Spenna á vinnumarkaði - „Þurfum að komast út úr deilum“

Forsætisráðherra segir krefjandi stöðu vera á vinnumarkaði þessi misserin.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, sagði í við­tali við Kast­ljós í kvöld að eitt mik­il­væg­asta verk­efni rík­is­stjórn­ar­inn­ar, horft til næstu mán­aða, væri að stuðla að stöð­ug­leika og sátt á vinnu­mark­að­i. 

Hún sagði að staða í kjara­við­ræðum ólíkra hópa á vinnu­mark­aði væri flók­in, en lyk­il­at­riðið væri að reyna að kom­ast út úr þeim deilum sem hafi verið ein­kenn­andi fyrir stöð­una á vinnu­mark­aði und­an­farin ár, með tíðum verk­föllum og hörðum kjara­deil­um.

Laun hafa farið hækk­andi á und­an­förnum árum og kaup­máttur launa er í sögu­legu hámarki. Vænt­ingar eru miklar á vinnu­mark­aði um mynd­ar­legar launa­hækk­anir í kom­andi kjara­samn­ing­um, en Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, hefur sagt að lítið svig­rúm sé til launa­hækk­ana.

Auglýsing

Óhætt er að segja að mik­ill gangur sé nú í íslenska hag­kerf­inu og sýna nýjar atvinnu­leysis­tölur að vinnu­fúsar hendur séu svo til allar að störfum þessi miss­er­in. Atvinnu­leysi mæld­ist 1,7 pró­sent í nóv­em­ber, sam­kvæmt tölum sem Hag­stofa Íslands birti í dag.

Hér má sjá hvernig íslenskur vinnumarkaður er samsettur, miðað stöðuna í nóvember.

Íslenskur vinnu­mark­aður er nú með tæp­lega 200 þús­und ein­stak­linga á mark­aði. Sam­kvæmt vinnu­mark­aðs­rann­sókn Hag­stof­unnar voru 198.100 á aldr­inum 16 til 74 ára á vinnu­mark­aði í nóv­em­ber í fyrra, en það er 80,5 pró­sent atvinnu­þátt­taka. Sam­tals voru 194.700 af þeim á vinnu­mark­aði, 3.400 án vinnu og í atvinnu­leit.

Á meðal atvinnu­lausra eru tvö þús­und karlar og 1.300 kon­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent