Eyþór Arnalds fer fram í borginni

Eyþór Arnalds hefur lýst yfir framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Tveir aðrir í framboði. Framboðsfrestur rennur út á morgun.

Eyþór Arnalds
Auglýsing

Eyþór Arn­alds fjár­festir og einn eig­enda Morg­un­blaðs­ins hefur lýst yfir fram­boði í odd­vita­kjöri fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Reykja­vík. Eyþór er fyrr­ver­andi sveit­ar­stjóri Árborg. Fram­boðs­frestur rennur út á morg­un.

Í yfir­lýs­ingu á Face­book segir Eyþór það erfitt fyrir ungt fólk að eign­ast fyrstu íbúð í Reykja­vík. Fram­boð á hús­næði sé tak­markað og verðið hátt. „Þétt­ing byggðar á ein­stökum reitum hefur í raun skilað sér í hærra verði og dreifð­ari byggð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Raun­fjölgun íbúða er lítil sem engin þegar tekið er til­liti til útleigu til ferða­manna.“

Þá segir Eyþór lestr­ar­kunn­áttu barna hafa hrakað í grunn­skólum og að reyk­vísk börn eigi betra skil­ið. Borgin sé í miklum vanda í sam­göngu­málum og dýrar lausnir eins og Borg­ar­lína muni auka á vand­ann með enn meiri þrengslum í gatna­kerf­inu. Reykja­vík eigi að vera í far­ar­broddi í nútíma­legum sam­göngum en fest­ast ekki í dýrum og þung­lama­legum lausn­um. Þreng­ingar hafi nú þegar búið til kransæða­stíflu í gatna­kerfi borg­ar­inn­ar.

Auglýsing

Eyþór segir stjórn­kerfið dýrt og hafi stækkað mikið og flókn­ara sé nú en áður fyrir íbúa að fá lausn sinna mála. Tæki­færi sé til að gera betur og breyta um stefnu í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum næsta vor.

„Ég hef ein­lægan áhuga á að vinna fyrir fólkið sem býr í borg­inni við sund­in. Þess vegna hef ég ákveðið að gefa kost á mér til að leiða lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík. Ef þú ert sam­mála því að við getum gert betur trúi ég að við getum átt sam­leið í að bæta borg­ina okkar allra,“ segir Eyþór að lok­um.

Borg­ar­full­trú­arnir Áslaug Frið­riks­dóttir og Kjartan Magn­ús­son hafa einnig lýst yfir fram­boði í odd­vita­kjör­inu sem fram fer laug­ar­dag­inn 27. jan­úar næst­kom­andi.

Facebookfærsla EyþórsMeira úr sama flokkiInnlent