Nú þegar hafa 47 íbúðir af 71 á RÚV-reit í Jaðarleiti verið seldar. Um er að ræða nýja götu sunnan við Útvarpshús RÚV í Efstaleiti.
Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að félag í eigu Péturs Stefánssonar, fjárfestis í Lúxemborg, hafi keypt heilt fjölbýlishús í Jaðarleiti en félagið borgaði um 800 milljónir fyrir húsið.
Það er félagið Skuggi sem byggir íbúðirnar, en þær eru í fjórum fimm hæða fjölbýlishúsum á fyrrnefndu svæði. Samtals hefur Skuggi keypt lóðir undir 361 íbúð á svæðinu fyrir 2,2 milljarða króna en það er RÚV sem er seljandi.
Auglýsing
Fjármunirnir munu fara í að styrkja fjárhag RÚV með niðurgreiðslu skulda.