Tvö stærstu fyrirtækin á íslenska hlutabréfamarkaðnum, Marel og Icelandair, hafa átt afar ólíku gengi að fagna á árinu 2017 þegar horft er til markaðsvirðist þeirra.
Á undanförnu ári hefur markaðsvirði Marel hækkað um 28,7 prósent og er nú 226 milljarðar króna. Hjá Icelandair hefur markaðsvirðið fallið um 37,9 prósent og er nú tæplega 72 milljarðar.
Eigið fé félaganna var í lok þriðja árs fjórðungs nokkuð svipað. Hjá Marel var það 536 milljarðar evra, eða 67 milljarðar króna, og hjá Icelandair 618 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur tæplega 65 milljörðum króna.
Marel er nú langsamlega stærsta félagið í kauphöllinni en félagið sem kom þar á eftir, Össur, er nú farið úr kauphöllinni og eru bréf félagsins aðeins í viðskiptum í Danmörku þar sem meirihluti hluthafa er.
We wish you, your family, and your colleagues the very best for 2018! pic.twitter.com/L8Ed5jXW72
— Marel Fish (@MarelFish) December 19, 2017
Marel fagnaði því á dögunum að félagið hefur verið á markaði í 25 ár, en starfsmenn fyrirtækisins eru nú yfir 5 þúsund á heimsvísu.