„Takk, herra forseti“

Umdeild bók Michael Wolff um Trump kemur út í dag.

Donald Trump
Auglýsing

Höf­undur bókar um Don­ald J. Trump, Banda­ríkja­for­seta, Mich­ael Wolff, gefur í dag út bók­ina Fire and Fury: Inside the Trump White House, sem fjallar um for­set­ann og aðdrag­anda þess að hann var kjör­inn for­seti, í nóv­em­ber 2016.

Wolff til­kynnti um það í gær að hann hefði flýtt útgáfu bókar sinn­ar, ekki síst vegna hót­ana um að lög­menn for­set­ans vildu fá lög­bann á útgáf­una. 

Kom krafan fram eftir að greint var frá við­tali við fyrr­ver­andi ráð­gjafa for­set­ans, Steve Bann­on, sem sagði að Don­ald Trump Jr., sonur for­set­ans, væri „land­ráða­mað­ur“ þar sem hann hefði fundað með rúss­neskum lög­fræð­ingum og emb­ætt­is­mönn­um.

Auglýsing

Í bók­inni kemur meðal ann­ars fram að Trump og allt helsta bak­land hans hafi alls ekki búist við því að vinna kosn­ing­arn­ar, og að í raun hafi Trump ekki viljað vinna. Jarad Kus­hner, tengda­sonur for­set­ans, er sagður hafa verið hinn eig­in­legi stjórn­andi fram­boðs for­set­ans og beitt öllum brögðum sem til voru í bók­inni til að reyna að hafa bet­ur. Þar á meðal að vera í virku sam­bandi við Rússa, sem síðan beittu tölvu­árásum til að hafa árás á kosn­ing­arn­ar.

Sam­kvæmt Was­hington Post var Trump æfur þegar frétt­irnar af ummælum Bann­ons birtu­st, og höfðu lög­menn hans í kjöl­farið sam­band við Wolff og hót­uðu mál­sókn­um. Auk þess sendu þeir skila­boð til Bann­ons og sögðu hann hafa rofið trún­að. Í færslut á Twitter síðu sinni þakkar Wolff for­set­anum fyr­ir, og segir að útgáfu bók­ar­innar hafi verið flýtt.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Segir að nú þurfi „að hvetja frjósemisgyðjuna til dáða“ og hækka þar með fæðingartíðni
Þingmaður Viðreisnar hvatti fólk til að ferðast í svefnherberginu á þingi í dag því velferðarsamfélagið geti ekki staðið undir sér ef fólk hættir að eignast börn. Fæðingartíðni er nú um 1,7 en þarf að vera 2,1 til að viðhalda mannfjöldanum.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að lækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent