Vísbendingar um að konur séu betri læknar en karlar

Elsa B. Valsdóttir skurðlæknir segir að læknirinn sem einstaklingur sé mikilvæg breyta í því flókna umhverfi sem nútíma heilbrigðiskerfi er.

Hlustunarpípa
Auglýsing

Á þessu ári hafa birst tvær greinar í virtum vís­inda­tíma­ritum sem gefa til kynna að mögu­lega séu konur betri læknar en karl­ar. Í febr­úar birti JAMA grein þar sem skoð­aðar voru útkomur sjúk­linga úr Med­icare-­kerf­inu í Banda­ríkj­unum (65 ára og eldri) eftir því hvort lyf­lækn­ir­inn þeirra var kona eða karl. Rúm­lega ein og hálf milljón inn­lagna voru skoð­aðar í handa­hófs­kenndu úrtaki og dán­ar­tíðni og tíðni end­ur­inn­lagna var sér­stak­lega skráð. Í ljós kom að dán­ar­tíðni sjúk­linga kven­kyns lækna var mark­tækt lægri en þeirra sjúk­linga sem höfðu karl­kyns lækni, 11,07 pró­sent á móti 11,49 pró­sent­um, eða hlut­falls­leg áhættu­minnkun upp á 4 pró­sent. Það sama gilti um end­ur­inn­lagn­ir, 15,02 pró­sent á móti 15,57 pró­sent.

Í októ­ber birt­ist grein í Brit­ish Med­ical Journal frá háskól­anum í Toronto, Kana­da, þar sem skoð­aðar voru útkomur 104.630 sjúk­linga eftir skurð­að­gerð­ir. Þegar búið var að leið­rétta fyrir þáttum tengdum sjúk­ling­um, skurð­læknum og spít­ölum stóð eftir að dán­ar­tíðni sjúk­linga í val­að­gerð sem höfðu konu sem skurð­lækni var mark­tækt lægri en þeirra sem höfðu karl sem skurð­lækni, 11,1 pró­sent á móti 11,6 pró­sent­um, hlut­falls­leg áhættu­minnkun 12 pró­sent.

Þetta skrifar Elsa B. Vals­dótt­ir, skurð­læknir á Land­spít­al­an­um‚ í rit­stjórn­ar­grein Lækna­blaðs­ins í síð­ast­lið­inni viku. 

Auglýsing

Konur og karlar hegða sér ekki eins

Elsa B. Valsdóttir Mynd: LæknablaðiðElsa spyr sig í leið­ar­anum af hverju verið sé að rann­saka þetta? Hún svarar því til að atferl­is­fræði­legar rann­sóknir hafi sýnt með vís­inda­legum hætti að konur og karlar hegða sér ekki eins – þó það megi að sjálf­sögðu deila um hver ástæðan fyrir því sé. „Í sam­tali almenns eðlis eru konur lík­legri til að segja meira frá sjálfum sér, hafa hlýrra við­mót, hvetja aðra til að tjá sig og draga mark­visst úr eigin stöðu til að ná jafn­ræði við þann sem þær tala við.“

Hún veltir einnig fyrir sér hvort þessi munur skili sér í því hvernig konur og karlar stunda lækn­is­fræði eða hverfi þessi munur í þeirri myllu­kvörn sem lækna­námið er? Hún segir að svarið við því sé að mun­ur­inn heldur sér. Árið 2002 hafi komið út safn­grein­ing sem skoð­aði 29 greinar þar sem þetta var rann­sakað og nið­ur­staðan var sú að kven­kyns læknar not­uðu fleiri sam­skipta­leiðir sem ýttu undir sjúk­linga­mið­aða með­ferð en karl­kyns læknar og eyddu meiri tíma með sjúk­ling­unum sín­um. Konur séu einnig lík­legri til að fylgja klínískum leið­bein­ingum og sinna for­vörn­um.

Ættum að með­taka þessar nið­ur­stöður

Elsa spyr sig einnig hvort þetta hafi ein­hverja klíníska þýð­ingu. „Nú virð­ist svarið við þeirri spurn­ingu vera já. Mun­ur­inn er kannski ekki mik­ill en óneit­an­lega til stað­ar. En hvað eigum við að gera við þessar nið­ur­stöð­ur? Eftir ára­tuga inn­ræt­ingu á því að konur og karlar séu jafn­hæf til allra verka erum við sem sam­fé­lag til­búin til að ræða það að kannski sé annað kynið hæf­ara til sumra starfa en hitt eða að minnsta kosti þurfi annað kynið mögu­lega að til­einka sér eig­in­leika í fari hins til að ná sem bestum árangri? Og hvað myndum við gera ef nið­ur­stöð­urnar hefðu verið á hinn veg­inn, að sjúk­lingum kven­kyns lækna farn­að­ist almennt verr en karl­kyns lækna? Hvers konar umræðu myndi það koma af stað?“ 

Hún seg­ist sjálf ekki hafa svörin við þessum spurn­ingum þó hún þyk­ist vita að allir séu sam­mála um að ekki sé ástæða til að úti­loka karl­kynið frá því að stunda lækn­is­fræð­i. 

Hún telur hins vegar að með­taka ætti þessar nið­ur­stöður og ættu læknar að leyfa sér að segja að þeir séu mik­il­væg breyta í því flókna umhverfi sem nútíma heil­brigð­is­kerfi er. „Við höfum rann­sakað enda­laust hvaða þættir sem snerta sjúk­ling­inn skipta máli varð­andi útkomur, þættir sem snerta heil­brigð­is­stofn­an­ir, svo ekki sé talað um rann­sóknir á lyfjum og tækj­um. Nið­ur­stöður þess­ara tveggja rann­sókna ættu að hvetja okkur til að beina sjónum að okkur sjálf­um, því hvernig við vinnum og ekki síst hvernig við ölum upp unga fólkið sem eru læknar fram­tíð­ar­inn­ar. Engir af þeim þáttum sem taldir voru upp hér að ofan, sem greina kven­kyns lækna frá karl­kyns lækn­um, eru í raun bundnir kyni heldur ein­hverju sem hægt er að læra, meðal ann­ars í sam­skipta­fræði. Ef við gerum sömu vís­inda­legu kröfur til fram­komu okkar sjálfra og við gerum til með­ferð­ar­úr­ræð­anna sem við ráð­leggj­um, mun sjúk­lingum okkar allra farn­ast betur,“ segir Elsa í grein­inn­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent