Í bréfi frá settum dómsmálaráðherra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, til dómnefndar um hæfni umsækjenda um stöðu dómara, er kallað efir frekari skýringu á starfi og mati nefndar. Í bréfinu segir að það sé mat setts dómsmálaráðherra að skýringar nefndarinnar, á því að engar upplýsingar fylgi umsækjendum og hvers vegna þeim sé raðað með þeim hætti sem nefndin gerir, séu „óljósar“.
Eins og kunngjört var í dag á vef Kjarnans þá hefur dómnefndin lagt það til að fimm karlar og þrjár konur verði skipaðar dómarar. Í mati nefndarinnar kemur fram að þeir átta sem dómnefnd mat hæfasta eru Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Ásgerður Ragnarsdóttir hæstaréttarlögmaður, Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, Bergþóra Ingólfsdóttir hæstaréttarlögmaður, Daði Kristjánsson, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara, Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi yfirlögfræðingur Kaupþings, Ingiríður Lúðvíksdóttir, settur héraðsdómari, og Pétur Dam Leifsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands.
Sigríður Á. Andersen er vanhæf í málinu, en á dögunum féll dómur í Hæstarétti þar sem fram kom að hún hefði sem dómarmálaráðherra brotið gegn stjórnsýslulögum við skipta dómara í Landsrétt, en vikið var frá skipan 15 dómara við réttinn í fjórum tilvikum.
Í bréfi sett dómsmálaráðherra er kallað eftir skýringum á starfi nefndarinnar, og þær meðal annars settar fram í tíu liðum. Í bréfinu kemur einnig fram að 23 umsækjendur um dómarastörfin hafi komið andmælum til nefndarinnar.
„Í svari starfsmanns nefndarinnar kom fram að dómnefndin hefði ekki sett hæfnismatið
fram í valtöflu og hún hefði ekki sett fram töluleg viðmið um mat á því hvernig umsækjendur
uppfylltu hverja einstaka kröfu. Þá var rakið að þrjú atriði hefðu mest vægi við gerð
umsagnarinnar, þ.e. reynsla af dómstörfum, reynsla af lögmannsstörfum og reynsla af
stjórnsýslustörfum. Einnig var vísað til þess að dómnefndin byggði á innsendum gögnum,
opinberum gögnum um starfsferil umsækjenda, ummælum umsagnaraðila en ekki síst því
sem fram kom í viðtölum við umsækjendur. Var einnig áréttað í tölvubréfinu að umsögnin
hefði verið reist á niðurstöðum mats á „heildstæðu mati samkvæmt málefnalegum
sjónarmiðum.“ Að mati setts ráðherra eru skýringar nefndarinnar óljósar og gefa í raun litlar sem
engar upplýsingar um það hvernig mati nefndarinnar var háttað. Lestur umsagnarinnar einn
og sér hefur ekki dugað settum ráðherra, enda er erfitt fyrir hann að kanna réttmæti hennar þar
sem hann hefur ekki upplýsingar um innbyrðis vægi þeirra þátta sem nefndin lagði mat á,“ segir m.a. í bréfinu.
Í tíu liðum eru settar fram athugasemdir við störf nefndarinar, og er kallað eftir skýringum í þeim. Margar athugasemdirnar fela í sér gagnrýndi á störf nefndarinnar.
Þessar athugasemdir eru eftirfarandi.
„Í fyrsta lagi telur settur ráðherra það sæta nokkurri furðu að dómnefndin hafi ekki notast við stigatöflu, a.m.k. til hliðsjónar, í mati sínu, enda er umsækjendum gaumgæfilega raðað í hæfisröð í hverjum matsflokki. Einnig má nefna að mat nefndarinnar í síðustu umsögn hennar, dags. 19. maí 2017, virðist að stærstum hluta hafa ráðist af uppröðun umsækjenda í stigatöflu sem nefndin útbjó. Vinnubrögð nefndarinnar að þessu leyti virðast því vera í ósamræmi við fyrri framkvæmd hennar.
Í öðru lagi er í þættinum um reynslu af dómarastörfum umsækjanda raðað efst sem hefur átta ára reynslu sem settur dómari, en umsækjanda raðað skör lægra sem var skipaður héraðsdómari í um tuttugu ár.
