Trump hótar tugmillljarða niðurskurði

Framlög Bandaríkjastjórnar til þróunaraðstoðar eru í uppnámi, ekki síst vegna yfirlýsinga Bandaríkjaforseta.

Donald Trump
Auglýsing

Don­ald Trump, Banda­ríkja­for­seti, hót­aði á Twitter í gær­kvöldi að skera niður fjár­fram­lög frá Banda­ríkj­unum til Palest­ínu.

Ástæðan er ekki síst hörð við­brögð vegna ákvörð­unar hans um að færa sendi­ráð Banda­ríkj­anna til Jer­úsalem og við­ur­kenna borg­ina sem höf­uð­borg Ísr­a­el. 

Ákvörðun Trumps vakti mikla reiði í Palest­ínu, eins og kunn­ugt er, og hefur valdið mik­illi mót­mæla­bylgju í múslíma­ríkjum víða um heim. 

Auglýsing

Mahmud Abbas, for­seti Palest­ínu, neit­aði að taka á móti vara­for­seta Banda­ríkj­anna, Mike Pence, á fyr­ir­hug­uðum fundi þeirra í síð­asta mán­uði, og stjórn­völd í Egypta­landi hafa einnig neitað að taka form­lega á móti fyr­ir­svars­fólki Banda­ríkja­stjórn­ar, á meðan ákvörð­unin um að við­ur­kenna Jer­úsalem sem höf­uð­borg Ísra­els stendur óhreyfð. 

Heild­ar­fram­lög Banda­ríkja­stjórnar til Palest­ínu námu tæp­lega 320 millj­ónum Banda­ríkja­dala, um 33 millj­örðum króna, árið 2016.  Auk þess hefur Banda­ríkja­stjórn lagt til svipað háa upp­hæð til Palest­ínu í gegnum starf Sam­ein­uðu þjóð­anna, en Trump hefur nú hótað að skera niður þessar fjár­hæðir.Þar að auki, til við­bótar við hót­anir gagn­vart Palest­ínu, gerði Trump lítið úr kjarn­orkuógn Norð­ur­-Kóreu og sagð­ist hann sjálfur ráða yfir miklu öfl­ugri kjarn­orku­vopnum heldur en Kim Jong Un, leið­togi Norð­ur­-Kóreu. Yfir­lýs­ingar eins og þessar eru algjör­lega for­dæma­lausar af hálfu Banda­ríkja­for­seta und­an­farna ára­tugi.

Kim Jong Un sagð­ist í ára­móta­ávarpi sínu búa yfir takka á borði sínu, sem gerði honum mögu­legt að setja af stað kjarn­orku­sprengju. 

Síðar í ávarp­inu sagð­ist hann til­bú­inn til við­ræðna við Suð­ur­-Kóreu til að liðka fyrir betri sam­skipt­um. Sam­kvæmt fréttum nú í morg­unsárið hefur verið opnað fyrir sam­skiptarás milli land­anna.

Á dög­unum sam­þykkti öryggð­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna að beita Norð­ur­-Kóreu þving­un­ar­að­gerðum sem fel­ast meðal ann­ars í því að hindra inn­flutn­ing á olíu til lands­ins. Þessu hefur verið mót­mælt harð­lega og hafa stjórn­völd í Norð­ur­-Kóreu sagt að þetta jafn­gildi stríðs­yf­ir­lýs­ingu.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent