Ákvörðun um að hætta gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum hefur ekki verið tekin

Sigurður Ingi Jóhannsson segir að tvöföldun Hvalfjarðarganganna sé óumflýjanleg vegna aukinnar umferðar um göngin. Hann útilokar ekki að verkefnið verði fjármagnað með gjaldtöku í göngin.

Hvalfjarðargöng Mynd: Flickr/Britt-Marie Sohlström
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu­ráð­herra segir að tvö­földun Hval­fjarð­ar­gang­anna sé óum­flýj­an­leg vegna auk­innar umferðar um göng­in. Enn sé óljóst hvernig staðið verður að því en Spöl­ur, sem rekur göngin í dag, hefur sýnt verk­efn­inu áhuga. Sig­urður Ingi úti­lokar ekki að verk­efnið verði fjár­magnað með gjald­töku í göng­in. Ákvörðun um að hætta gjald­töku í Hval­fjarð­ar­göng end­an­lega hefur því ekki verið tek­in.

Eins og kveður á um í samn­ingi Hval­fjarð­ar­gang­anna er stefnt að því að ríkið eign­ist göngin og yfir­taki rekstur þeirra þann 11. júlí næst­kom­andi. Stefnt var að því að gjald­töku í göngin yrði hætt eftir eig­enda­skipt­in. Kjarn­inn hefur greint frá því að Spölur hafi verið með áform um tvö­földun gang­anna. Sú ákvörðun verður því í höndum rík­is­ins.

Sig­urður Ingi segir að umræðan um hvernig staðið verði að tvö­földun Hval­fjarð­ar­gang­anna hafi verið til skoð­unar í ráðu­neyt­inu í nokkurn tíma en mikið liggur á að taka ákvörðun áður en göngin verða færð til rík­is­ins þann 11. júlí og gjald­töku verður hætt.

Auglýsing

Jón Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi sam­göngu­ráð­herra, hefur sagt að það stæði ekki til að ríkið myndi inn­heimta veggjöld í Hval­fjarð­ar­göng­unum þrátt fyrir að heim­ild til þess sé til stað­ar.

Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Gísli Sigurgeirsson
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur
Kjarninn 23. ágúst 2019
„Þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það“
Ýmsar áleitnar spurningar vakna þegar hugsað er um hafið og hamfarahlýnun í sömu andrá. Væri hægt að búa á jörðinni án þess? Hvernig liti jörðin út án vatns? Getur verið að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík
Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Markús Sigurbjörnsson hefur verið dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung.
Tveir hæstaréttardómarar hætta
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og sá dómari við réttinn sem setið hefur lengst, mun hætta störfum við réttinn eftir rúman mánuð. Það mun Viðar Már Matthíasson einnig gera.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Þorsteinn Víglundsson
Breytum bönkum í brýr
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent