Jóna Sólveig Elínardóttir hefur látið af störfum sem varaformaður Viðreisnar. Hún tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í dag.
Í færslunni segir hún ákvörðunina vera kaflaskipti en um miðjan desember tilkynnti hún stjórn Viðreisnar um þá ákvörðun sína að láta af embætti varaformanns.
„Ákvörðunin er tekin að vel ígrunduðu máli en eins og sakir standa, og í ljósi þess að nú er nýr áfangi í lífi mínu að hefjast, tel ég mig ekki geta gefið mig af fullum krafti í embættið,“ segir hún í færslunni. Hún tekur þó fram að þetta þýði ekki að hún sé hætt afskiptum af stjórnmálum en telur hún að nú sé rétt að beina athyglinni tímabundið að öðrum verkefnum.
Í samtali við Kjarnann segir hún að ákvörðunin hafi ekki verið auðveld. Henni finnist erfitt að vera í verkefnum ef hún geti ekki gefið sig algjörlega í þau. Þess vegna hafi hún tekið þessa ákvörðun.
Að endingu í færslu sinni þakkar hún stjórn flokksins, trúnaðarmönnum og öllu því fólki sem hefur stutt hana í þessu hlutverki fyrir samstarf síðastliðið eitt og hálft ár.
Kaflaskipti. Um miðjan desember tilkynnti ég stjórn Viðreisnar um þá ákvörðun mína að ég léti af embætti varaformanns. Á...
Posted by Jóna Sólveig Elínardóttir on Tuesday, January 2, 2018