Í þriðja lagi fæst illa séð hvernig það getur staðist að lögmanni með yfir þriggja áratuga reynslu sé raðað í 8.-10. sæti í matsþættinum um lögmannsstörf.
Í fjórða lagi virðist einn umsækjandi, sem er með umtalsverða reynslu sem saksóknari, fá þá reynslu metna í tvígang, ef svo má að orði komast, að minnsta kosti að einhverju leyti. Annars vegar er sú reynsla metin honum til tekna í þættinum um reynslu af lögmannsstörfum (sem ætti líklega að nefuast reynsla af málflutningi og öðrum lögmannsstörfum, sbr.T, tölulið 4. gr. reglna nr. 620/2010) og hins vegar í þættinum um reynslu af stjórnsýslustörfum. Með þessu móti vigtar reynsla af saksóknara-störfum í reynd þyngra en jafulöng reynsla af lögmannsstörfum. Fær settur ráðherra ekki séð að slíkt sé málefualegt, sérstaklega í ljósi þess að reynsla af lögmennsku tekur yfirleitt til fleiri og fjölbreyttari réttarsviða en störf saksóknara, sem eru á mjög afmörkuðu sviði.
Í fimmta lagi er erfitt að átta sig á mati nefndarinnar á sérstakri starfshæfni. Hér má nefna sem dæmi að í síðustu umsögn dómnefndarinnar, dags. 19. maí 2017, var sérstök starfshæfni metin í þremur aðskildum matsþáttum, þ.e. stjórnun þinghalda, samningu dóma og þekkingu á réttarfari. Í mati dómnefudarinnar nú er þessum þremur þáttum blandað saman án þess að lesandinn geti áttað sig á því hvaða þáttur vigtaði þyngst og hvers vegna. Verður í því sambandi ekki síst að horfa til þess að samkvæmt dómum Hæstaréttar í málum nr. 591 og 592/2017 er ekkert því til fyrirstöðu að nefndin leggi sérstakt efnislegt mat á hæfni umsækjenda til að semja dóma.
Í sjötta lagi má nefna að dómnefndin virðist hafa lagt talsverða áherslu á viðtöl við umsækjendur, en þrátt fyrir það er í umsögninni ekki að finna sérstakt mat á þessum þætti og er settur ráðherra t.d. engu nær um það hvaða umsækjandi stóð sig best í viðtölunum og hvers vegna eða hversu mikið vægi þessi þáttur hafði á mat dómnefudarinnar. Hér verður ekki síst að hafa í huga að frammistaða í viðtölum er ekki á meðal þeirra þátta sem fram koma í 4. gr. reglna nr. 62012010. Settur ráðherra telur þó að það leiði af eðli máls að slíkt geti haft þýðingu í heildarmatinu, en það verði þá að vera ljóst af umsögninni hvernig umsækjendur stóðu sig, hvert vægi viðtalanna var og hvers vegna mikilvægt var að leggja sérstaka áherslu á þennan þátt í þetta skipti, enda virðist nefndin ekki hafa lagt áherslu á viðtölin í fyrri umsögnum sínum.
Í sjöunda lagi er undir lokin á umsögninni tiltekið hverja dómnefndin metur hæfasta, án þess að það sé rökstutt sérstaklega á grundvelli heildarmats hvers vegna þessir umsækjendur en ekki aðrir eru metnir hæfastir. Hér verður að taka fram að dómnefudin sjálf hefur sagt að niðurstaða hennar hafi grundvallast á "heildstæðu mati" og að það hafi ekki grundvallast á hlutlægum samanburði með stigatöflu, eins og áður virðist hafa tíðkast hjá nefudinni. Hlýtur því að þurfa að gera þá kröfu að dómnefudin framkvæmi þetta heildstæða mat í umsögn sinni og rökstyðji niðurstöðu sína að loknu því mati með allítarlegum hætti.
Í áttunda lagi vekur það athygli setts ráðherra að víða í umsögninni kemur fram að ekki hafi verið tilefui til þess að gera upp á milli einstakra umsækjenda í tilteknum matsþáttum. Þrátt fyrir að nefudin sé þannig ekki afgerandi varðandi innbyrðis mat í einstökum matsþáttum er hún afgerandi í lokaniðurstöðu sinni um það að einungis átta umsækjendur, en ekki fleiri, séu hæfastir að mati nefudarinnar.
