0,1 ár milli ára og eru þær nú metnar 78,6 árs. Þetta er annað árið í röð sem lífslíkurnar lækka milli ára og segir Robert Anderson, yfirmaður Stofnunar Bandaríkjanna á sviði hagtalna um heilbrigðismál (NCHS), í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC, að tölurnar séu „sjokkerandi“.
Þetta hefur ekki gerst í Bandaríkjunum tvö ár í röð síðan á árunum 1962 til 1963.
Lækkunin nú er rakin til gífurlegrar aukningar dauðsfalla vegna fíkniefna, en í fyrra létust 64 þúsund manns í Bandaríkjunum af þeim sökum.
Flestir létust vegna efna á borð við morfín, heróín, kódín, metadón og petidín. En algjörlega stjórnlaus aukning virðist vera á framboði fíkniefna í hinu ógnarstóra svarta hagkerfi landsins. Á það á við um svonefnd náttúruleg fíkniefni, eins og kókaín og heróín, en einnig verksmiðjuframleidd efni og lyfseðilsskyld lyf (læknadóp).
Á árunum 2014, 2015, 2016 og það sem af er 2017, hafa látist nærri 240 þúsund einstaklingar í Bandaríkjunum vegna of stórra skammta af fíkniefnum.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hrint af stað átaki til að sporna gegn aukningunni, en afar deildar meiningar eru innan bandaríska stjórnkerfisins um hvernig eigi að bergjast gegn aukningunni.
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, vill beita meiri hörku og þyngri refsingum, til að reyna að ná tökum á flæði fíknefnanna um samfélögin, en því eru margir leiðtogar á sviði stjórnmála í Bandaríkjunum algjörlega ósammála. Bara borgarstjórnir víða í Bandaríkjunum meðal annars hvatt til þess að stjórnvöld endurskoði stefnu sína, og beiti sér frekar fyrir því að fíklum verði hjálpað með læknis- og meðferðarhjálp.