Trond Giske stígur til hliðar - Misnotaði aðstöðu sína gegn konum

Varaformanni norska Verkamannaflokksins hefur verið gert að stíga til hliðar eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni komu fram.

Trond Giske
Trond Giske
Auglýsing

Trond Giske, vara­for­maður norska Verka­manna­flokks­ins, hefur sagt af sér vegna ásak­ana um kyn­ferð­is­lega áreitni gegn kon­um. 

Mik­ill þrýst­ingur hefur verið á hann að segja af sér frá því málið komst upp í des­em­ber síð­ast­liðn­um. Nokkrar konur stigu fram og greindu frá áreit­inu en ekki liggur fyrir hversu margar þær eru eða hvers eðlis brotin eru. 

Jonas Gahr Stoere, leið­togi Verka­manna­flokks­ins, segir í yfir­lýs­ingu vegna máls­ins að vegna krefj­andi aðstæðna flokks­ins og eðli máls­ins sam­kvæmt þá hafi hann og Giske tekið þá ákvörðun í sam­ein­ingu að hann myndi stíga til hliðar sem vara­for­maður flokks­ins um óákveð­inn tíma. Til stendur hjá Verka­manna­flokknum að funda vegna máls­ins í dag. 

Auglýsing

Giske hefur verið í veik­inda­leyfi síðan málið kom upp fyrir jól. 

Baðst afsök­unar

Giske vís­aði full­yrð­ingum kvenn­anna á bug fyrst um sinn en baðst þó afsök­unar á hegðun sinni síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. „Ég held að ég þurfi að við­ur­kenna það að ég hafi ekki verið nægi­lega til­lits­samur gagn­vart kon­um. Það á við þegar um aðstöðu- eða ald­urs­mun er að ræða eða í félags­legum aðstæðum þar sem áfengi er við hönd,“ sagði hann í sjón­varps­þætti á stöð­inni NRK í Nor­eg­i. 

Í við­tal­inu sagði hann hegð­un­ina óvið­eig­andi eða óþægi­lega. Hann sagði að hann yrði að taka ábyrgð á henni og að þetta væri engum nema honum sjálfum að kenna. Hann væri í miklu upp­námi vegna máls­ins. Hann sagð­ist jafn­framt ekki muna eftir þessum sér­stöku til­fellum en þó reka minni til þeirra aðstæðna sem lýst er.  

Sinnu­leysi gagn­rýnt

Nokkur gagn­rýni hefur verið á for­ystu flokks­ins vegna máls­ins fyrir að aðhaf­ast lítið en Line Oma var fyrsti með­limur flokks­ins til að krefj­ast þess að Giske myndi segja af sér. Hún gagn­rýndi þögn­ina í flokknum og sagð­ist vera orðin þreytt á tali um skrifræði, valda­brölti og klíka innan flokks­ins. 

Henni finnst það skýrt að ekki væri hægt að hafa mann í for­ystu flokks­ins sem hagar sér með þessum hætti. Ekki væri hægt að lát­ast ekki sjá fíl­inn í her­berg­in­u. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent