Trump hótar tugmillljarða niðurskurði

Framlög Bandaríkjastjórnar til þróunaraðstoðar eru í uppnámi, ekki síst vegna yfirlýsinga Bandaríkjaforseta.

Donald Trump
Auglýsing

Don­ald Trump, Banda­ríkja­for­seti, hót­aði á Twitter í gær­kvöldi að skera niður fjár­fram­lög frá Banda­ríkj­unum til Palest­ínu.

Ástæðan er ekki síst hörð við­brögð vegna ákvörð­unar hans um að færa sendi­ráð Banda­ríkj­anna til Jer­úsalem og við­ur­kenna borg­ina sem höf­uð­borg Ísr­a­el. 

Ákvörðun Trumps vakti mikla reiði í Palest­ínu, eins og kunn­ugt er, og hefur valdið mik­illi mót­mæla­bylgju í múslíma­ríkjum víða um heim. 

Auglýsing

Mahmud Abbas, for­seti Palest­ínu, neit­aði að taka á móti vara­for­seta Banda­ríkj­anna, Mike Pence, á fyr­ir­hug­uðum fundi þeirra í síð­asta mán­uði, og stjórn­völd í Egypta­landi hafa einnig neitað að taka form­lega á móti fyr­ir­svars­fólki Banda­ríkja­stjórn­ar, á meðan ákvörð­unin um að við­ur­kenna Jer­úsalem sem höf­uð­borg Ísra­els stendur óhreyfð. 

Heild­ar­fram­lög Banda­ríkja­stjórnar til Palest­ínu námu tæp­lega 320 millj­ónum Banda­ríkja­dala, um 33 millj­örðum króna, árið 2016.  Auk þess hefur Banda­ríkja­stjórn lagt til svipað háa upp­hæð til Palest­ínu í gegnum starf Sam­ein­uðu þjóð­anna, en Trump hefur nú hótað að skera niður þessar fjár­hæðir.Þar að auki, til við­bótar við hót­anir gagn­vart Palest­ínu, gerði Trump lítið úr kjarn­orkuógn Norð­ur­-Kóreu og sagð­ist hann sjálfur ráða yfir miklu öfl­ugri kjarn­orku­vopnum heldur en Kim Jong Un, leið­togi Norð­ur­-Kóreu. Yfir­lýs­ingar eins og þessar eru algjör­lega for­dæma­lausar af hálfu Banda­ríkja­for­seta und­an­farna ára­tugi.

Kim Jong Un sagð­ist í ára­móta­ávarpi sínu búa yfir takka á borði sínu, sem gerði honum mögu­legt að setja af stað kjarn­orku­sprengju. 

Síðar í ávarp­inu sagð­ist hann til­bú­inn til við­ræðna við Suð­ur­-Kóreu til að liðka fyrir betri sam­skipt­um. Sam­kvæmt fréttum nú í morg­unsárið hefur verið opnað fyrir sam­skiptarás milli land­anna.

Á dög­unum sam­þykkti öryggð­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna að beita Norð­ur­-Kóreu þving­un­ar­að­gerðum sem fel­ast meðal ann­ars í því að hindra inn­flutn­ing á olíu til lands­ins. Þessu hefur verið mót­mælt harð­lega og hafa stjórn­völd í Norð­ur­-Kóreu sagt að þetta jafn­gildi stríðs­yf­ir­lýs­ingu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót
Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.
Kjarninn 16. október 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían
Kjarninn 16. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ofurstéttin sem er að eignast Ísland
Kjarninn 16. október 2019
Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins
Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 16. október 2019
Flokkar Bjarna Benediktssonar og Loga Einarssonar mælast nánast jafn stórir í nýrri könnun Zenter.
Samfylkingin mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkur
Frjálslyndu miðjuflokkarnir þrír í stjórnarandstöðu mælast með meira samanlagt fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir þrír í nýrri könnun. Fylgisaukning Miðflokksins, sem mældist í könnun MMR í síðustu viku, er hvergi sjáanleg.
Kjarninn 16. október 2019
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent