Höfundur bókar um Donald J. Trump, Bandaríkjaforseta, Michael Wolff, gefur í dag út bókina Fire and Fury: Inside the Trump White House, sem fjallar um forsetann og aðdraganda þess að hann var kjörinn forseti, í nóvember 2016.
Wolff tilkynnti um það í gær að hann hefði flýtt útgáfu bókar sinnar, ekki síst vegna hótana um að lögmenn forsetans vildu fá lögbann á útgáfuna.
Kom krafan fram eftir að greint var frá viðtali við fyrrverandi ráðgjafa forsetans, Steve Bannon, sem sagði að Donald Trump Jr., sonur forsetans, væri „landráðamaður“ þar sem hann hefði fundað með rússneskum lögfræðingum og embættismönnum.
Í bókinni kemur meðal annars fram að Trump og allt helsta bakland hans hafi alls ekki búist við því að vinna kosningarnar, og að í raun hafi Trump ekki viljað vinna. Jarad Kushner, tengdasonur forsetans, er sagður hafa verið hinn eiginlegi stjórnandi framboðs forsetans og beitt öllum brögðum sem til voru í bókinni til að reyna að hafa betur. Þar á meðal að vera í virku sambandi við Rússa, sem síðan beittu tölvuárásum til að hafa árás á kosningarnar.
Samkvæmt Washington Post var Trump æfur þegar fréttirnar af ummælum Bannons birtust, og höfðu lögmenn hans í kjölfarið samband við Wolff og hótuðu málsóknum. Auk þess sendu þeir skilaboð til Bannons og sögðu hann hafa rofið trúnað.
Í færslut á Twitter síðu sinni þakkar Wolff forsetanum fyrir, og segir að útgáfu bókarinnar hafi verið flýtt.
Here we go. You can buy it (and read it) tomorrow. Thank you, Mr. President.
— Michael Wolff (@MichaelWolffNYC) January 4, 2018