Í níunda lagi setur dómnefudin fram álit sitt á því hvaða umsækjendur eru taldir hæfastir til þess að verða skipaðir í embætti við Héraðsdóm Reykjavíkur, hver er talinn hæfastur til að verða skipaður í embætti með starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur (sem þó sinnir störfum við alla héraðsdómstólana) og loks hver er metinn hæfastur til þess að verða skipaður í embætti dómara með starfsstöð við Héraðsdóm Vestfjarða (sem þó sinnir störfum við alla héraðsdómstólana). Ekki verður séð hvaða forsendur lágu þarna að baki og er óskað skýringa á því.
Í tíunda lagi bárust nefndinni ábendingar og athugasemdir frá 23 umsækjendum. Margar þessara athugasemda voru efnismiklar og var sumum þeirra skilað aðeins einum til tveimur dögum áður en nefndin gaf út umsögn sína 21. desember 2017. Þrátt fyrir minnisblað nefndarinnar, dags. sama dag, telur settur ráðherra að hinn skammi tími sem nefndin tók sér til að yfirfara andmælin bendi til þess að þau hafi ekki verið gaumgæfð sem skildi, enda er í mörgum tilvikum í minnisblaðinu að finna mjög stuttaralega afgreiðslu á andmælum um að þau hafi ekki leitt til breytinga á mati nefndarinnar.
Eðlilegt hefði verið, að mati ráðherra, að nefndin hefði rökstutt í minnisblaðinu hvers vegna efnislegar, og að því er virðist réttmætar ábendingar umsækjenda í mörgum tilvikum leiddu ekki til breytinga á umsögninni. Þar sem rökstuðning skortir að miklu leyti fyrir niðurstöðum nefudarinnar hefur settur ráðherra ekki forsendur til þess að taka afstöðu til efnislegs mats nefndarinnar og leggja mat á hvort hann tekur undir mat hennar eða hvort tilefui sé til þess að gera tillögu til Alþingis um skipun annarra umsækjenda. Þá hefur nefndin ekki veitt greinargóðar skýringar á því hvernig matinu var háttað, eins og áður er rakið.
Nefndin virðist ekki hafa lagt forsvaranlegt mat á ákveðna þætti, eins og t.d. reynslu af dómarastörfum, og er erfitt fyrir settan ráðherra að átta sig á því heildstæða mati sem dómnefudin segist hafa framkvæmt. Umsögnin er enda rökstudd eins og um sé að ræða mjög hlutlægan samanburð á milli umsækjenda í einstökum matsþáttum, en nefndin segist þrátt fyrir það ekki hafa raðað umsækjendum á grundvelli stigatöflu. Þá er ítrekað að settur ráðherra hefur ekki upplýsingar um innbyrðis vægi matsþátta og á því í verulegum erfiðleikum með að ganga úr skugga um að mat nefndarinnar sé forsvaranlegt. Þrátt fyrir framangreint, og vegna þess hversu skammur tími er til stefnu þar til hinir nýju dómarar þurfa að taka til starfa, mun settur ráðherra ekki óska eftir nýrri umsögn nefudarinnar.
Hann fer þess hins vegar á leit við nefndina að hún útskýri betur með hvaða hætti matið var framkvæmt og hvers vegna umræddir átta umsækjendur voru, á grundvelli heildarmats, taldir hæfari en aðrir umsækjendur. Þá er þess óskað að nefudin skoði þau atriði sem nefud eru hér að framan og taki afstöðu til þess hvort athugasemdir setts ráðherra gefi tilefui til þess að breyta einstökum þáttum umsagnarinnar. Loks er óskað skýringa á því hvers vegna fleiri komu ekki til álita að mati nefudarinnar en þeir átta sem lagðir voru til. Í því sambandi yrði óskað sérstakra skýringa á þeim skoðanamun sem virðist hafa verið innan nefudarinnar, svo sem fram kemur í niðurlagi umsagnar hennar, á því hvort "gera skyldi upp á milli hæfni þeirra tveggja sem tilnefud eru [í tiltekin embætti sem sinna skulu eftir atvikum störfum við alla dómstólana] og fleiri umsækjenda", og þá hvaða fleiri umsækjendur hafi komið til greina að þessu leyti.“