Dómnefndin segist ekki lúta boðvaldi ráðherra

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti héraðsdómara hefur svarað bréfi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar setts dómsmálaráðherra. Nefndin segist velja þá hæfustu samkvæmt lögum og hyggst ekki fjalla frekar um aðra umsækjendur.

Guðlaugur Þór Þórðarson settur dómsmálaráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson settur dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Dóm­nefnd um hæfni umsækj­enda um emb­ætti átta hér­aðs­dóm­ara hefur svarað bréfi setts dóms­mála­ráð­herra, Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar, þar sem nefndin áréttar að nefndin lúti ekki boð­valdi ráð­herra, heldur sé sjálf­stæð stjórn­sýslu­nefnd. Kjarn­inn hefur bréfið undir hönd­um.

Guð­laugur sendi nefnd­inni bréf í kjöl­far umsögn hennar um hvaða átta umsækj­endur hún telur hæf­asta til að gegna emb­ættum hér­aðs­dóm­ara. Taldi ráð­herra að við lestur umsagn­ar­innar og and­mæla sem bár­ust frá 23 umsækj­endum hefðu vaknað ýmsar spurn­ingar um hvernig mati og máls­með­ferð nefnd­ar­innar var hátt­að.

Í svari nefnd­ar­innar er meðal ann­ars spurn­ingum ráð­herra í tíu tölu­liðum svar­að. Ráð­herra gerði til að mynda athuga­semdir við að dóm­nefndin hefði ekki not­ast við stiga­töflu til þess að raða umsækj­end­um, líkt og gert var í umsögn um þá sem sóttu um stöður við Lands­rétt. Nefndin segir tæki dóm­nefnd­ar, þar á meðal tölu­leg sam­lagn­ing­ar­tæki eins og „excel“, mis­mun­andi og ráð­ist meðal ann­ars af fjölda umsækj­enda og sam­setn­ingu umsækj­enda­hóps­ins. Slíkar töflur hafi ekki verið not­aðar í störfum nefnd­ar­innar fyrr en í Lands­rétt­ar­um­sögn­inni. Nefndin setti upp töflu til gróf­flokk­unar umsækj­enda sem hún telur vera vinnu­skjal sem ekki verður afhent.

Auglýsing

Þá segir í bréf­inu að ráð­herra hafi fundið að því að ekki sé í umsögn­inni rök­stutt sér­stak­lega á grund­velli heild­ar­mats hvers vegna þeir umsækj­endur sem metnir voru hæf­astir séu taldir bera af, en ekki aðr­ir. Nefndin segir ekki ljóst hvað ráð­herra á við. Fram komi hvaða þættir voru metnir og hvernig umsækj­endur voru taldir hafa komið út í hverjum ein­stökum þætti. Meg­in­á­herslan hafi verið á þrjá stóra þætti, það er dóm­ara­reynslu, reynslu af lög­manns­störfum og stjórn­sýslu­störfum og þessir þættir metnir jafnt. Að auki hafi farið fram sér­stakt sund­ur­greint mat á mennt­un, fræði­störf­um, kennslu og útgáfu. Í þeim sam­an­burði sem fer fram í hverjum þætti felst mat­ið, sem síðan er dregið saman í heild­ar­nið­ur­stöðu.

Dóm­nefndin segir að sam­kvæmt lögum og reglum sé henni falið að ákveða hvaða umsækj­endur séu hæf­astir til að hljóta þau dóm­ara­emb­ætti sem veita á. Hún seg­ist hafa kom­ist að sinni nið­ur­stöðu og um aðra umsækj­endur muni hún ekki fjalla frekar en orðið er í umsögn­inni.

Í bréf­inu er sér­stak­lega vísað í nýfall­inn dóm Hæsta­réttar þar sem umsækj­anda um emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt voru veittar miska­bætur vegna þess að Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra var tal­inn hafa brotið reglur þegar hún vék frá áliti dóm­nefnd­ar­innar varð­andi veit­ingu dóm­ara­emb­ætt­anna. Í dómnum segir að laga­setn­ing um dóm­nefnd­ina hafi haft það að mark­miði að styrkja sjálf­stæði dóm­stóla og auka traust almenn­ings á því að dóm­arar væru óháðir vald­höfum fram­kvæmda­valds. Efn­is­lega sömu reglur hafi verið teknar upp í lög um dóm­stóla, þar sem rann­sókn­ar­skyldu stjórn­sýslu­laga hafi verið að veru­legu leyti létt af ráð­herra við skipun í emb­ætti hér­aðs­dóm­ara og skyldan þess í stað lögð á herðar sjálf­stæðrar og óháðrar dóm­nefndar sem skipuð var með til­liti til þess að tryggt yrði að sér­þekk­ing væri þar fyrir hendi um mat á hæfni umsækj­enda um dóm­ara­emb­ætti.

Guð­laugur fer með málið þar sem Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra telst til þess van­hæf þar sem einn umsækj­enda um emb­ætti hér­aðs­dóm­ara er sá sem hún var talin hafa brotið gegn í áður­nefndum dómi. Sá, Ást­ráður Har­alds­son hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur, fékk dæmdar 700 þús­und krónur í miska­bætur vegna brots dóms­mála­ráð­herra.

Upp­fært: Bréf nefnd­ar­innar hefur nú verið birt á vef stjórn­ar­ráðs­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent