Ákvörðun um að hætta gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum hefur ekki verið tekin

Sigurður Ingi Jóhannsson segir að tvöföldun Hvalfjarðarganganna sé óumflýjanleg vegna aukinnar umferðar um göngin. Hann útilokar ekki að verkefnið verði fjármagnað með gjaldtöku í göngin.

Hvalfjarðargöng Mynd: Flickr/Britt-Marie Sohlström
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu­ráð­herra segir að tvö­földun Hval­fjarð­ar­gang­anna sé óum­flýj­an­leg vegna auk­innar umferðar um göng­in. Enn sé óljóst hvernig staðið verður að því en Spöl­ur, sem rekur göngin í dag, hefur sýnt verk­efn­inu áhuga. Sig­urður Ingi úti­lokar ekki að verk­efnið verði fjár­magnað með gjald­töku í göng­in. Ákvörðun um að hætta gjald­töku í Hval­fjarð­ar­göng end­an­lega hefur því ekki verið tek­in.

Eins og kveður á um í samn­ingi Hval­fjarð­ar­gang­anna er stefnt að því að ríkið eign­ist göngin og yfir­taki rekstur þeirra þann 11. júlí næst­kom­andi. Stefnt var að því að gjald­töku í göngin yrði hætt eftir eig­enda­skipt­in. Kjarn­inn hefur greint frá því að Spölur hafi verið með áform um tvö­földun gang­anna. Sú ákvörðun verður því í höndum rík­is­ins.

Sig­urður Ingi segir að umræðan um hvernig staðið verði að tvö­földun Hval­fjarð­ar­gang­anna hafi verið til skoð­unar í ráðu­neyt­inu í nokkurn tíma en mikið liggur á að taka ákvörðun áður en göngin verða færð til rík­is­ins þann 11. júlí og gjald­töku verður hætt.

Auglýsing

Jón Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi sam­göngu­ráð­herra, hefur sagt að það stæði ekki til að ríkið myndi inn­heimta veggjöld í Hval­fjarð­ar­göng­unum þrátt fyrir að heim­ild til þess sé til stað­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent